Innlent

Fundu myglu í Nesskóla

Sylvía Hall skrifar
Nesskóli er á Neskaupstað.
Nesskóli er á Neskaupstað. Vísir/Vilhelm

Mygla fannst í norðurhluta Nesskóla á Neskaupstað í morgun og voru nemendur á elsta stigi sendir heim í kjölfarið. Ekki er talið að mygla sé á fleiri stöðum í húsinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjarðabyggð þar sem segir að viðgerðir hefjist strax á mánudag. Eftir að niðurstöður sýna lágu fyrir í morgun var hafist handa við að meta hvaða aðgerðir yrðu nauðsynlegar.

Ekki er útlit fyrir að stór framkvæmd sé framundan en sú álma sem um ræðir verður ekki notuð til kennslu á næstunni. Verktakar hefja störf á mánudag við úrbætur vegna myglunnar og munu nemendur á elsta stigi ekki mæta í skólann þann daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×