„Jonni talar mikið, mjög mikið“ Atli Arason skrifar 20. mars 2021 20:34 Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur. Vísir/Bára Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti fínan leik í 74-51 sigri á Skallagrím. Katla setti niður 12 stig ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa eina stoðsendingu. „Ég er glöð, þetta var ógeðslega skemmtilegt. Það er langt síðan við spiluðum leik þar sem við nutum okkur jafn vel í einum leik,“ sagði Katla í viðtali eftir leik. Skallagrímur fekk alls 16 fleiri skot tilraunir umfram heimakonur en Keflavík náði ítrekað að þvinga Skallagrím í erfið skot sem gestirnir gátu ekki nýtt sér. Katla er viss um að sterkur varnarleikur Keflavíkur í leiknum hafi skilað þessum sigri. „Í fyrsta lagi var það vörnin okkar því skotnýtingin var ekki góð. Jonni var að segja mér að hittum alls fjórar þriggja stiga körfur í öllum leiknum.“ Jonni, þjálfari Keflavíkur, var líflegur á hliðarlínunni í dag eins og honum einum er lagið, skellihlæjandi og öskureiður til skiptis. Katla var spurð af því hvernig það væri fyrir leikmann að spila undir leiðsögn Jonna. „Það er mjög gaman. Jonni talar mikið, mjög mikið,“ segir Katla og hlær áður en hún heldur áfram, „en hann veit það alveg sjálfur og hann er samt ekkert að bulla. Við dýrkum hann allar. Ástæðan fyrir því að okkur gengur vel er þetta þjálfarateymi, Jonni og Hössi, þeir eru frábærir saman því þeir vega svo vel á móti hvorum öðrum. Þetta er að ganga ótrúlega vel, það er gaman á æfingum og hann er alltaf hress sama hvernig gengur hjá okkur. Jonni hefur óbilandi trú á okkur og lætur okkur trúa þessu sjálfar sem er bara geggjað. Geggjað að spila fyrir svona þjálfara,“ svaraði Katla með bros á vör. Það er stutt á milli stríða í deildinni þetta tímabilið. Keflavík og Skallagrímur eiga annað einvígi strax aftur á miðvikudaginn næsta í Borgarnesi. Katla kveðst spennt fyrir því að mæta þeim aftur. „Klárlega. Það er bara strax aftur á miðvikudaginn. Það er ekki mikið af pásum í þessu. Við erum búnar að spila allar helgar og alla miðvikudaga í þessum mánuði sem er bara gaman. Við erum ungar og ferskar þannig við erum bara spenntar,“ sagði Katla Rún Garðarsdóttir að lokum. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira
„Ég er glöð, þetta var ógeðslega skemmtilegt. Það er langt síðan við spiluðum leik þar sem við nutum okkur jafn vel í einum leik,“ sagði Katla í viðtali eftir leik. Skallagrímur fekk alls 16 fleiri skot tilraunir umfram heimakonur en Keflavík náði ítrekað að þvinga Skallagrím í erfið skot sem gestirnir gátu ekki nýtt sér. Katla er viss um að sterkur varnarleikur Keflavíkur í leiknum hafi skilað þessum sigri. „Í fyrsta lagi var það vörnin okkar því skotnýtingin var ekki góð. Jonni var að segja mér að hittum alls fjórar þriggja stiga körfur í öllum leiknum.“ Jonni, þjálfari Keflavíkur, var líflegur á hliðarlínunni í dag eins og honum einum er lagið, skellihlæjandi og öskureiður til skiptis. Katla var spurð af því hvernig það væri fyrir leikmann að spila undir leiðsögn Jonna. „Það er mjög gaman. Jonni talar mikið, mjög mikið,“ segir Katla og hlær áður en hún heldur áfram, „en hann veit það alveg sjálfur og hann er samt ekkert að bulla. Við dýrkum hann allar. Ástæðan fyrir því að okkur gengur vel er þetta þjálfarateymi, Jonni og Hössi, þeir eru frábærir saman því þeir vega svo vel á móti hvorum öðrum. Þetta er að ganga ótrúlega vel, það er gaman á æfingum og hann er alltaf hress sama hvernig gengur hjá okkur. Jonni hefur óbilandi trú á okkur og lætur okkur trúa þessu sjálfar sem er bara geggjað. Geggjað að spila fyrir svona þjálfara,“ svaraði Katla með bros á vör. Það er stutt á milli stríða í deildinni þetta tímabilið. Keflavík og Skallagrímur eiga annað einvígi strax aftur á miðvikudaginn næsta í Borgarnesi. Katla kveðst spennt fyrir því að mæta þeim aftur. „Klárlega. Það er bara strax aftur á miðvikudaginn. Það er ekki mikið af pásum í þessu. Við erum búnar að spila allar helgar og alla miðvikudaga í þessum mánuði sem er bara gaman. Við erum ungar og ferskar þannig við erum bara spenntar,“ sagði Katla Rún Garðarsdóttir að lokum.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira