Enski boltinn

Stærsti sjónvarpssamningur sögunnar fyrir kvennadeild: „Stórkostlegt skref fram á við“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir í baráttu við dönsku landsliðskonuna Pernille Harder.
Dagný Brynjarsdóttir í baráttu við dönsku landsliðskonuna Pernille Harder. getty/Catherine Ivill

Sky Sports og BBC hafa keypt réttinn á ensku ofurdeildinni til þriggja ára. Talið er að samningurinn sé um 24 milljóna punda virði og er þetta stærsti sjónvarpssamningur sem gerður hefur verið fyrir kvennadeild í heiminum.

Þrír fjórðu upphæðarinnar fyrir sjónvarpssamninginn rennur til ensku ofurdeildarinnar og einn fjórði til B-deildarinnar. Hluti upphæðarinnar verður notaður til að styrkja innviði kvennaboltans.

Samningurinn tekur gildi eftir þetta tímabil og gildir út tímabilið 2023-24.

Sky Sports mun sýna allt að 44 leiki beint og BBC sýnir 22 leiki. Leikirnir sem verða ekki sýndir á Sky Sports eða BBC verða sýndir á heimasíðu enska knattspyrnusambandsins.

Steph Houghton, fyrirliði enska landsliðsins og Manchester City, segir að nýi sjónvarpssamningurinn marki tímamót.

„Þetta er stórkostlegt skref fram á við fyrir kvennaboltann og við getum ekki beðið eftir að sýna heiminum hversu frábæra deild við erum með,“ sagði Houghton.

„Það er ótrúlegt hvernig kvennaboltinn hér hefur þróast síðustu ár. Ég held að þetta hjálpi til við að gera deildina okkar þá bestu í Evrópu, ef ekki í heiminum.“

Þrír fjórðu upphæðarinnar fyrir sjónvarpssamninginn rennur til ensku ofurdeildarinnar og einn fjórði til B-deildarinnar. Hluti upphæðarinnar verður notaður til að styrkja innviði kvennaboltans.

Dagný Brynjarsdóttir leikur með West Ham United og þá er Cecilía Rán Rúnarsdóttir gengin í raðir Everton en hefur verið lánaður til Örebro í Svíþjóð. Þá leikur norska landsliðskonan María Þórisdóttir með Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×