Sóttvarnalæknir lagði til strangari reglur fyrir veitingastaði og útfarir Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 16:05 Reglugerð ráðherra gerir ráð fyrir að hámarksfjöldi gesta í rými á veitingastöðum verði tuttugu manns. Sóttvarnalæknir lagði til að hámarkið yrði tíu manns. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra fylgdi tillögum sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaðgerðir vegna kórónuveirunnar í öllum meginatriðum. Sóttvarnalæknir lagði þó til enn strangari fjöldatakmörk við trúarathafnir og á veitingastöðum en teknar verða upp. Tíu manna samkomubann og verulegar takmarkanir á alls kyns starfsemi í samfélaginu vegna hópsýkinga svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Afbrigðið er talið meira smitandi og valda alvarlegri einkennum en þau afbrigði sem hafa greinst á Íslandi til þessa. Aðgerðirnar byggja á tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði fram í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ráðherra veik aðeins frá tillögunum hvað varðaði samkomutakmarkanir í athöfnum trú- og lífsskoðunarfélaga og á veitingastöðum. Sóttvarnalæknir lagði til að við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, þar á meðal útfarir, yrðu að hámarki tuttugu gestir í minnisblaði sínu. Ráðherra greindi frá því að þrjátíu manns fengju að vera viðstaddir í persónu. Í sóttvarnareglunum er aftur á móti kveðið á um að skrá skuli þá sem eru viðstaddir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Gestir þurfa þó ekki að sitja í númeruðum sætum. Skráningu gesta var ekki að finna í tillögum sóttvarnalæknis um athafnirnar. Á veitingastöðum vildi sóttvarnalæknir takmarka gestafjölda við tíu manns í rými. Ráðherra tilkynnti að tuttugu gætu verið í einu og sama rými veitingastaða. Í minnisblaðinu kemur fram að breska afbrigðið sé mun meira smitandi en flest önnur afbrigði kórónuveirunnar. Norskar rannsóknir bendi til þess að spítalainnlagnir af völdum hennar séu meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára. Að tillögu sóttvarnalæknis ná samkomutakmarkanir og tveggja metra fjarlægðarregla nú til barna. Hann lagði til að börn fædd 2005 og síðar yrðu ekki undanþegin fjöldatakmörkunum. Í reglugerð ráðherra er gert ráð fyrir að takmarkanirnar nái til allra sem eru fæddir árið 2014 eða fyrr. Börn í leikskólum eru undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum samkvæmt reglugerðinni sem tekur gildi á miðnætti í samræmi við tillögu Þórólfs. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Tíu manna samkomubann og verulegar takmarkanir á alls kyns starfsemi í samfélaginu vegna hópsýkinga svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Afbrigðið er talið meira smitandi og valda alvarlegri einkennum en þau afbrigði sem hafa greinst á Íslandi til þessa. Aðgerðirnar byggja á tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði fram í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ráðherra veik aðeins frá tillögunum hvað varðaði samkomutakmarkanir í athöfnum trú- og lífsskoðunarfélaga og á veitingastöðum. Sóttvarnalæknir lagði til að við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, þar á meðal útfarir, yrðu að hámarki tuttugu gestir í minnisblaði sínu. Ráðherra greindi frá því að þrjátíu manns fengju að vera viðstaddir í persónu. Í sóttvarnareglunum er aftur á móti kveðið á um að skrá skuli þá sem eru viðstaddir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Gestir þurfa þó ekki að sitja í númeruðum sætum. Skráningu gesta var ekki að finna í tillögum sóttvarnalæknis um athafnirnar. Á veitingastöðum vildi sóttvarnalæknir takmarka gestafjölda við tíu manns í rými. Ráðherra tilkynnti að tuttugu gætu verið í einu og sama rými veitingastaða. Í minnisblaðinu kemur fram að breska afbrigðið sé mun meira smitandi en flest önnur afbrigði kórónuveirunnar. Norskar rannsóknir bendi til þess að spítalainnlagnir af völdum hennar séu meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára. Að tillögu sóttvarnalæknis ná samkomutakmarkanir og tveggja metra fjarlægðarregla nú til barna. Hann lagði til að börn fædd 2005 og síðar yrðu ekki undanþegin fjöldatakmörkunum. Í reglugerð ráðherra er gert ráð fyrir að takmarkanirnar nái til allra sem eru fæddir árið 2014 eða fyrr. Börn í leikskólum eru undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum samkvæmt reglugerðinni sem tekur gildi á miðnætti í samræmi við tillögu Þórólfs.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09
Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14