Fótbolti

Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi: Alfons bakvörður og Ragnar á bekknum

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðasta áratuginn.
Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðasta áratuginn. @footballiceland

Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. Ísland mætir Þýskalandi í undankeppni HM kl. 19.45 í Duisburg.

Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki getað æft af fullum krafti í vikunni og er á varamannabekknum. Birkir Már Sævarsson tekur út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta landsleik, gegn Englandi í Þjóðadeildinni í nóvember.

Sverrir Ingi Ingason er í miðri vörn Íslands í stað Ragnars Sigurðssonar sem hefur sáralítið spilað í vetur. Alfons Sampsted fær tækifæri í stöðu hægri bakvarðar í sínum fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið en hann á leikjametið með U21-landsliðinu með 30 leiki.

Byrjunarliðið í kvöld er þannig skipað:

Markmaður: Hannes Þór Halldórsson.

Varnarmenn: Alfons Sampsted, Kári Árnason, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon.

Miðjumenn: Arnór Ingvi Traustason, Guðlaugur Victor Pálsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason.

Sóknarmaður: Jón Daði Böðvarsson.

Íslensku strákarnir í rólegheitum á vellinum í Duisburg í kvöld áður en formleg upphitun hófst.Getty/Martin Rose

Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á Vísi og honum verða gerð góð skil hér á vefnum í kvöld.


Tengdar fréttir

Gylfi Þór dregur sig úr landsliðshópnum

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með íslenska landsliðinu sem spilar þrjá leiki í Undankeppni HM í lok mánaðarins. KSÍ greinir frá þessu á Twitter síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×