Segja leikstíl Ísaks Bergmanns svipa til Luka Modrić Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 07:00 Ísak Bergmann í leik gegn Ítalíu í undankeppni EM. Vísir/Vilhelm Ísak Bergmann Jóhannesson hóf 4-1 tap íslenska U-21 árs landsliðsins gegn Rússlandi á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi en ef marka má sérfræðinga The Athletic myndu hæfileikar hans nýtast betur á miðri miðjunni. Vísir greindi frá því að knattspyrnusamband Evrópu hefði tekið saman lista yfir einn leikmann úr hverju liði sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Ísak Bergmann Jóhannesson var sá Íslendingur sem var nefndur til sögunnar. Nú hefur íþróttamiðillinn The Athletic tekið í sama streng en íþróttavefmiðillinn birti tíu leikmenn sem áhorfendur ættu svo sannarlega ekki að láta fram hjá sér fara. Ísak Bergmann er þar á meðal ásamt tveimur öðrum úr riðli okkar Íslendinga. Fedor Chalov – fremherji Rússlands sem við fengum að kynnast aðeins of vel í 4-1 tapi Íslands í gær – og svo hinn ungi Wahid Faghir hjá Danmörku. Í greininni segir að Ísak Bergmann sé eftirsóttur af fjölda stórliða Evrópu, þar á meðal Juventus, Inter Milan og Manchester United. „Þess örvfætti leikmaður var byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er einkar fjölhæfur. Getur hann spilað annað hvort úti á væng eða miðsvæðis. Þrátt fyrir ungan aldur er hann mjög yfirvegaður á boltann og tekur reglulega þátt í sóknaruppbyggingu liðsins með stuttum, snöggum sendingum,“ segir í grein Athletic. Scamacca scores the first goal for Italy in the #U21EURO Championship!I looked in to his profile below, as a key player to look out for in the tournament https://t.co/jVm8cpWzIo— Mark Carey (@MarkCarey93) March 24, 2021 „Sköpunargetan helst í hendur við yfirvegun Ísaks á boltann en hann lagði alls upp níu mörk í deildinni á síðasta tímabili. Miðað við spilaðar mínútur þá var hann í sjöunda sæti yfir flestar stoðsendingar í sænsku úrvalsdeildinni.“ „Samkvæmt algrím smarterscout þá svipar leikstíll Ísaks Bergmanns til Luka Modrić hjá Real Madrid, miðjumaður sem tengir vörn og sókn vel saman – ekki slæmur leikmaður til að vera líkt við.“ Ísak Bergmann náði því miður lítið að sýna í slæmu tapi íslenska liðsins gegn Rússum í gær. Eins og áður kom fram hóf hann leik á hægri vængnum en hver veit nema hann fái tækifæri á miðjunni í næsta leik. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 „Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. 25. mars 2021 20:20 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Vísir greindi frá því að knattspyrnusamband Evrópu hefði tekið saman lista yfir einn leikmann úr hverju liði sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Ísak Bergmann Jóhannesson var sá Íslendingur sem var nefndur til sögunnar. Nú hefur íþróttamiðillinn The Athletic tekið í sama streng en íþróttavefmiðillinn birti tíu leikmenn sem áhorfendur ættu svo sannarlega ekki að láta fram hjá sér fara. Ísak Bergmann er þar á meðal ásamt tveimur öðrum úr riðli okkar Íslendinga. Fedor Chalov – fremherji Rússlands sem við fengum að kynnast aðeins of vel í 4-1 tapi Íslands í gær – og svo hinn ungi Wahid Faghir hjá Danmörku. Í greininni segir að Ísak Bergmann sé eftirsóttur af fjölda stórliða Evrópu, þar á meðal Juventus, Inter Milan og Manchester United. „Þess örvfætti leikmaður var byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er einkar fjölhæfur. Getur hann spilað annað hvort úti á væng eða miðsvæðis. Þrátt fyrir ungan aldur er hann mjög yfirvegaður á boltann og tekur reglulega þátt í sóknaruppbyggingu liðsins með stuttum, snöggum sendingum,“ segir í grein Athletic. Scamacca scores the first goal for Italy in the #U21EURO Championship!I looked in to his profile below, as a key player to look out for in the tournament https://t.co/jVm8cpWzIo— Mark Carey (@MarkCarey93) March 24, 2021 „Sköpunargetan helst í hendur við yfirvegun Ísaks á boltann en hann lagði alls upp níu mörk í deildinni á síðasta tímabili. Miðað við spilaðar mínútur þá var hann í sjöunda sæti yfir flestar stoðsendingar í sænsku úrvalsdeildinni.“ „Samkvæmt algrím smarterscout þá svipar leikstíll Ísaks Bergmanns til Luka Modrić hjá Real Madrid, miðjumaður sem tengir vörn og sókn vel saman – ekki slæmur leikmaður til að vera líkt við.“ Ísak Bergmann náði því miður lítið að sýna í slæmu tapi íslenska liðsins gegn Rússum í gær. Eins og áður kom fram hóf hann leik á hægri vængnum en hver veit nema hann fái tækifæri á miðjunni í næsta leik.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 „Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. 25. mars 2021 20:20 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50
„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. 25. mars 2021 20:20