Zlatan lagði upp sigurmark og Grikkir náðu í stig á Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 22:30 Svíar unnu 1-0 sigur í endurkomu Zlatans. EPA-EFE/Janerik Henriksson Fjöldinn allur af leikjum fór fram í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld. Þar ber helsta að nefna endurkomu Zlatan Ibrahimović í sænska landsliðið og óvænt 1-1 jafntefli á Spáni. Þá vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu í riðli okkar Íslendinga. B-riðill Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með knattspyrnu að Zlatan Ibrahimović er mættur aftur í sænska landsliðið. Hann lagði upp eina mark leiksins á 35. mínútu er Viktor Claesson kom Svíþjóð yfir gegn Georgíu. Lokatölur 1-0 Svíþjóð í vil og þrjú stig í pokann. Í hinum leik riðilsins mættust Spánn og Grikkland. Álvaro Morata kom Spánverjum yfir þegar rétt rúmlega hálftími var liðinn eftir sendingu fyrrum samherja síns Koke en þeir léku báðir með Atlético Madrid á sínum tíma. Staðan 1-0 í hálfleik en á 57. mínútu braut Iñigo Martínez af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Anastasios Bakasetas fór á punktinn og jafnaði metin. C-riðill Ítalía átti ekki í miklum vandræðum með Norður-Írland í kvöld. Domenico Berardi kom heimamönnum yfir þegar rétt stundarfjórðungur var liðinn. Ciro Immobile tvöfaldaði svo forystuna áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins. Þessir tveir skoruðu mörk Ítalíu í kvöld.EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI F-riðill Í Skotlandi var Austurríki í heimsókn. Sasa Kalajdzic kom gestunum yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Grant Hanley jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Saša Kalajdžić kom Austurríki yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en aftur tókst Skotum að jafna metin. Þar var að verki John McGuinn, leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur 2-2 í Skotlandi. Meinhard Olsen tryggði Færeyingum svo stig gegn Moldóvu á útivelli. Lokatölur þar 1-1 og Færeyingar flaust sáttir með stigið eftir að hafa lent undir strax á 9. mínútu leiksins. J-riðill Í riðli okkar Íslendinga vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu. Florin Tanase kom Rúmeníu 1-0 yfir í fyrri hálfleik. Valentin Mihaila tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Arjan Ademi og Aleksandar Trajkovski jöfnuðu metin fyrir gestina með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum seint í leiknum. Ianis Hagi steig þá upp og tryggði Rúmeníu 3-2 sigur. Þá vann Armenía 1-0 útisigur á Liechtenstein. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Sviss og Danmörk byrja undankeppnina á útisigrum Sviss og Danmörk byrja undankeppnina fyrir HM 2022 í Katar á góðum útisigrum. Sviss vann Búlgaríu 3-1 á meðan Danmörk vann Ísrael 2-0. 25. mars 2021 19:05 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-0 | Martraðarbyrjun í fyrsta leiknum undir stjórn Arnars Þórs Þýskaland vann fyrirhafnarlítinn sigur á Íslandi, 3-0, í Duisburg í undankeppni HM 2022 í kvöld. Leon Goretzka, Kai Havertz og Ilkay Gündogan skoruðu mörk þýska liðsins í leiknum. 25. mars 2021 21:34 England skoraði fimm | Dramatík í Ungverjalandi England hóf undankeppni HM 2022 í Katar með 5-0 sigri á San Marínó í I-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins voru töluvert meira spennandi. Ungverjaland og Pólland gerði 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik og Albanía vann Andorra. 25. mars 2021 21:45 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Þá vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu í riðli okkar Íslendinga. B-riðill Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með knattspyrnu að Zlatan Ibrahimović er mættur aftur í sænska landsliðið. Hann lagði upp eina mark leiksins á 35. mínútu er Viktor Claesson kom Svíþjóð yfir gegn Georgíu. Lokatölur 1-0 Svíþjóð í vil og þrjú stig í pokann. Í hinum leik riðilsins mættust Spánn og Grikkland. Álvaro Morata kom Spánverjum yfir þegar rétt rúmlega hálftími var liðinn eftir sendingu fyrrum samherja síns Koke en þeir léku báðir með Atlético Madrid á sínum tíma. Staðan 1-0 í hálfleik en á 57. mínútu braut Iñigo Martínez af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Anastasios Bakasetas fór á punktinn og jafnaði metin. C-riðill Ítalía átti ekki í miklum vandræðum með Norður-Írland í kvöld. Domenico Berardi kom heimamönnum yfir þegar rétt stundarfjórðungur var liðinn. Ciro Immobile tvöfaldaði svo forystuna áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins. Þessir tveir skoruðu mörk Ítalíu í kvöld.EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI F-riðill Í Skotlandi var Austurríki í heimsókn. Sasa Kalajdzic kom gestunum yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Grant Hanley jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Saša Kalajdžić kom Austurríki yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en aftur tókst Skotum að jafna metin. Þar var að verki John McGuinn, leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur 2-2 í Skotlandi. Meinhard Olsen tryggði Færeyingum svo stig gegn Moldóvu á útivelli. Lokatölur þar 1-1 og Færeyingar flaust sáttir með stigið eftir að hafa lent undir strax á 9. mínútu leiksins. J-riðill Í riðli okkar Íslendinga vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu. Florin Tanase kom Rúmeníu 1-0 yfir í fyrri hálfleik. Valentin Mihaila tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Arjan Ademi og Aleksandar Trajkovski jöfnuðu metin fyrir gestina með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum seint í leiknum. Ianis Hagi steig þá upp og tryggði Rúmeníu 3-2 sigur. Þá vann Armenía 1-0 útisigur á Liechtenstein.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Sviss og Danmörk byrja undankeppnina á útisigrum Sviss og Danmörk byrja undankeppnina fyrir HM 2022 í Katar á góðum útisigrum. Sviss vann Búlgaríu 3-1 á meðan Danmörk vann Ísrael 2-0. 25. mars 2021 19:05 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-0 | Martraðarbyrjun í fyrsta leiknum undir stjórn Arnars Þórs Þýskaland vann fyrirhafnarlítinn sigur á Íslandi, 3-0, í Duisburg í undankeppni HM 2022 í kvöld. Leon Goretzka, Kai Havertz og Ilkay Gündogan skoruðu mörk þýska liðsins í leiknum. 25. mars 2021 21:34 England skoraði fimm | Dramatík í Ungverjalandi England hóf undankeppni HM 2022 í Katar með 5-0 sigri á San Marínó í I-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins voru töluvert meira spennandi. Ungverjaland og Pólland gerði 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik og Albanía vann Andorra. 25. mars 2021 21:45 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Sviss og Danmörk byrja undankeppnina á útisigrum Sviss og Danmörk byrja undankeppnina fyrir HM 2022 í Katar á góðum útisigrum. Sviss vann Búlgaríu 3-1 á meðan Danmörk vann Ísrael 2-0. 25. mars 2021 19:05
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-0 | Martraðarbyrjun í fyrsta leiknum undir stjórn Arnars Þórs Þýskaland vann fyrirhafnarlítinn sigur á Íslandi, 3-0, í Duisburg í undankeppni HM 2022 í kvöld. Leon Goretzka, Kai Havertz og Ilkay Gündogan skoruðu mörk þýska liðsins í leiknum. 25. mars 2021 21:34
England skoraði fimm | Dramatík í Ungverjalandi England hóf undankeppni HM 2022 í Katar með 5-0 sigri á San Marínó í I-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins voru töluvert meira spennandi. Ungverjaland og Pólland gerði 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik og Albanía vann Andorra. 25. mars 2021 21:45