Fótbolti

Andrea, Anna og Berglind spiluðu allan leikinn í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Berglind Björg

Íslendingalið Le Havre er í slæmum málum í neðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og tapaði enn einum leiknum í dag.

Anna Björk Kristjánsdóttir, Andrea Rán Hauksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru allar í byrjunarliði Le Havre sem heimsótti Stade de Reims í dag.

Heimakonur komust yfir eftir rúmlega hálftíma leik en Ashley Clark jafnaði metin fyrir Le Havre fyrir leikhlé. Staðan var jöfn þar til á 74.mínútu þegar Melissa Herrera kom heimakonum aftur í forystu.

2-1 lokatölur og er Le Havre fimm stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðum er ólokið í deildinni.

Svava Rós Guðmundsdóttir var ekki í leikmannahópi Bordeaux þegar liðið lagði Fleury 91 að velli, 1-2, í sömu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×