Fótbolti

Ronaldo útskýrir brjálæðiskastið eftir að hafa verið rændur marki

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ronaldo átti bágt með að trúa mistökum línuvarðarins.
Ronaldo átti bágt með að trúa mistökum línuvarðarins. vísir/Getty

Cristiano Ronaldo var rændur marki í gærkvöldi þegar Portúgal gerði 2-2 jafntefli við Serbíu í undankeppni HM 2022.

Eftir að Diogo Jota hafði komið Portúgölum í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik komu Serbar til baka og náðu að jafna leikinn í 2-2. 

Fyrirliði Portúgals, Cristiano Ronaldo, virtist hins vegar vera að tryggja sigurinn þegar hann kom boltanum yfir marklínuna í uppbótartíma. 

Dómari leiksins gerði sig hins vegar sekan um slæm mistök þar sem hann virðist ekki hafa séð að boltinn hafi farið inn og lét hann því leikinn halda áfram og flautaði svo skömmu síðar til leiksloka.

Óhætt er að segja að Ronaldo hafi tryllst af reiði en hann labbaði út af vellinum áður en dómarinn hafði flautað til leiksloka, henti af sér fyrirliðabandinu og lét öllum illum látum á meðan hann yfirgaf völlinn.

Ronaldo útskýrði reiði sína með færslu á Instagram seint í gærkvöldi.

„Að vera landsliðsfyrirliði Portúgals eru ein mestu forréttindin í mínu lífi og fyllir mig stolti. Ég gef alltaf og mun alltaf gefa allt sem ég á fyrir þjóðina mína, það mun aldrei breytast. Stundum koma upp atvik sem er erfitt að bregðast við, til dæmis þegar manni líður eins og verið sé að skaða heila þjóð,“ segir Ronaldo í færslu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×