Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 12:26 Kári segist ekki trúa því að af litakóðakerfi stjórnvalda á landamærunum verði. Fyrirhugað er að það taki gildi 1. maí. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann meðal annars breska afbrigði kórónuveirunnar, sem nú er ríkjandi hér á landi og víðar um heim. Hann segir veiruna stökkbreytast í fjórða hvert skipti sem hún flyst á milli manna. „Þessi veira er búin að dreifa sér svo mikið að hún hefur haft tækifæri til að stökkbreytast alveg gífurlega mikið. Það er eðli svona veiru að stökkbreytast þannig að hún geti flust á milli fólks, auðveldar. Það endar þannig að sú stökkbreyting sem leiðir til veiru sem flyst auðveldast á milli, hún blífur. Hún fer að ríkja í þeim sem sýkjast,“ sagði Kári í viðtalinu. Hann telur þá að framtíðarstökkbreytingar veirunnar geti leitt til þess að hún verði meira smitandi, en leiði til minni veikinda. „Ef þú veltir fyrir þér hagsmunum, innan gæsalappa, veirunnar. Ef það eru hagsmunir veirunnar að vera sem víðast og koma sem víðast, þá þjónar það hagsmunum veirunnar að vera eins skaðlítil og mögulegt er. Þannig að ef maður horfir til mjög langs tíma, þá er líklegt að veiran verði skaðminni og skaðminni, en flytjist hraðar á milli.“ „Gjörsamlega út í hött“ Kári kvaðst þá telja ólíklegt að af fyrirætlunum stjórnvalda yrði, um að styðjast við svokallað litakóðunarkerfi þegar fólki er hleypt inn í landið, frá og með 1. maí. Þá yrði nóg fyrir ferðamenn með bólusetningar- eða mótefnavottorð að framvísa þeim við komuna til landsins og þyrftu þeir því ekki að sæta sóttkví. Eins yrði nóg fyrir ferðamenn frá löndum sem skilgreind eru sem græn að framvísa neikvæðu PCR-prófi frá brottfararstað og undirgangast einfalda skimun á landamærum án sóttkvíar. „Sú tillaga er einhvers staðar á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg. Það er alveg gjörsamlega út í hött.“ Hann telji ríkisstjórnina þó almennt hafa staðið sig vel, þar sem hún hafi farið að ráðum sóttvarnayfirvalda og ekki tranað sér fram í faraldrinum. Það sé lofsvert. Svona verður fyrirkomulagið. „En þessi tillaga, ég veit ekki hvaðan hún kom. Hún kom ekki frá sóttvarnayfirvöldum. Ég held að hún hafi byggst bara á óskhyggju, og ég er handviss um að það verður aldrei regla sem við förum eftir. Ég hef enga trú á að menn haldi í þetta, þetta er svo heimskulegt,“ sagði Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í Sprengisandi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann meðal annars breska afbrigði kórónuveirunnar, sem nú er ríkjandi hér á landi og víðar um heim. Hann segir veiruna stökkbreytast í fjórða hvert skipti sem hún flyst á milli manna. „Þessi veira er búin að dreifa sér svo mikið að hún hefur haft tækifæri til að stökkbreytast alveg gífurlega mikið. Það er eðli svona veiru að stökkbreytast þannig að hún geti flust á milli fólks, auðveldar. Það endar þannig að sú stökkbreyting sem leiðir til veiru sem flyst auðveldast á milli, hún blífur. Hún fer að ríkja í þeim sem sýkjast,“ sagði Kári í viðtalinu. Hann telur þá að framtíðarstökkbreytingar veirunnar geti leitt til þess að hún verði meira smitandi, en leiði til minni veikinda. „Ef þú veltir fyrir þér hagsmunum, innan gæsalappa, veirunnar. Ef það eru hagsmunir veirunnar að vera sem víðast og koma sem víðast, þá þjónar það hagsmunum veirunnar að vera eins skaðlítil og mögulegt er. Þannig að ef maður horfir til mjög langs tíma, þá er líklegt að veiran verði skaðminni og skaðminni, en flytjist hraðar á milli.“ „Gjörsamlega út í hött“ Kári kvaðst þá telja ólíklegt að af fyrirætlunum stjórnvalda yrði, um að styðjast við svokallað litakóðunarkerfi þegar fólki er hleypt inn í landið, frá og með 1. maí. Þá yrði nóg fyrir ferðamenn með bólusetningar- eða mótefnavottorð að framvísa þeim við komuna til landsins og þyrftu þeir því ekki að sæta sóttkví. Eins yrði nóg fyrir ferðamenn frá löndum sem skilgreind eru sem græn að framvísa neikvæðu PCR-prófi frá brottfararstað og undirgangast einfalda skimun á landamærum án sóttkvíar. „Sú tillaga er einhvers staðar á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg. Það er alveg gjörsamlega út í hött.“ Hann telji ríkisstjórnina þó almennt hafa staðið sig vel, þar sem hún hafi farið að ráðum sóttvarnayfirvalda og ekki tranað sér fram í faraldrinum. Það sé lofsvert. Svona verður fyrirkomulagið. „En þessi tillaga, ég veit ekki hvaðan hún kom. Hún kom ekki frá sóttvarnayfirvöldum. Ég held að hún hafi byggst bara á óskhyggju, og ég er handviss um að það verður aldrei regla sem við förum eftir. Ég hef enga trú á að menn haldi í þetta, þetta er svo heimskulegt,“ sagði Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í Sprengisandi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Sjá meira