Fótbolti

Vítaklúður og sjálfsmark þegar heimsmeistararnir komust á beinu brautina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mbappe brenndi af vítaspyrnu í Kasakstan.
Mbappe brenndi af vítaspyrnu í Kasakstan. Aurelien Meunier/Getty

Heimsmeistarar Frakklands hristu af sér slenið og náðu í sinn fyrsta sigur í undankeppni HM 2022 þegar þeir heimsóttu Kasakstan í fyrsta leik dagsins.

Frakkar gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Úkraínu í fyrstu umferð á dögunum og tefldu fram sterku byrjunarliði í Kasakstan í dag.

Ousmane Dembele kom Frökkum í forystu eftir tuttugu mínútna leik þegar hann skoraði eftir undirbúning Anthony Martial. 

0-1 varð 0-2 þegar Sergiy Malyi varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Kylian Mbappe fékk besta færi síðari hálfleiks en tókst ekki að skora þar sem hann brenndi af vítaspyrnu á 75.mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×