Fótbolti

Fyrst og fremst vorum við sjálfum okkur verstir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Einar var eðlilega ekki sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins í dag.
Aron Einar var eðlilega ekki sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins í dag. Getty/ Martin Rose

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, talaði hreint út eftir 2-0 tap Íslands í Armeníu er liðin mættust í undankeppni HM 2022. Aron Einar sagði liðið hafa verið sjálfu sér verst og það þarf þurfi að fara aftur í grunnatriðin.

„Fyrst og fremst vorum við bara sjálfum okkur verstir. Við áttum ekkert skilið úr þessum leik ef ég á að vera alveg heiðarlegur við þig,“ sagði Aron Einar í viðtali við RÚV að leik loknum.

Fyrirliðinn hélt svo áfram og sagði liðið einfaldlega hafa skort liðsheild.

„Fórum að gera þetta sem einstaklingar frekar en að gera þetta sem lið. Eins og það væri smá „panic“ í okkur. Við fórum að gera þetta sem einstaklingar frekar en að vera þolinmoðir og gera þetta sem lið.“

„Fullt kredit á Armeníu, þeir spiluðu sinn leik og við vissum við hverju átti að búast. Lið sem vinnur fyrir hvort annað og refsa þegar það er hægt. Þeir litu út fyrir að vilja vinna þessa fyrstu bolta og seinni bolta. Við þurfum að fara í grunninn. Við þurfum að líta inn á við og horfa í spegil, það er bara „back to basics.“ Það er erfitt að meta þetta svona strax eftir leik.“

„Eins og ég sagði áðan vorum við ekki að gera þetta sem heild í kvöld. Mér fannst við of stressaðir. Við getum gert miklu betur, þurfum að skoða þetta betur. Fara aftur í grunninn: berjast fyrir hvorn anna og keyra þetta í gang.“

„Held þetta sé samblanda af báðu. Reiður út í okkur sjálfa að nýta ekki tækifærið og koma þessari undankeppni í gang. Þurfum að koma henni í gang gegn Liechtenstein. Þetta er ekki búið, það er bara áfram gakk. Blanda af svekkelsi og reiði því við áttum ekkert skilið úr þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson að endingu aðspurður hvort hann væri reiður eða svekktur í leikslok.


Tengdar fréttir

„Þú átt ekki að vinna neinn leik“

„Þú átt ekki að vinna neinn leik nema þú eigir það skilið,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Moldóvu í kvöld, þegar Jóhann var spurður út í hvort að þetta hefði verið skyldusigur í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×