Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2021 09:33 Íslenska karlalandsliðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ / POOL Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. Í hlaðvarpinu The Mike Show í gær ýjaði Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, að því að Gylfi hefði ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna ósættis við Eið Smára, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vísaði þessum sögusögnum á bug í skriflegu svari til Vísis í gær og samkvæmt heimildarmönnum Vísis, bæði úr herbúðum KSÍ og aðilum tengdum Gylfa Þór sjálfum, eiga fullyrðingar Guðjóns ekki við rök að styðjast. Við sama tón kveður í viðtali RÚV við Arnar Þór í dag. Þar segir hann orð Guðjóns vera hrein og klár ósannindi. „Ég ber virðingu fyrir Guðjóni Þórðarsyni og lék undir hans stjórn á sínum tíma í landsliðinu en svona ummæli eru sorgleg og þetta eru bara hrein og klár ósannindi,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir ummæli Guðjóns Þórðarsonar um samband Eiðs Smára og Gylfa Þórs hrein og klár ósannindi.Þá leyfði Vålerenga Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsliðsverkefni. Því var aldrei í boði að velja Viðar.— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 29, 2021 „Það heyrðist nú bara á þessari umræðu og þessum vettvangi sem ummælin féllu. Þetta er fyrir neðan allar hellur og dæmir sig svolítið sjálft. Það er ekkert til í þessu.“ Arnar Þór hefur fengið talsvert mikla gagnrýni fyrir að velja Viðar Örn ekki í landsliðshópinn, sérstaklega eftir að Björn Bergmann Sigurðarson hrökk úr skaftinu. Samkvæmt því sem RÚV hefur eftir Arnari Þór leyfði félag Viðars Arnar, Vålerenga í Noregi, honum ekki að fara í landsliðsverkefnið í þessum mánuði. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppni HM 2022 án þess að skora mark. Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz í þriðja leik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00 Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Í hlaðvarpinu The Mike Show í gær ýjaði Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, að því að Gylfi hefði ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna ósættis við Eið Smára, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vísaði þessum sögusögnum á bug í skriflegu svari til Vísis í gær og samkvæmt heimildarmönnum Vísis, bæði úr herbúðum KSÍ og aðilum tengdum Gylfa Þór sjálfum, eiga fullyrðingar Guðjóns ekki við rök að styðjast. Við sama tón kveður í viðtali RÚV við Arnar Þór í dag. Þar segir hann orð Guðjóns vera hrein og klár ósannindi. „Ég ber virðingu fyrir Guðjóni Þórðarsyni og lék undir hans stjórn á sínum tíma í landsliðinu en svona ummæli eru sorgleg og þetta eru bara hrein og klár ósannindi,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir ummæli Guðjóns Þórðarsonar um samband Eiðs Smára og Gylfa Þórs hrein og klár ósannindi.Þá leyfði Vålerenga Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsliðsverkefni. Því var aldrei í boði að velja Viðar.— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 29, 2021 „Það heyrðist nú bara á þessari umræðu og þessum vettvangi sem ummælin féllu. Þetta er fyrir neðan allar hellur og dæmir sig svolítið sjálft. Það er ekkert til í þessu.“ Arnar Þór hefur fengið talsvert mikla gagnrýni fyrir að velja Viðar Örn ekki í landsliðshópinn, sérstaklega eftir að Björn Bergmann Sigurðarson hrökk úr skaftinu. Samkvæmt því sem RÚV hefur eftir Arnari Þór leyfði félag Viðars Arnar, Vålerenga í Noregi, honum ekki að fara í landsliðsverkefnið í þessum mánuði. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppni HM 2022 án þess að skora mark. Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz í þriðja leik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00 Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13
Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00
Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25