Viðar blæs á fullyrðingar Arnars: „Ég átti allavega aldrei að vera valinn“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 11:25 Viðar Örn Kjartansson skoraði í síðasta landsleik sem hann spilaði, á Parken í nóvember. Arnar Þór Viðarsson valdi aðra leikmenn á hans kostnað í yfirstandandi landsliðsverkefni. EPA „Þetta er komið gott,“ segir Viðar Örn Kjartansson sem segist ekki hafa mikinn áhuga sem stendur á því að snúa aftur í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara ljúga því að ekki hafi verið hægt að velja Viðar í landsliðið fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. Arnar sagði meðal annars við RÚV í dag að norska félagið Vålerenga hefði ekki viljað hleypa Viðari í landsleikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein. Því hefði aldrei verið í boði að velja Viðar í landsliðshópinn. „Nei, þetta er ekki rétt. Ég var í sambandi við Vålerenga allan tímann á meðan þetta var að gerast,“ sagði Viðar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Viðar um ummæli Arnars Vålerenga hafði samkvæmt reglum FIFA rétt á að meina Viðari að fara í landsleiki en á það reyndi aldrei. Norska félagið leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Sam Adekugbe að fara í landsleiki vestur yfir haf. „Þú velur fyrst 35-40 manna landsliðshóp eða eitthvað slíkt og Vålerenga fékk senda spurningu um hvort ég væri „available“. Það áttu að koma einhverjar nýjar reglur um sóttkví í Noregi og annað og þeir sögðu bara: „látið okkur vita þegar þið veljið endanlega hópinn og við tölum svo saman“. Þeir hleyptu meðal annars leikmanni til að spila með kanadíska landsliðinu, og svo var leikmaður sem átti að vera í norska landsliðinu en komst ekki út af meiðslum. Það er því mjög ólíklegt að þeir hefðu bannað bara mér að fara. Svo var ég að spyrja íþróttastjórann sem sagði mér að þeir [starfsmenn Vålerenga] hefðu ekkert heyrt meira frá þeim [starfsmönnum KSÍ],“ sagði Viðar. „Voðalega þreytt umræða og skrýtin“ Af hverju var þá Arnar að koma með þessar fullyrðingar núna, eftir að hafa hingað til útskýrt fjarveru Viðars með því að hann teldi aðra leikmenn henta betur? „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta orðin voðalega þreytt umræða og skrýtin, og leiðinlegt að horfa á hvernig þetta er á hverjum degi. Þetta er bara alls ekki rétt og ég skil ekki af hverju það er. Hvort að þetta sé einhver misskilningur hjá þeim en ég efa það því að svörin eru búin að vera önnur. Þetta er orðin löng umræða en þetta atriði er að minnsta kosti ekki rétt,“ sagði Viðar. Ríkharð sagði fólk hreinlega velta fyrir sér hvort að um eitthvað persónulegt væri að ræða á milli hans og landsliðsþjálfaranna, fyrst Viðar væri ekki í landsliðshópnum. Hvað vill hann segja um það? Hugsa að þetta sé „end of story“ „Ég veit það ekki. Ég trúi því nú ekki. Þeir hljóta að velja þá sem þeir telja besta fyrir hópinn. Ég átti allavega aldrei að vera valinn, það er alveg klárt,“ sagði Viðar. En er Viðar klár í slaginn ef hann verður valinn í næsta landsliðsverkefni? „Ég á eftir að hugsa út í það.“ Áhuginn hafi vissulega minnkað: „Það er svolítið mikið þannig. Ég hugsa að þetta sé „end of story“. Ég er ekki valinn í hópinn og ég reikna ekki með að vera valinn í framtíðinni. Þetta er komið gott.“ Viðtalið við Viðar má sjá hér að ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Arnar sagði meðal annars við RÚV í dag að norska félagið Vålerenga hefði ekki viljað hleypa Viðari í landsleikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein. Því hefði aldrei verið í boði að velja Viðar í landsliðshópinn. „Nei, þetta er ekki rétt. Ég var í sambandi við Vålerenga allan tímann á meðan þetta var að gerast,“ sagði Viðar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Viðar um ummæli Arnars Vålerenga hafði samkvæmt reglum FIFA rétt á að meina Viðari að fara í landsleiki en á það reyndi aldrei. Norska félagið leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Sam Adekugbe að fara í landsleiki vestur yfir haf. „Þú velur fyrst 35-40 manna landsliðshóp eða eitthvað slíkt og Vålerenga fékk senda spurningu um hvort ég væri „available“. Það áttu að koma einhverjar nýjar reglur um sóttkví í Noregi og annað og þeir sögðu bara: „látið okkur vita þegar þið veljið endanlega hópinn og við tölum svo saman“. Þeir hleyptu meðal annars leikmanni til að spila með kanadíska landsliðinu, og svo var leikmaður sem átti að vera í norska landsliðinu en komst ekki út af meiðslum. Það er því mjög ólíklegt að þeir hefðu bannað bara mér að fara. Svo var ég að spyrja íþróttastjórann sem sagði mér að þeir [starfsmenn Vålerenga] hefðu ekkert heyrt meira frá þeim [starfsmönnum KSÍ],“ sagði Viðar. „Voðalega þreytt umræða og skrýtin“ Af hverju var þá Arnar að koma með þessar fullyrðingar núna, eftir að hafa hingað til útskýrt fjarveru Viðars með því að hann teldi aðra leikmenn henta betur? „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta orðin voðalega þreytt umræða og skrýtin, og leiðinlegt að horfa á hvernig þetta er á hverjum degi. Þetta er bara alls ekki rétt og ég skil ekki af hverju það er. Hvort að þetta sé einhver misskilningur hjá þeim en ég efa það því að svörin eru búin að vera önnur. Þetta er orðin löng umræða en þetta atriði er að minnsta kosti ekki rétt,“ sagði Viðar. Ríkharð sagði fólk hreinlega velta fyrir sér hvort að um eitthvað persónulegt væri að ræða á milli hans og landsliðsþjálfaranna, fyrst Viðar væri ekki í landsliðshópnum. Hvað vill hann segja um það? Hugsa að þetta sé „end of story“ „Ég veit það ekki. Ég trúi því nú ekki. Þeir hljóta að velja þá sem þeir telja besta fyrir hópinn. Ég átti allavega aldrei að vera valinn, það er alveg klárt,“ sagði Viðar. En er Viðar klár í slaginn ef hann verður valinn í næsta landsliðsverkefni? „Ég á eftir að hugsa út í það.“ Áhuginn hafi vissulega minnkað: „Það er svolítið mikið þannig. Ég hugsa að þetta sé „end of story“. Ég er ekki valinn í hópinn og ég reikna ekki með að vera valinn í framtíðinni. Þetta er komið gott.“ Viðtalið við Viðar má sjá hér að ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira