Mögulegt byrjunarlið gegn Liechtenstein: Arnar með yngri fætur til taks Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2021 12:15 Jón Dagur Þorsteinsson gæti fengið tækifæri gegn Liechtenstein í kvöld eftir að hafa spilað vel á EM U21-landsliða. Getty/Peter Zador Ungir leikmenn gætu fengið að láta ljós sitt skína í dag í þriðja leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Sex leikmenn voru í byrjunarliðinu bæði gegn Þýskalandi og Armeníu en leikurinn við Liechtenstein í kvöld verður þriðji leikur Íslands á aðeins sjö dögum. Eftir innkomu fjögurra leikmanna úr U21-landsliðinu í A-landsliðshópinn er möguleiki á því fyrir Arnar að yngja byrjunarlið sitt verulega frá því í 2-0 tapinu gegn Armeníu. Meðalaldurinn í byrjunarliðinu þar var 30,5 ár. Mögulegt er að hinn átján ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson komi inn í byrjunarliðið og líklegt verður að teljast að Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikið hefur vel á EM U21, fái tækifæri í leiknum. Byrjunarlið Íslands í kvöld gæti litið svona út: Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson. Um er að ræða þriðja leikinn í undankeppni HM á aðeins sjö dögum. Þreyta gæti því farið að segja til sín hjá leikmönnum. Fjórir hafa spilað allar 180 mínúturnar, í töpunum gegn Þýskalandi og Armeníu. Þetta eru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, miðvarðaparið Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason, og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Arnar þjálfari sagði á blaðamannafundi í gær að meta þyrfti stöðuna á mönnum eftir æfingu til að sjá hvaða fætur væru nægilega ferskir til að byrja leikinn í kvöld. Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson hafa til viðbótar við hina fjóru fyrrnefndu verið í byrjunarliðinu í báðum leikjanna til þessa. Tveir meiddir og einn í banni Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni frá upprunalega landsliðshópnum sem Arnar valdi, þann 17. mars. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson meiddust í Armeníu á sunnudaginn, og Albert Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald í keppninni og er því í banni. Gylfi Þór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson drógu sig úr hópnum áður en hann kom fyrst saman í Þýskalandi í byrjun síðustu viku. Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til Liechtenstein frá Ungverjalandi, og Lars Lagerbäck er kominn aftur til móts við íslenska liðið eftir að hafa sleppt förinni til Armeníu vegna kórónuveirufaraldursins.@footballiceland Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki gegn Armeníu eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Þýskalandi en er enn í hópnum. Inn í hópinn eru komnir fjórir leikmenn úr U21-landsliðinu sem er á EM. Þetta eru miðjumennirnir Willum Þór Willumsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Alls eru því sex leikmenn í hópnum sem gjaldgengir voru á EM (fæddir 1998 eða síðar), því þar eru fyrir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson. Jón Daði fann sig ekki gegn Þýskalandi og Armeníu og Hólmbert Aron Friðjónsson gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu í kvöld. Hann hefur skorað tvö mörk í fimm landsleikjum og skoraði síðast þegar hann byrjaði í keppnisleik, gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í fyrra. HM 2022 í Katar Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Eftir innkomu fjögurra leikmanna úr U21-landsliðinu í A-landsliðshópinn er möguleiki á því fyrir Arnar að yngja byrjunarlið sitt verulega frá því í 2-0 tapinu gegn Armeníu. Meðalaldurinn í byrjunarliðinu þar var 30,5 ár. Mögulegt er að hinn átján ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson komi inn í byrjunarliðið og líklegt verður að teljast að Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikið hefur vel á EM U21, fái tækifæri í leiknum. Byrjunarlið Íslands í kvöld gæti litið svona út: Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson. Um er að ræða þriðja leikinn í undankeppni HM á aðeins sjö dögum. Þreyta gæti því farið að segja til sín hjá leikmönnum. Fjórir hafa spilað allar 180 mínúturnar, í töpunum gegn Þýskalandi og Armeníu. Þetta eru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, miðvarðaparið Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason, og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Arnar þjálfari sagði á blaðamannafundi í gær að meta þyrfti stöðuna á mönnum eftir æfingu til að sjá hvaða fætur væru nægilega ferskir til að byrja leikinn í kvöld. Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson hafa til viðbótar við hina fjóru fyrrnefndu verið í byrjunarliðinu í báðum leikjanna til þessa. Tveir meiddir og einn í banni Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni frá upprunalega landsliðshópnum sem Arnar valdi, þann 17. mars. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson meiddust í Armeníu á sunnudaginn, og Albert Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald í keppninni og er því í banni. Gylfi Þór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson drógu sig úr hópnum áður en hann kom fyrst saman í Þýskalandi í byrjun síðustu viku. Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til Liechtenstein frá Ungverjalandi, og Lars Lagerbäck er kominn aftur til móts við íslenska liðið eftir að hafa sleppt förinni til Armeníu vegna kórónuveirufaraldursins.@footballiceland Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki gegn Armeníu eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Þýskalandi en er enn í hópnum. Inn í hópinn eru komnir fjórir leikmenn úr U21-landsliðinu sem er á EM. Þetta eru miðjumennirnir Willum Þór Willumsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Alls eru því sex leikmenn í hópnum sem gjaldgengir voru á EM (fæddir 1998 eða síðar), því þar eru fyrir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson. Jón Daði fann sig ekki gegn Þýskalandi og Armeníu og Hólmbert Aron Friðjónsson gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu í kvöld. Hann hefur skorað tvö mörk í fimm landsleikjum og skoraði síðast þegar hann byrjaði í keppnisleik, gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í fyrra.
Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson.
HM 2022 í Katar Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira