Spænski landsliðsþjálfarinn festist nefnilega í lyftunni á hóteli liðsins og komst ekki í rútuna áður en hún fór í stað í átt að Estadio de La Cartuja.
Enrique, ásamt sex öðrum úr þjálfarateyminu, festust í lyftunni á hóteli spænska liðsins og þeir komu fyrst á leikvanginn í Sevilla klukkutíma á eftir liðinu.
Enrique komst þó á hliðarlínuna áður en flautað var til leiks en þetta virðist ekki hafa haft áhrif á spænska liðið enda er það afar reynslumikið.
Þeir unnu 3-1 sigur á Kósóvó. Daniel Olmo skoraði fyrsta markið á 34. mínútu og tveimur mínútum síðar þá tvöfaldaði Ferran Torres forystuna.
Besar Halimi minnkaði muninn fyrir Kósóvó í síðari hálfleik en Gerard Moreno skoraði þriðja mark Spánar.
Þeir spænsku eru því með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina sína í riðlinum. Sigrar gegn Kósóvó og Georgíu og jafntefli gegn Grikklandi.
🔺Luis Enrique y el resto de su staff se ha quedado encerrado en un ascensor antes del partido ante Kosovo y han llegado en otro autocar al estadio diferente al del resto del equipo#Radioestadio pic.twitter.com/RiJ5O4maOz
— Radioestadio (@Radioestadio) March 31, 2021