Fjögur fyrstu mörkin og þrjú fyrstu stigin á þjálfaraferli Arnars: Sjáðu myndirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 21:29 Guðlaugur Victor Pálsson opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í kvöld og sést hér fagna marki sínu. EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ 4-0 sigur í Liechtenstein í kvöld gerir lífið heldur skemmtilegra næstu mánuði fyrir landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarmenn hans. Íslenska landsliðið komst loksins af stað í undankeppni HM 2022 með sannfærandi sigri á Liechtenstein í Vaduz í kvöld. Íslenska liðið varð að vinna og gerði það sem til þurfti til að enda þennan landsleikjaglugga á góðu nótunum. Eftir markaleysi og stigaleysi í fyrstu tveimur leikjunum var gott að fá mark snemma. Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason komu íslenska liðinu í 2-0 í fyrri hálfleik og eftir það var leikurinn og um leið stigin þrjú í öruggum höndum íslenska liðsins. Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson innsigluðu sigurinn og landsliðsþjálfaraferill Arnars Þórs Viðarsson er vonandi kominn í gang eftir vandamálabyrjun. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar góðar myndir frá leiknum í Liechtenstein í kvöld. Birkir Már Sævarsson kemur Íslandi í 1-0 og eftir þetta mark varð allt miklu auðveldara fyrir strákana.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir Már Sævarsson fagnar markinu sínu en hann hefur skorað tvö af þremur mörkum sínum fyrir íslenska landsliðið á móti Liechtenstein.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir Bjarnason var oft ágengur upp við mark Liechtenstein í kvöld.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Aron Einar Gunnarsson spilaði bara fyrri hálfleikinn enda búinn að spila hina leikina og Ísland 2-0 yfir í hálfleik.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir Bjarnason endaði fyrri hálfleikinn á því að koma íslenska liðinu í 2-0 eftir klassískt hlaup inn í vítateiginn.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Ísland náði að bæta við tveimur mörkum í seinni hálfleiknum.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Guðlaugur Victor Pálsson stekkur hæst og kemur íslenska liðinu í 3-0.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Rúnar Már Sigurjónsson skoraði fjórða markið úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Íslenska landsliðið komst loksins af stað í undankeppni HM 2022 með sannfærandi sigri á Liechtenstein í Vaduz í kvöld. Íslenska liðið varð að vinna og gerði það sem til þurfti til að enda þennan landsleikjaglugga á góðu nótunum. Eftir markaleysi og stigaleysi í fyrstu tveimur leikjunum var gott að fá mark snemma. Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason komu íslenska liðinu í 2-0 í fyrri hálfleik og eftir það var leikurinn og um leið stigin þrjú í öruggum höndum íslenska liðsins. Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson innsigluðu sigurinn og landsliðsþjálfaraferill Arnars Þórs Viðarsson er vonandi kominn í gang eftir vandamálabyrjun. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar góðar myndir frá leiknum í Liechtenstein í kvöld. Birkir Már Sævarsson kemur Íslandi í 1-0 og eftir þetta mark varð allt miklu auðveldara fyrir strákana.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir Már Sævarsson fagnar markinu sínu en hann hefur skorað tvö af þremur mörkum sínum fyrir íslenska landsliðið á móti Liechtenstein.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir Bjarnason var oft ágengur upp við mark Liechtenstein í kvöld.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Aron Einar Gunnarsson spilaði bara fyrri hálfleikinn enda búinn að spila hina leikina og Ísland 2-0 yfir í hálfleik.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir Bjarnason endaði fyrri hálfleikinn á því að koma íslenska liðinu í 2-0 eftir klassískt hlaup inn í vítateiginn.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Ísland náði að bæta við tveimur mörkum í seinni hálfleiknum.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Guðlaugur Victor Pálsson stekkur hæst og kemur íslenska liðinu í 3-0.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Rúnar Már Sigurjónsson skoraði fjórða markið úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ
HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira