Fótbolti

Ekki tapað í undan­keppni HM síðan 2001

Anton Ingi Leifsson skrifar
Timo Werner niðurlútur í kvöld enda klúðraði hann rosalegu færi undir lok leiksins er leikar stóðu 1-1.
Timo Werner niðurlútur í kvöld enda klúðraði hann rosalegu færi undir lok leiksins er leikar stóðu 1-1. Federico Gambarini/Getty

Það ráku margir upp stór augu er þeir sáu að Norður Makedónía gerði sér lítið fyrir og skellti Þýskalandi í kvöld, 2-1, er liðin mættust í Duisburg.

Ísland tapaði sannfærandi 3-0 fyrir þýska liðinu í Duisburg í síðustu viku og þeir þýsku unnu einnig 1-0 sigur á Rúmenum um helgina.

Það bjuggust því flestir við auðveldum sigri þýska liðsins er Norður Makedónía kom í heimsókn en annað kom á daginn. Norður Makedónía hafði betur 2-1.

Þetta var fyrsta tap Þjóðverja í undankeppni HM síðan 2001 er liðið tapaði 5-1 fyrir Englandi. Í tuttugu ár hefur liðið ekki tapað heimaleik í undankeppni HM.

Síðan þá hafa þeir unnið þrjátíu leiki og gert fimm jafntefli í undankeppni HM en Norður Makedónía er í 65. sæti heimslistans.

Þetta setur allt upp í loft í riðli okkar Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×