Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 08:51 Áhuginn á eldsumbrotum í Geldingadölum er mikill. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. „Klukkutíma fyrir opnun var fólk, ekki í miklum mæli þó, farið að mæta á staðinn og bíða eftir opnun,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi nú í morgun. Opnað er fyrir umferð á svæðinu klukkan sex, og því ljóst að aðeins mestu morgunhanar hafa tök á því að mæta klukkutíma fyrir opnun. Gunnar segir það hafa gerst alla dagana að einhverjir gosáhugamenn mæti vel fyrir opnun, til að geta gengið svo til hindrunarlaust að gosstöðvunum og verið þar í sem mestu næði áður en umferðin byrjar fyrir alvöru. Gekk vel meðan bjart var Aðspurður segir Gunnar að engin meiriháttar slys hafi orðið á gönguleiðinni eða við gosstöðvarnar í gær. Dagurinn hafi gengið sérstaklega vel, en eitthvað hafi verið um minniháttar meiðsli þegar tók að rökkva. „Í birtingu var ekkert um það en eftir að fór að rökkva og fólk farið að tínast niður frá gosstöðvunum var eitt og eitt tilvik, eitthvað gönguhnjask og þreyta. Þá þurftum við að aðstoða fólk af fjallinu.“ Gunnari telst til að einn hafi þurft að flytja með sjúkrabíl af svæðinu, en hann væri þó ekki alvarlega slasaður. Hugur í hópnum Eins og áður hefur verið fjallað um veldur umferðin á gosstöðvarnar talsverðu álagi á lögreglu og björgunarsveitir. Gunnar segir hug í hópnum sem sér um gæslu á svæðinu, þó traffíkin reyni á kerfið. „Við erum alltaf að bregðast við breytilegum aðstæðum og reyna að færa okkur í réttari átt með skipulagið. Þetta gekk mjög vel í gær og svo gefur okkur ákveðin fyrirheit. Fram undan er páskahelgi og frídagar hjá fólki, við eigum eftir að sjá hvernig þetta kerfi ræður við það,“ segir Gunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43 RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46 Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
„Klukkutíma fyrir opnun var fólk, ekki í miklum mæli þó, farið að mæta á staðinn og bíða eftir opnun,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi nú í morgun. Opnað er fyrir umferð á svæðinu klukkan sex, og því ljóst að aðeins mestu morgunhanar hafa tök á því að mæta klukkutíma fyrir opnun. Gunnar segir það hafa gerst alla dagana að einhverjir gosáhugamenn mæti vel fyrir opnun, til að geta gengið svo til hindrunarlaust að gosstöðvunum og verið þar í sem mestu næði áður en umferðin byrjar fyrir alvöru. Gekk vel meðan bjart var Aðspurður segir Gunnar að engin meiriháttar slys hafi orðið á gönguleiðinni eða við gosstöðvarnar í gær. Dagurinn hafi gengið sérstaklega vel, en eitthvað hafi verið um minniháttar meiðsli þegar tók að rökkva. „Í birtingu var ekkert um það en eftir að fór að rökkva og fólk farið að tínast niður frá gosstöðvunum var eitt og eitt tilvik, eitthvað gönguhnjask og þreyta. Þá þurftum við að aðstoða fólk af fjallinu.“ Gunnari telst til að einn hafi þurft að flytja með sjúkrabíl af svæðinu, en hann væri þó ekki alvarlega slasaður. Hugur í hópnum Eins og áður hefur verið fjallað um veldur umferðin á gosstöðvarnar talsverðu álagi á lögreglu og björgunarsveitir. Gunnar segir hug í hópnum sem sér um gæslu á svæðinu, þó traffíkin reyni á kerfið. „Við erum alltaf að bregðast við breytilegum aðstæðum og reyna að færa okkur í réttari átt með skipulagið. Þetta gekk mjög vel í gær og svo gefur okkur ákveðin fyrirheit. Fram undan er páskahelgi og frídagar hjá fólki, við eigum eftir að sjá hvernig þetta kerfi ræður við það,“ segir Gunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43 RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46 Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43
RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46
Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51