Næstum níutíu fullorðnir og um fjörtíu börn eru nú undir eftirliti göngudeildar Covid-19. Þrátt fyrir að nýtt og mögulega alvarlegra afbrigði gangi nú manna á milli, hefur ekki orðið vart við meiri veikindi en áður.
Yfirlögregluþjónn segir að margir hafi örmagnast við bratta brekku sem fólk hefur þurft að ganga til að komast að gosstöðvunum. Lagfæringar hafi verið gerðar á leiðinni til að auðvelda yfirferð. Lokað er á gosstöðvunum í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. Hægt er að hlusta á fréttatímann í spilaranum hér að neðan.