„Þetta er búið að vera besta liðið í vetur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2021 11:31 Keflavík hefur verið besta lið Dominos-deildar karla í körfubolta samkvæmt sérfræðingum Körfuboltakvölds og svo segja gárungarnir að taflan ljúgi aldrei. Vísir/Hulda Margrét Farið var yfir efstu sex lið Dominos-deildar karla í körfubolta í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds. Nú er komið að efstu tveimur liðum deildarinnar, Keflavík og Þór Þorlákshöfn. „Í öðru sæti er lið sem hefur breyst ansi lítið. Lið sem hefur heillað flesta sem fylgjast með íslenskum körfubolta. Það hefur gengið ansi vel hjá Lárusi Jónssyni að búa til liðsheild úr þessu liði,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Að þurfa ekki að gera neina breytingu er frábært. Til hvers að gera breytingu þegar það gengur vel. Einhverjir hefðu freistast til að bæta við einum leikmanni eða eitthvað.“ sagði Benedikt Guðmundsson um Þórsara. Farið var yfir innkomu Larry Thomas og hans frábæru innkomu inn í liðið eftir að leika í 1. deild hér á landi undanfarin misseri. Eftir að fara yfir erlendu leikmennina þá var Styrmir Snær Þrastarson, uppáhald Körufuboltakvölds, að sjálfsögðu ræddur. „Stærsta ákvörðun sem Lárus Jónsson hefur tekið, mögulega í ár og þegar við horfum fram veginn, var að segja við Styrmi Snæ Þrastarson: Gjörðu svo vel, hérna er liðið þitt, nú átt þú þetta svið,“ sagði Kjartan Atli. Í spilaranum hér að neðan má sjá alla umræðu um Þór Þorlákshöfn. Klippa: Umræðan um Þór Þorlákshöfn „Þetta er búið að vera besta liðið í vetur. Þeim var spáð 7. sæti á síðasta tímabili, þá vissi enginn hverjir Dean Williams eða Dominykas Mikla voru. Þeir voru svo eitt besta liðið í fyrra og það var vitað að þeir yrðu hrikalega góðir í vetur. Litlar sem engar breytingar, þeir eru að byggja ofan á síðasta tímabil og verða bara betri og betri í því sem þeir eru að gera. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir séu á þessum stað,“ sagði Benedikt. „Þeir eru besta varnarliðið í vetur. Hlutverkaskiptingin er algjörlega klár, það þarf ekkert að pæla í henni. Fyrir mér bara besta liðið í vetur,“ bætti hann svo við. „Ég tek undir það sem Benni er að segja, þetta er frábært byrjunarlið. Ég vill líka leggja áherslu á það að þeir eru búnir að fá helling út úr strákunum á bekknum í vetur. Það er held ég líka af því langoftast eru þeir að koma inn í og spila með fjórum af bestu leikmönnum Íslands. Það er voðalega erfitt að klúðra þannig,“ sagði Teitur Örlygsson. „Leikmenn eins og Ágúst Orrason hefur mér fundist mjög flottur í vetur. Við höfum oft gagnrýnt varnarleikinn hjá Gústa en mér finnst hann vera búinn að bæta hann. Hann neglir leikmenn niður núna en áður fyrr sleppti hann mönnum þegar hann náði ekki að halda þeim fyrir framan sig. Mér finnst Gústi búinn að þroskast mikið sem leikmaður,“ bætti Teitur við. Hér að neðan má sjá umræðu Körfuboltakvölds um Keflavík, topplið Dominos-deildar karla í körfubolta. Klippa: Umræðan um Keflavík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01 „Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
„Í öðru sæti er lið sem hefur breyst ansi lítið. Lið sem hefur heillað flesta sem fylgjast með íslenskum körfubolta. Það hefur gengið ansi vel hjá Lárusi Jónssyni að búa til liðsheild úr þessu liði,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Að þurfa ekki að gera neina breytingu er frábært. Til hvers að gera breytingu þegar það gengur vel. Einhverjir hefðu freistast til að bæta við einum leikmanni eða eitthvað.“ sagði Benedikt Guðmundsson um Þórsara. Farið var yfir innkomu Larry Thomas og hans frábæru innkomu inn í liðið eftir að leika í 1. deild hér á landi undanfarin misseri. Eftir að fara yfir erlendu leikmennina þá var Styrmir Snær Þrastarson, uppáhald Körufuboltakvölds, að sjálfsögðu ræddur. „Stærsta ákvörðun sem Lárus Jónsson hefur tekið, mögulega í ár og þegar við horfum fram veginn, var að segja við Styrmi Snæ Þrastarson: Gjörðu svo vel, hérna er liðið þitt, nú átt þú þetta svið,“ sagði Kjartan Atli. Í spilaranum hér að neðan má sjá alla umræðu um Þór Þorlákshöfn. Klippa: Umræðan um Þór Þorlákshöfn „Þetta er búið að vera besta liðið í vetur. Þeim var spáð 7. sæti á síðasta tímabili, þá vissi enginn hverjir Dean Williams eða Dominykas Mikla voru. Þeir voru svo eitt besta liðið í fyrra og það var vitað að þeir yrðu hrikalega góðir í vetur. Litlar sem engar breytingar, þeir eru að byggja ofan á síðasta tímabil og verða bara betri og betri í því sem þeir eru að gera. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir séu á þessum stað,“ sagði Benedikt. „Þeir eru besta varnarliðið í vetur. Hlutverkaskiptingin er algjörlega klár, það þarf ekkert að pæla í henni. Fyrir mér bara besta liðið í vetur,“ bætti hann svo við. „Ég tek undir það sem Benni er að segja, þetta er frábært byrjunarlið. Ég vill líka leggja áherslu á það að þeir eru búnir að fá helling út úr strákunum á bekknum í vetur. Það er held ég líka af því langoftast eru þeir að koma inn í og spila með fjórum af bestu leikmönnum Íslands. Það er voðalega erfitt að klúðra þannig,“ sagði Teitur Örlygsson. „Leikmenn eins og Ágúst Orrason hefur mér fundist mjög flottur í vetur. Við höfum oft gagnrýnt varnarleikinn hjá Gústa en mér finnst hann vera búinn að bæta hann. Hann neglir leikmenn niður núna en áður fyrr sleppti hann mönnum þegar hann náði ekki að halda þeim fyrir framan sig. Mér finnst Gústi búinn að þroskast mikið sem leikmaður,“ bætti Teitur við. Hér að neðan má sjá umræðu Körfuboltakvölds um Keflavík, topplið Dominos-deildar karla í körfubolta. Klippa: Umræðan um Keflavík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01 „Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01
„Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00