Það tók Wolfsburg aðeins 13 mínútur að komast yfir í leik dagsins. Alexandra Popp kom heimaliðinu yfir og Ewa Pajor tvöfaldaði forystuna í blálok fyrri hálfleiks.
Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það einnig lokatölur þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik. Bayern endaði hins vegar með aðeins tíu leikmenn á vellinum en Simone Boye Sorensen fékk rautt spjald í uppbótartíma leiksins.
Wow, was für ein erster Durchgang! Erstmal durchatmen und dann weiterkämpfen!#WOBFCB 2:0 pic.twitter.com/nWoO335WA5
— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) April 4, 2021
Fyrrum liðsfélagarnir Karólína Lea og Alexandra mætast því ekki í úrslitum en þær léku með Íslandsmeisturum Breiðabliks síðasta sumar.
Alexandra sat einnig á varamannabekk Frankfurt er liðið vann Freiburg 2-1 í gær og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum.