„Við getum ekki verið að skilyrða mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2021 10:01 „Transkona er bara kona, það er ekkert flóknara en það,“ segir Dóra Björt. Transfólk sækir sundlaugar sjaldnar en það vildi og raunar íþróttaiðkun almennt, segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn. Hún segir það upplifa að það sé óvelkomið. Um sé að ræða lýðheilsuvandamál. Dóra Björt mætti í Bítið í morgun þar sem til umræðu voru nýjar leiðbeiningar, sem Reykjavíkurborg hefur gefið út fyrir starfsfólk sundlauga, til að hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður. Nýleg lög um kynrænt sjálfræði hafa það í för með sér að upp getur komið sú staða að kona með karlkynfæri notar kvennaklefann í sundi og karl með kvenkynfæri karlaklefann. „Það er auðvitað þannig að fólk getur nú þegar farið inn í klefana; það eru engir verðir, það eru engar löggur fyrir utan. Þannig að það er bara staðreyndin í dag. En eins og áður eru karlar ekki velkomnir í karlaklefann og öfugt; það er algjörlega óbreytt,“ segir Dóra Björt. Í öllum laugum borgarinnar er nú að finna sérklefa en Dóra Björt segir þá ekki endilega henta öllum. „Það er auðvitað þannig að transfólk fer í sund og transkona vill kannski bara fara með vinkonum sínum í kvennaklefann,“ segir hún. Lykilatriðið sé kynvitund, ekki staða viðkomandi í mögulegu kynleiðréttingarferli. „Við getum ekki verið að skilgreina mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks,“ segir hún. Dóra Björt bendir á að réttindi skipti engu máli ef fólk geti ekki nýtt þau og segir óásættanlegt að tala um líkama transfólks eins og þeir séu eitthvað tabú. „Hvað er það sem fólk hefur áhyggjur af? Er það typpi á konum? ...eða er typpið svona hættulegt?“ spyr hún. Dóra Björt segir umræðuna um transfólk í kynjuðum rýmum byggja á mýtum og hræðsluáróðri. Hún samrýmist til að mynda ekki niðurstöðum rannsókna. „Þetta er skilyrt samþykki,“ segir hún. „Transfólk má vera til og fólk segir „Já, þetta er ekkert vandamál fyrir mig“ en við viljum samt ekki sjá þau; við viljum ekki sjá fjölbreytta kyntjáningu.“ Hinsegin Reykjavík Sundlaugar Mannréttindi Bítið Málefni transfólks Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Dóra Björt mætti í Bítið í morgun þar sem til umræðu voru nýjar leiðbeiningar, sem Reykjavíkurborg hefur gefið út fyrir starfsfólk sundlauga, til að hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður. Nýleg lög um kynrænt sjálfræði hafa það í för með sér að upp getur komið sú staða að kona með karlkynfæri notar kvennaklefann í sundi og karl með kvenkynfæri karlaklefann. „Það er auðvitað þannig að fólk getur nú þegar farið inn í klefana; það eru engir verðir, það eru engar löggur fyrir utan. Þannig að það er bara staðreyndin í dag. En eins og áður eru karlar ekki velkomnir í karlaklefann og öfugt; það er algjörlega óbreytt,“ segir Dóra Björt. Í öllum laugum borgarinnar er nú að finna sérklefa en Dóra Björt segir þá ekki endilega henta öllum. „Það er auðvitað þannig að transfólk fer í sund og transkona vill kannski bara fara með vinkonum sínum í kvennaklefann,“ segir hún. Lykilatriðið sé kynvitund, ekki staða viðkomandi í mögulegu kynleiðréttingarferli. „Við getum ekki verið að skilgreina mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks,“ segir hún. Dóra Björt bendir á að réttindi skipti engu máli ef fólk geti ekki nýtt þau og segir óásættanlegt að tala um líkama transfólks eins og þeir séu eitthvað tabú. „Hvað er það sem fólk hefur áhyggjur af? Er það typpi á konum? ...eða er typpið svona hættulegt?“ spyr hún. Dóra Björt segir umræðuna um transfólk í kynjuðum rýmum byggja á mýtum og hræðsluáróðri. Hún samrýmist til að mynda ekki niðurstöðum rannsókna. „Þetta er skilyrt samþykki,“ segir hún. „Transfólk má vera til og fólk segir „Já, þetta er ekkert vandamál fyrir mig“ en við viljum samt ekki sjá þau; við viljum ekki sjá fjölbreytta kyntjáningu.“
Hinsegin Reykjavík Sundlaugar Mannréttindi Bítið Málefni transfólks Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira