Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug Snorri Másson skrifar 9. apríl 2021 12:42 Meðan allt lék í lyndi: Fyrstu tilslakanir á samkomubanni hér á Íslandi voru kynntar í Safnahúsinu fyrir tæpu ári síðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Fjöldi fólks er kominn í sóttkví og þetta sýnir að veiran er enn í samfélaginu, segir sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Fimmtudaginn 15. apríl eiga að taka gildi nýjar ráðstafanir innanlands en hvað heilbrigðisyfirvöld boða þá veltur á framvindunni næstu daga. „Við erum ekkert að greina mörg tilfelli, það er nú bara þannig. Og ég held að það sé af því að við erum með þessar takmarkanir. Fólk er að fara eftir þessum tilmælum þannig að veiran hefur ekki marga staði að hlaupa en hún er að skjóta upp kollinum hér og þar. Það er útaf fyrir sig áhyggjuefni vegna þess að við vitum að hún er þá úti í samfélaginu.“ Dómsmálaráðherra segir tímabært að ráðast í tilslakanir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur hvatt til tilslakana, enda sé lítið um smit og enginn á spítala. „Ég held að það sé að koma tími á að fara að létta á hér innanlands og ég vonast eftir því að það verði gert sem fyrst,“ sagði Áslaug við fréttastofu fyrir hádegi. Þórólfur er ekki eins bjartsýnn, þegar hann er spurður hvort Íslendingar megi vera vongóðir um slíkar ákvarðanir í vikunni. „Ég veit það ekki. Mér finnst maður þurfa aðeins að sjá. Mér finnst ýmislegt vera sem getur gerst, þannig að ég treysti mér ekki alveg til að segja til um það. Á meðan við erum að greina tilfelli hér og þar og erum kannski að fá litlar hópsýkingar, og ekki bara innan höfuðborgarsvæðisins, og jafnvel smit sem tengjast ekki fyrri smitum, þá er maður hálfuggandi,“ segir Þórólfur. „En auðvitað er maður alltaf að vonast til að maður geti slakað á. Það hefur auðvitað alltaf verið tilgangurinn að reyna að hafa þetta eins lítið íþyngjandi og mögulegt er. Auðvitað bind ég vonir við að við getum byrjað á því núna 15. apríl,“ bætir sóttvarnalæknir við. Vill breyta lögunum Ekki liggur fyrir hvort stjórnvöld hyggist breyta sóttvarnalögum til að renna stoðum undir allsherjarskyldu til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins, en Þórólfur hvetur til þess. „Ég hef lýst því yfir að ég taldi að það væri öflugri ráðstöfun heldur en það sem við erum að gera núna, þannig að ég myndi gjarnan vilja það og hef hvatt til þess að það sé gert. En ég er ekki að velta mér mikið upp úr því og á þeim grunni kom ég með þessar nýju tillögur og ég vona bara að það gangi líka vel upp.“ Ljóst er að án einfaldrar skyldudvalar eru sóttvarnir við landamærin ekki eins tryggar. Rauði krossinn hefur þá gefið út að mjög erfitt muni reynast að tryggja útiveru gesta á sóttkvíarhóteli, eins og reglugerð gerir ráð fyrir. „Það er erfiðara í framkvæmd eins og Rauði krossinn hefur bent á. Það þarf meiri mannafla og er dýrara varðandi eftirlitið sem þarf að hafa með öllum sem eru í sóttkví. Það er snúnara og kostar meira, þannig að ég held að það sé lakari kostur. En ég vona að það muni skila tilætluðum árangri líka.“ Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Veirufrítt samfélag“ bratt, óraunhæft og kostnaðarsamt „Ég er bara eins og aðrir, að lesa um þetta í fréttum af þessum fundi í morgun, þar sem Þórólfur lýsir þessu sem sinni skoðun,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það markmið sóttvarnalæknis að stefna að veirufríu samfélagi. 8. apríl 2021 23:33 Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fjöldi fólks er kominn í sóttkví og þetta sýnir að veiran er enn í samfélaginu, segir sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Fimmtudaginn 15. apríl eiga að taka gildi nýjar ráðstafanir innanlands en hvað heilbrigðisyfirvöld boða þá veltur á framvindunni næstu daga. „Við erum ekkert að greina mörg tilfelli, það er nú bara þannig. Og ég held að það sé af því að við erum með þessar takmarkanir. Fólk er að fara eftir þessum tilmælum þannig að veiran hefur ekki marga staði að hlaupa en hún er að skjóta upp kollinum hér og þar. Það er útaf fyrir sig áhyggjuefni vegna þess að við vitum að hún er þá úti í samfélaginu.“ Dómsmálaráðherra segir tímabært að ráðast í tilslakanir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur hvatt til tilslakana, enda sé lítið um smit og enginn á spítala. „Ég held að það sé að koma tími á að fara að létta á hér innanlands og ég vonast eftir því að það verði gert sem fyrst,“ sagði Áslaug við fréttastofu fyrir hádegi. Þórólfur er ekki eins bjartsýnn, þegar hann er spurður hvort Íslendingar megi vera vongóðir um slíkar ákvarðanir í vikunni. „Ég veit það ekki. Mér finnst maður þurfa aðeins að sjá. Mér finnst ýmislegt vera sem getur gerst, þannig að ég treysti mér ekki alveg til að segja til um það. Á meðan við erum að greina tilfelli hér og þar og erum kannski að fá litlar hópsýkingar, og ekki bara innan höfuðborgarsvæðisins, og jafnvel smit sem tengjast ekki fyrri smitum, þá er maður hálfuggandi,“ segir Þórólfur. „En auðvitað er maður alltaf að vonast til að maður geti slakað á. Það hefur auðvitað alltaf verið tilgangurinn að reyna að hafa þetta eins lítið íþyngjandi og mögulegt er. Auðvitað bind ég vonir við að við getum byrjað á því núna 15. apríl,“ bætir sóttvarnalæknir við. Vill breyta lögunum Ekki liggur fyrir hvort stjórnvöld hyggist breyta sóttvarnalögum til að renna stoðum undir allsherjarskyldu til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins, en Þórólfur hvetur til þess. „Ég hef lýst því yfir að ég taldi að það væri öflugri ráðstöfun heldur en það sem við erum að gera núna, þannig að ég myndi gjarnan vilja það og hef hvatt til þess að það sé gert. En ég er ekki að velta mér mikið upp úr því og á þeim grunni kom ég með þessar nýju tillögur og ég vona bara að það gangi líka vel upp.“ Ljóst er að án einfaldrar skyldudvalar eru sóttvarnir við landamærin ekki eins tryggar. Rauði krossinn hefur þá gefið út að mjög erfitt muni reynast að tryggja útiveru gesta á sóttkvíarhóteli, eins og reglugerð gerir ráð fyrir. „Það er erfiðara í framkvæmd eins og Rauði krossinn hefur bent á. Það þarf meiri mannafla og er dýrara varðandi eftirlitið sem þarf að hafa með öllum sem eru í sóttkví. Það er snúnara og kostar meira, þannig að ég held að það sé lakari kostur. En ég vona að það muni skila tilætluðum árangri líka.“
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Veirufrítt samfélag“ bratt, óraunhæft og kostnaðarsamt „Ég er bara eins og aðrir, að lesa um þetta í fréttum af þessum fundi í morgun, þar sem Þórólfur lýsir þessu sem sinni skoðun,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það markmið sóttvarnalæknis að stefna að veirufríu samfélagi. 8. apríl 2021 23:33 Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Veirufrítt samfélag“ bratt, óraunhæft og kostnaðarsamt „Ég er bara eins og aðrir, að lesa um þetta í fréttum af þessum fundi í morgun, þar sem Þórólfur lýsir þessu sem sinni skoðun,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það markmið sóttvarnalæknis að stefna að veirufríu samfélagi. 8. apríl 2021 23:33
Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36