Man Utd gæti notað Lingard sem skiptimynt fyrir Rice Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2021 07:00 Það gæti farið svo að Jesse Lingard verði áfram í herbúðum West Ham United á næstu leiktíð en Declan Rice fari til Manchester-borgar. Charlotte Wilson/Getty Images Manchester United ku horfa girndaraugum á Declan Rice, miðjumann West Ham United. Gæti farið svo að Jesse Lingard verði notaður sem skiptimynt í viðræðum liðanna. Jesse Lingard hefur verið hreint út sagt frábær í liði West Ham síðan hann gekk til liðs við félagið á láni frá Manchester United í janúar. Talið er að David Moyes, þjálfari West Ham, vilji ólmur festa kaup á leikmanninum í sumar. Man United framlengdi samning leikmannsins til 2022 áður en hann fékk að fara á láni og því þarf West Ham að kaupa hann vilji það fá hann í sínar raðir á nýjan leik þegar tímabilinu lýkur. Þetta kemur sér vel fyrir Ole Gunnar Solskjær og félaga í Manchester en Norðmaðurinn sér hinn 22 ára gamla Declan Rice fyrir sér sem síðasta púslið á miðju liðsins. Rice hefur heillað á þessari leiktíð, bæði hjá West Ham og með enska landsliðinu. Hann myndi eflaust fylla skarð Fred eða Scott McTominay á miðjunni við hlið Paul Pogba. Það er ef franski landsliðsmaðurinn verður áfram í herbúðum liðsins en það er önnur saga. Light-hearted talk between players at England camp about potential Declan Rice move to #MUFC this summer.Possible Nemanja Matic replacement.Other direction: West Ham want to make Jesse Lingard loan permanent. But his form is interesting many others.https://t.co/GKnTizsjAS— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 9, 2021 Moyes hefur hins vegar sagt að Rice sé ekki falur fyrir neina smáaura. Gekk Moyes svo langt að segja að Rice væri yfir 100 milljóna punda virði. Þó það sé tæpt að West Ham reikni með að fá svo mikið fyrir leikmanninn er ljóst að Man Utd er í góðri stöðu þar sem West Ham vill eflaust festa kaup á Lingard í sumar. Hinn 28 ára gamli Lingard hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur þrjú í átta leikjum fyrir West Ham, verðmiðinn á honum hefur því hækkað töluvert. Newcastle United og Wolves vildu bæði fá hann á láni í janúar og hefur frammistaða hans eflaust vikið athygli fleiri liða. Þá voru nokkur lið á meginlandi Evrópu áhugasöm en Lingard ákvað að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. Aðallega til þess að geta eytt tíma með dóttur sinni og svo vegna þess að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ráðlagði honum það. Samkvæmt The Athletic er talið að Man United vilji fá 20-25 milljónir punda fyrir leikmanninn í sumar. Áður en hann fór á láni var talið að peningamennirnir hjá Man Utd hefðu sætt sig við 10 til 15 milljónir. Það ætti því að lækka kostnaðinn á Rice töluvert fari svo að Lingard verði notaður sem skiptimynt. Jesse Lingard has matched Jack Grealish's PL goal total this season in just eight games pic.twitter.com/LkrXWnM2wS— ESPN UK (@ESPNUK) April 6, 2021 Það hjálpar til að West Ham samþykkti að borga eina og hálfa milljón punda til að fá Lingard á láni ásamt því að borga launin hans sem eru talin vera í kringum 100 þúsund pund á viku. Einnig samþykkti Lundúnafélagið að borga 500 þúsund pund ef það færi svo að liðið myndi ná Evrópusæti. Allt í allt gæti Man Utd því grætt fjórar milljónir punda á lánsamningnum. Svo gætu 20 til 25 milljónir bæst við fari svo að Lingard verði seldur í sumar. Þar með er United komið með næstum 20 til 25 milljónir punda sem gætu farið upp í nýjan leikmann. Hvort sá leikmaður verði Declan Rice eða einhver annar á eftir að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Accrington Stanley | Ætti að vera auðvelt fyrir Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Sjá meira
Jesse Lingard hefur verið hreint út sagt frábær í liði West Ham síðan hann gekk til liðs við félagið á láni frá Manchester United í janúar. Talið er að David Moyes, þjálfari West Ham, vilji ólmur festa kaup á leikmanninum í sumar. Man United framlengdi samning leikmannsins til 2022 áður en hann fékk að fara á láni og því þarf West Ham að kaupa hann vilji það fá hann í sínar raðir á nýjan leik þegar tímabilinu lýkur. Þetta kemur sér vel fyrir Ole Gunnar Solskjær og félaga í Manchester en Norðmaðurinn sér hinn 22 ára gamla Declan Rice fyrir sér sem síðasta púslið á miðju liðsins. Rice hefur heillað á þessari leiktíð, bæði hjá West Ham og með enska landsliðinu. Hann myndi eflaust fylla skarð Fred eða Scott McTominay á miðjunni við hlið Paul Pogba. Það er ef franski landsliðsmaðurinn verður áfram í herbúðum liðsins en það er önnur saga. Light-hearted talk between players at England camp about potential Declan Rice move to #MUFC this summer.Possible Nemanja Matic replacement.Other direction: West Ham want to make Jesse Lingard loan permanent. But his form is interesting many others.https://t.co/GKnTizsjAS— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 9, 2021 Moyes hefur hins vegar sagt að Rice sé ekki falur fyrir neina smáaura. Gekk Moyes svo langt að segja að Rice væri yfir 100 milljóna punda virði. Þó það sé tæpt að West Ham reikni með að fá svo mikið fyrir leikmanninn er ljóst að Man Utd er í góðri stöðu þar sem West Ham vill eflaust festa kaup á Lingard í sumar. Hinn 28 ára gamli Lingard hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur þrjú í átta leikjum fyrir West Ham, verðmiðinn á honum hefur því hækkað töluvert. Newcastle United og Wolves vildu bæði fá hann á láni í janúar og hefur frammistaða hans eflaust vikið athygli fleiri liða. Þá voru nokkur lið á meginlandi Evrópu áhugasöm en Lingard ákvað að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. Aðallega til þess að geta eytt tíma með dóttur sinni og svo vegna þess að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ráðlagði honum það. Samkvæmt The Athletic er talið að Man United vilji fá 20-25 milljónir punda fyrir leikmanninn í sumar. Áður en hann fór á láni var talið að peningamennirnir hjá Man Utd hefðu sætt sig við 10 til 15 milljónir. Það ætti því að lækka kostnaðinn á Rice töluvert fari svo að Lingard verði notaður sem skiptimynt. Jesse Lingard has matched Jack Grealish's PL goal total this season in just eight games pic.twitter.com/LkrXWnM2wS— ESPN UK (@ESPNUK) April 6, 2021 Það hjálpar til að West Ham samþykkti að borga eina og hálfa milljón punda til að fá Lingard á láni ásamt því að borga launin hans sem eru talin vera í kringum 100 þúsund pund á viku. Einnig samþykkti Lundúnafélagið að borga 500 þúsund pund ef það færi svo að liðið myndi ná Evrópusæti. Allt í allt gæti Man Utd því grætt fjórar milljónir punda á lánsamningnum. Svo gætu 20 til 25 milljónir bæst við fari svo að Lingard verði seldur í sumar. Þar með er United komið með næstum 20 til 25 milljónir punda sem gætu farið upp í nýjan leikmann. Hvort sá leikmaður verði Declan Rice eða einhver annar á eftir að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Accrington Stanley | Ætti að vera auðvelt fyrir Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Sjá meira