Eftir klukkutímaleik var Zlatan sendur í bað eftir orðaskipti við dómara leiksins en samkvæmt Piolo á Zlatan nánast ekkert hafa sagt.
„Zlatan sagði mér að hann ræddi við dómarann í einhvern tíma en hann sýndi honum ekki óvirðingu,“ sagði Pioli samkvæmt Football Italia.
„Hann móðgaði alls ekki dómarann en ég er ekki búinn að tala við Maresca svo ég veit það ekki,“ bætti Pioli við.
„Zlatan sagði að það síðasta sem hann sagði við hann var: Svo þú hefur ekki áhuga að heyra hvað ég hef að segja?“
„En ég var ekki þarna svo ég veit það ekki. Það jákvæða var að liðið mitt hélt áfram og náði sterkum sigri,“ sagði Pioli.
AC vann 3-1 sigur og er í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Inter.
Pioli avslöjar: Det sa Zlatan precis före utvisningen.https://t.co/rTQmCvefz1 pic.twitter.com/7XwjCSJbK0
— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 10, 2021