Hóflegri tilboð í ár fyrir Íslendinga á faraldsfæti Eiður Þór Árnason skrifar 11. apríl 2021 09:01 Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Getty/kettaphoto Annað árið í röð vona rekstraraðilar hótela að innlendir gestir komi til með að bjarga ferðamannasumrinu. Vísir tók stöðuna á þremur af stærstu hótelkeðjunum en forsvarsmenn þeirra sammælast um að þó bjartara sé yfir ríki áfram mikil óvissa um komu erlendra ferðamanna. Allar keðjurnar munu bjóða upp á sérstök tilboð og afslætti til að reyna að lokka til sín innlenda ferðamenn. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, vonast til að framundan sé annað gott ferðasumar sem verði borið uppi af innlendum ferðamönnum. „Við munum stíla inn á Íslendinginn aftur, erum að selja tilboðspakka með afþreyingu og fleira og bjóða fólki upp á að kaupa saman nætur á fleiri en einu hóteli svipað og við vorum með í gangi í fyrra.“ Þó megi reikna með því að afslættirnir verði eitthvað hóflegri en á síðasta ári. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Jóhann K. „Í fyrra þá var annað andrúmsloft og við vorum að fá ríkisstyrki og fleira en við verðum samt með mjög flott tilboð í ár.“ Alls eru sautján hótel rekin undir hatti Íslandshótela en einungis fjögur þeirra eru opin í dag. Davíð segir að rekstur þeirra hafi gengið betur í vetur en stjórnendur þorðu að vona og dæmi um að hótelin á landsbyggðinni hafi verið fullbókuð flestar helgar. Erfitt að spá fram í tímann Skjótt skipast veður í lofti og segir Davíð að Íslandshótel hafi þurft að endurskoða sumaráætlanir sínar eftir að smitum fór að fjölga fyrir um tveimur vikum og stjórnvöld hertu takmarkanir. Hann bætir við að aukinnar bjartsýni hafi gætt þegar ríkisstjórnin gaf út að tekið yrði á móti erlendum ferðamönnum frá ríkjum utan Schengen á borð við Bretland og Bandaríkin sem gætu framvísað bólusetninga- eða mótefnavottorði. Íslandshótel reka meðal annars Fosshótel Reykjavík sem hefur undanfarið verið nýtt sem sóttkvíarhótel.Vísir/Vilhelm „Þá vorum við alveg klár í að ræsa upp stóran hluta af hótelunum okkar en við verðum aðeins að endurskoða það núna og sjá bara hvernig þessu fram vindur,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir því að minnst tíu hótel verði opin í sumar til að anna eftirspurninni á innanlandsmarkaðnum. „En svo er spurning með landamærin og erlenda ferðamanninn og hvort við getum mögulega opnað enn fleiri.“ Skíðafólk og göngugarpar bjargað vetrinum „Við munum gefa fólki kost á að geta bókað hjá okkur á aðgengilegum verðum fyrir innanlands traffíkina. Tilboðum okkar var mjög vel tekið í fyrra, við fengum mikið af ánægðum Íslendingum í hús og vonum bara að það verði aftur svona gott Íslendingasumar,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels. Líkt og síðasta sumar verður hægt að bóka gistingu á lægra verði en í hefðbundnu árferði og tekur verðlagningin mið af nýtingu gistirýma á hverjum stað fyrir sig. Þá er hótelkeðjan, sem rekur fjórtán hótel víðs vegar um landið, farin að selja svokölluð gistináttabréf þar sem fólki býðst að kaupa tvær til átta nætur á hagstæðu verði. Magnea segir að herbergjanýtingin hafi verið betri í vetur en reiknað hafi verið með og mikið verið að gera á hótelunum um helgar og í vetrarfríum. „Það hefur verið að bókast vel í vetur í skíðin og fjallaferðir og alls konar þannig að það hefur tekið dálítið plássið núna en núna þegar það fer að vora þá fara að koma tilboð fyrir sumarið.“ Íslendingar geti ekki haldið uppi hótelrekstri í Reykjavík Kristófer Oliversson, eigandi og framkvæmdastjóri Center Hotels, segir að ýmsir tilboðspakkar muni standa Íslendingum til boða í sumar. Hann sé þó ekki búinn að afskrifa það að hingað komi erlendir ferðamenn. Center Hotels reka átta hótel í miðbæ Reykjavíkur en er nú einungis með eitt opið líkt og síðasta vor. Kristófer segir að hótel í Reykjavík hafi farið sérstaklega illa út úr faraldrinum þar sem Íslendingar fari frekar út á land þegar þeir vilji gera sér dagamun og leiti síður í miðbæ Reykjavíkur. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center Hotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/Egill „Við auðvitað leggjum við mikið upp úr því að bjóða Íslendinga velkomna en því miður erum við bara ekki nógu mörg til að halda uppi hótelrekstri í Reykjavík þannig að við byggjum allan okkar rekstur á erlendum ferðamönnum.“ „Okkar vonir eru bundnar við að það standi sem gefið hefur verið út að það verði mögulegt að koma hingað til lands með ströngum kröfum og smám saman fari að losna um þetta.“ Þar vísar Kristófer til þeirrar stefnu stjórnvalda að hleypa inn erlendum ferðamönnum sem geti sýnt fram á að þeir hafi verið bólusettir við Covid-19 eða með mótefni. Vonast til að geta haft tvö hótel opin Allt byggist þetta á flugframboði til landsins og því segir Kristófer það hafa verið gleðifregnir þegar bandaríska flugfélagið Delta Airlines tilkynnti nýverið að það hyggist hefja daglegt flug til Keflavíkur í maí frá þremur áfangastöðum í Bandaríkjunum. Center Hotels reka átta hótel í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þó mikil óvissa ríki áfram um þróun mála í ferðaþjónustunni viðurkennir Kristófer að það sé þó mikið bjartara yfir núna en síðasta vor. „Það var bara ekkert framundan á þessum tíma í fyrra, maður var smám saman að átta sig á því í mars-apríl að þeta yrðu ekki tveir til þrír mánuðir heldur tvö til þrjú misseri.“ Center Hotels er nú með 80 starfsmenn á hlutabótum og gerir Kristófer ráð fyrri því að ráða á bilinu 250 til 300 starfsmenn þegar bókunarstaðan kemst í eðlilegra horf. Hann vill þó fara hægt í sakirnar og vonast nú til að geta haft tvö hótel opin í sumar. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26 Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar. Þetta kemur fram á síðu Hagstofunnar. 10. febrúar 2021 09:50 Gistinætur Íslendinga á Norður- og Austurlandi margfölduðust í júlí Gistinætur Íslendinga á Norðurlandi og Austurlandi margfölduðust í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. 7. september 2020 11:49 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Allar keðjurnar munu bjóða upp á sérstök tilboð og afslætti til að reyna að lokka til sín innlenda ferðamenn. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, vonast til að framundan sé annað gott ferðasumar sem verði borið uppi af innlendum ferðamönnum. „Við munum stíla inn á Íslendinginn aftur, erum að selja tilboðspakka með afþreyingu og fleira og bjóða fólki upp á að kaupa saman nætur á fleiri en einu hóteli svipað og við vorum með í gangi í fyrra.“ Þó megi reikna með því að afslættirnir verði eitthvað hóflegri en á síðasta ári. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Jóhann K. „Í fyrra þá var annað andrúmsloft og við vorum að fá ríkisstyrki og fleira en við verðum samt með mjög flott tilboð í ár.“ Alls eru sautján hótel rekin undir hatti Íslandshótela en einungis fjögur þeirra eru opin í dag. Davíð segir að rekstur þeirra hafi gengið betur í vetur en stjórnendur þorðu að vona og dæmi um að hótelin á landsbyggðinni hafi verið fullbókuð flestar helgar. Erfitt að spá fram í tímann Skjótt skipast veður í lofti og segir Davíð að Íslandshótel hafi þurft að endurskoða sumaráætlanir sínar eftir að smitum fór að fjölga fyrir um tveimur vikum og stjórnvöld hertu takmarkanir. Hann bætir við að aukinnar bjartsýni hafi gætt þegar ríkisstjórnin gaf út að tekið yrði á móti erlendum ferðamönnum frá ríkjum utan Schengen á borð við Bretland og Bandaríkin sem gætu framvísað bólusetninga- eða mótefnavottorði. Íslandshótel reka meðal annars Fosshótel Reykjavík sem hefur undanfarið verið nýtt sem sóttkvíarhótel.Vísir/Vilhelm „Þá vorum við alveg klár í að ræsa upp stóran hluta af hótelunum okkar en við verðum aðeins að endurskoða það núna og sjá bara hvernig þessu fram vindur,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir því að minnst tíu hótel verði opin í sumar til að anna eftirspurninni á innanlandsmarkaðnum. „En svo er spurning með landamærin og erlenda ferðamanninn og hvort við getum mögulega opnað enn fleiri.“ Skíðafólk og göngugarpar bjargað vetrinum „Við munum gefa fólki kost á að geta bókað hjá okkur á aðgengilegum verðum fyrir innanlands traffíkina. Tilboðum okkar var mjög vel tekið í fyrra, við fengum mikið af ánægðum Íslendingum í hús og vonum bara að það verði aftur svona gott Íslendingasumar,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels. Líkt og síðasta sumar verður hægt að bóka gistingu á lægra verði en í hefðbundnu árferði og tekur verðlagningin mið af nýtingu gistirýma á hverjum stað fyrir sig. Þá er hótelkeðjan, sem rekur fjórtán hótel víðs vegar um landið, farin að selja svokölluð gistináttabréf þar sem fólki býðst að kaupa tvær til átta nætur á hagstæðu verði. Magnea segir að herbergjanýtingin hafi verið betri í vetur en reiknað hafi verið með og mikið verið að gera á hótelunum um helgar og í vetrarfríum. „Það hefur verið að bókast vel í vetur í skíðin og fjallaferðir og alls konar þannig að það hefur tekið dálítið plássið núna en núna þegar það fer að vora þá fara að koma tilboð fyrir sumarið.“ Íslendingar geti ekki haldið uppi hótelrekstri í Reykjavík Kristófer Oliversson, eigandi og framkvæmdastjóri Center Hotels, segir að ýmsir tilboðspakkar muni standa Íslendingum til boða í sumar. Hann sé þó ekki búinn að afskrifa það að hingað komi erlendir ferðamenn. Center Hotels reka átta hótel í miðbæ Reykjavíkur en er nú einungis með eitt opið líkt og síðasta vor. Kristófer segir að hótel í Reykjavík hafi farið sérstaklega illa út úr faraldrinum þar sem Íslendingar fari frekar út á land þegar þeir vilji gera sér dagamun og leiti síður í miðbæ Reykjavíkur. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center Hotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/Egill „Við auðvitað leggjum við mikið upp úr því að bjóða Íslendinga velkomna en því miður erum við bara ekki nógu mörg til að halda uppi hótelrekstri í Reykjavík þannig að við byggjum allan okkar rekstur á erlendum ferðamönnum.“ „Okkar vonir eru bundnar við að það standi sem gefið hefur verið út að það verði mögulegt að koma hingað til lands með ströngum kröfum og smám saman fari að losna um þetta.“ Þar vísar Kristófer til þeirrar stefnu stjórnvalda að hleypa inn erlendum ferðamönnum sem geti sýnt fram á að þeir hafi verið bólusettir við Covid-19 eða með mótefni. Vonast til að geta haft tvö hótel opin Allt byggist þetta á flugframboði til landsins og því segir Kristófer það hafa verið gleðifregnir þegar bandaríska flugfélagið Delta Airlines tilkynnti nýverið að það hyggist hefja daglegt flug til Keflavíkur í maí frá þremur áfangastöðum í Bandaríkjunum. Center Hotels reka átta hótel í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þó mikil óvissa ríki áfram um þróun mála í ferðaþjónustunni viðurkennir Kristófer að það sé þó mikið bjartara yfir núna en síðasta vor. „Það var bara ekkert framundan á þessum tíma í fyrra, maður var smám saman að átta sig á því í mars-apríl að þeta yrðu ekki tveir til þrír mánuðir heldur tvö til þrjú misseri.“ Center Hotels er nú með 80 starfsmenn á hlutabótum og gerir Kristófer ráð fyrri því að ráða á bilinu 250 til 300 starfsmenn þegar bókunarstaðan kemst í eðlilegra horf. Hann vill þó fara hægt í sakirnar og vonast nú til að geta haft tvö hótel opin í sumar.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26 Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar. Þetta kemur fram á síðu Hagstofunnar. 10. febrúar 2021 09:50 Gistinætur Íslendinga á Norður- og Austurlandi margfölduðust í júlí Gistinætur Íslendinga á Norðurlandi og Austurlandi margfölduðust í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. 7. september 2020 11:49 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26
Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar. Þetta kemur fram á síðu Hagstofunnar. 10. febrúar 2021 09:50
Gistinætur Íslendinga á Norður- og Austurlandi margfölduðust í júlí Gistinætur Íslendinga á Norðurlandi og Austurlandi margfölduðust í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. 7. september 2020 11:49