Óvænt toppbarátta á Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 09:31 Karim Benzema er ein aðalástæða þess að Real er yfirhöfuð í titilbaráttu í ár. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Á meðan Manchester City er þegar farið að skipuleggja athöfnina er liðið tekur á móti Englandsmeistaratitlinum og Inter Milan er að stöðva einokun Juventus á Ítalíu þá virðist sem hörku titilbarátta sé fram undan á Spáni. Það var alltaf vitað að knattspyrnutímabil víðs vegar um Evrópu yrðu í skrítnari kantinum í ár vegna Covid-19. Sum lið fengu nær ekkert sumarfrí og voru því lengi af stað í upphafi tímabils, leikmenn hafa orðið veikir og misst af leikjum, lið hafa farið í sóttkví og þar fram eftir götunum. Atlético Madrid byrjaði hins vegar tímabilið af krafti á Spáni. Breytt leikkerfi Diego Simeone, meiri leikgleði og Luis Suárez í fantaformi virtust vera nóg til að Atlético myndi sigla titlinum í höfn á meðan bæði Barcelona og Real Madrid voru rjúkandi rústir einar. Fljótt skipast hins vegar veður í lofti. Atlético hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Fjórir hafa endað með jafntefli og tveir hafa tapast. Á þeim tíma hafa Real og Barcelona verið nær óstöðvandi. Atlético missti svo toppsæti sitt á laugardaginn er Real gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona. Fyrsti tapleikur Börsunga síðan liðið tapaði óvænt gegn Cádiz þann 5. desember. Síðan þá hafði liðið unnið 16 leiki og gert þrjú jafntefli. Real hefur einnig verið á góðu skriði og virðist sem Zinedine Zidane sé annað árið í röð að gera atlögu að titlinum þegar hann virðist úr augsýn. Á síðustu leiktíð kom Real til baka eftir Covid-pásuna og nánast stal titlinum. Í ár virðist það sama upp á teningnum. Lærisveinar Diego Simeone náðu toppsætinu á nýjan leik í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Real Betis. Leikur sem þeir hefðu þurft að vinna en forysta þeirra á toppi deildarinnar er aðeins eitt stig sem stendur. Þegar átta umferðir eru eftir af La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, er ljóst að langmesta spennan er þar ef við tökum aðeins stærstu deildir Evrópu inn í mengið. Það sem meira er, Barcelona tekur á móti Atlético þann 9. maí í leik sem gæti farið langleiðina með að ákveða hvar titillinn endar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Það var alltaf vitað að knattspyrnutímabil víðs vegar um Evrópu yrðu í skrítnari kantinum í ár vegna Covid-19. Sum lið fengu nær ekkert sumarfrí og voru því lengi af stað í upphafi tímabils, leikmenn hafa orðið veikir og misst af leikjum, lið hafa farið í sóttkví og þar fram eftir götunum. Atlético Madrid byrjaði hins vegar tímabilið af krafti á Spáni. Breytt leikkerfi Diego Simeone, meiri leikgleði og Luis Suárez í fantaformi virtust vera nóg til að Atlético myndi sigla titlinum í höfn á meðan bæði Barcelona og Real Madrid voru rjúkandi rústir einar. Fljótt skipast hins vegar veður í lofti. Atlético hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Fjórir hafa endað með jafntefli og tveir hafa tapast. Á þeim tíma hafa Real og Barcelona verið nær óstöðvandi. Atlético missti svo toppsæti sitt á laugardaginn er Real gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona. Fyrsti tapleikur Börsunga síðan liðið tapaði óvænt gegn Cádiz þann 5. desember. Síðan þá hafði liðið unnið 16 leiki og gert þrjú jafntefli. Real hefur einnig verið á góðu skriði og virðist sem Zinedine Zidane sé annað árið í röð að gera atlögu að titlinum þegar hann virðist úr augsýn. Á síðustu leiktíð kom Real til baka eftir Covid-pásuna og nánast stal titlinum. Í ár virðist það sama upp á teningnum. Lærisveinar Diego Simeone náðu toppsætinu á nýjan leik í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Real Betis. Leikur sem þeir hefðu þurft að vinna en forysta þeirra á toppi deildarinnar er aðeins eitt stig sem stendur. Þegar átta umferðir eru eftir af La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, er ljóst að langmesta spennan er þar ef við tökum aðeins stærstu deildir Evrópu inn í mengið. Það sem meira er, Barcelona tekur á móti Atlético þann 9. maí í leik sem gæti farið langleiðina með að ákveða hvar titillinn endar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira