Spennan magnast áfram í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 11:08 Úkraínskur hermaður vaktar víglínuna milli hersins og aðskilnaðarsinna í Donbass-héraði. Vísir/AP Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann staðhæfði að Bandaríkin væru að kanna styrk Rússlands með því að senda herskip á svæðið. „Við vörum Bandaríkin við því að það væri betra fyrir þá að halda sig frá Krímskaga og ströndum okkar í Svartahafi. Það væri þeim hollast,“ er haft eftir Ríabkov. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sló á svipaða strengi í morgun og lýsti því yfir að Rússar ættu að fækka hermönnum á landamærum Rússlands og Úkraínu. Þangað eru ráðamenn í Rússlandi sagðir hafa flutt tugi þúsunda hermanna og skriðdreka á undanförnum vikum. Ráðamenn í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeir hafi áhuga á því að ganga í Atlantshafsbandalagið en Rússar eru verulega mótfallnir því. Eftir fund með utanríkisráðherra Úkraínu í morgun sagði Stoltenberg að það kæmi í raun Rússum ekki við hvort Úkraína gengi til til liðs við NATO í framtíðinni. Það væri Úkraínumanna og annarra aðildarríkja að ákvarða. „Rússar eru nú að reyna að skapa áhrifasvið þar sem þeir fá að ákveða hvað nágrannar þeirra geta gert,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi í morgun Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Ráðamenn í Kænugarði segja um fjörutíu þúsund rússneska hermenn vera við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi þar að auki sent um fjörutíu þúsund hermenn til Krímskaga. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Þá hafa Rússar einnig staðið þétt við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu en um fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum frá þau hófust árið 2014. Úkraínumenn og bandamenn þeirra hafa lýst yfir áhyggjum af óútskýrðri hernaðaruppbyggingu Rússa á svæðinu. Dmítrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, hefur sagt að flutningur hermanna innan landamæra Rússlands komi öðrum ekki við og hefur sakað Úkraínumenn um að ögra Rússum. Ríabkov tók undir það í morgun og sagði blaðamönnum að með því að aðstoða Úkraínumenn væru Bandaríkin og NATO að breyta Úkraínu í púðurtunnu. Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Bandarískar hersveitir í Evrópu í viðbragðsstöðu vegna Rússa Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum. 2. apríl 2021 17:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Hann staðhæfði að Bandaríkin væru að kanna styrk Rússlands með því að senda herskip á svæðið. „Við vörum Bandaríkin við því að það væri betra fyrir þá að halda sig frá Krímskaga og ströndum okkar í Svartahafi. Það væri þeim hollast,“ er haft eftir Ríabkov. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sló á svipaða strengi í morgun og lýsti því yfir að Rússar ættu að fækka hermönnum á landamærum Rússlands og Úkraínu. Þangað eru ráðamenn í Rússlandi sagðir hafa flutt tugi þúsunda hermanna og skriðdreka á undanförnum vikum. Ráðamenn í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeir hafi áhuga á því að ganga í Atlantshafsbandalagið en Rússar eru verulega mótfallnir því. Eftir fund með utanríkisráðherra Úkraínu í morgun sagði Stoltenberg að það kæmi í raun Rússum ekki við hvort Úkraína gengi til til liðs við NATO í framtíðinni. Það væri Úkraínumanna og annarra aðildarríkja að ákvarða. „Rússar eru nú að reyna að skapa áhrifasvið þar sem þeir fá að ákveða hvað nágrannar þeirra geta gert,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi í morgun Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Ráðamenn í Kænugarði segja um fjörutíu þúsund rússneska hermenn vera við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi þar að auki sent um fjörutíu þúsund hermenn til Krímskaga. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Þá hafa Rússar einnig staðið þétt við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu en um fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum frá þau hófust árið 2014. Úkraínumenn og bandamenn þeirra hafa lýst yfir áhyggjum af óútskýrðri hernaðaruppbyggingu Rússa á svæðinu. Dmítrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, hefur sagt að flutningur hermanna innan landamæra Rússlands komi öðrum ekki við og hefur sakað Úkraínumenn um að ögra Rússum. Ríabkov tók undir það í morgun og sagði blaðamönnum að með því að aðstoða Úkraínumenn væru Bandaríkin og NATO að breyta Úkraínu í púðurtunnu.
Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Bandarískar hersveitir í Evrópu í viðbragðsstöðu vegna Rússa Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum. 2. apríl 2021 17:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22
Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31
Bandarískar hersveitir í Evrópu í viðbragðsstöðu vegna Rússa Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum. 2. apríl 2021 17:54