Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. apríl 2021 15:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. vísir/Egill Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. Líkt og komið hefur fram hefur bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson ákveðið að fresta dreifingu á Janssen bóluefninu í Evrópu. Þetta var gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins þar sem hið minnsta sex konur á aldrinum átján til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra erlátin og ein á sjúkrahúsi og er ástand hennar sagt alvarlegt. Þórólfur segir þessar aukaverkanir svipa til þeirra sem greint var frá í tengslum við bóluefni AstraZeneca. Hann segir eðlilegt að skoða málið nánar. „Við munum bíða með að nota bóluefnið þar til við fáum betri upplýsingar,“ segir Þórólfur. Ekki er víst hversu lengi þetta hlé mun vara. „Við munum bíða með bóluefnið og sjá svo hvort við getum notað það fyrir ákveðna hópa sem við teljum að sé ekki hætta búin af bóluefninu eins og við erum að gera með Astra Zeneca,“ segir hann og bætir við að horft verði til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu og Norðurlöndunum. Von er á 4.800 skömmtum af bóluefni Janssen í mánuðinum og hver einstaklingur þarf aðeins einn skammt. Setur þetta strik í reikninginn varðandi bólusetningar? „Ef niðurstaðan verður sú að það verður ekki ráðlagt að nota bóluefnið mun það svo sannarlega gera það. Ég vona að það verði ekki nein töf þó við stoppum notkunina í einhverjar vikur. Ef endanlega niðurstaðan verður hins vegar sú að það sé ekki þorandi að nota bóluefnið mun það setja strik í reikninginn.“ Stórt strik? „Við vorum búin að panta um 230 þúsund skammta og einn skammtur dugar fyrir einn einstakling þannig þetta er stór biti.“ Myndi það setja bólusetningar í verulegt uppnám? „Já, það myndi gera það og breyta áætlunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Líkt og komið hefur fram hefur bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson ákveðið að fresta dreifingu á Janssen bóluefninu í Evrópu. Þetta var gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins þar sem hið minnsta sex konur á aldrinum átján til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra erlátin og ein á sjúkrahúsi og er ástand hennar sagt alvarlegt. Þórólfur segir þessar aukaverkanir svipa til þeirra sem greint var frá í tengslum við bóluefni AstraZeneca. Hann segir eðlilegt að skoða málið nánar. „Við munum bíða með að nota bóluefnið þar til við fáum betri upplýsingar,“ segir Þórólfur. Ekki er víst hversu lengi þetta hlé mun vara. „Við munum bíða með bóluefnið og sjá svo hvort við getum notað það fyrir ákveðna hópa sem við teljum að sé ekki hætta búin af bóluefninu eins og við erum að gera með Astra Zeneca,“ segir hann og bætir við að horft verði til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu og Norðurlöndunum. Von er á 4.800 skömmtum af bóluefni Janssen í mánuðinum og hver einstaklingur þarf aðeins einn skammt. Setur þetta strik í reikninginn varðandi bólusetningar? „Ef niðurstaðan verður sú að það verður ekki ráðlagt að nota bóluefnið mun það svo sannarlega gera það. Ég vona að það verði ekki nein töf þó við stoppum notkunina í einhverjar vikur. Ef endanlega niðurstaðan verður hins vegar sú að það sé ekki þorandi að nota bóluefnið mun það setja strik í reikninginn.“ Stórt strik? „Við vorum búin að panta um 230 þúsund skammta og einn skammtur dugar fyrir einn einstakling þannig þetta er stór biti.“ Myndi það setja bólusetningar í verulegt uppnám? „Já, það myndi gera það og breyta áætlunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira