„Dauðadómur“ fyrir Liverpool að fá á sig mark í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2021 10:00 Vinicius Junior fagnar marki gegn Liverpool í 3-1 sigri Real Madrid í fyrri leiknum. EPA/Kiko Huesca „Það er nánast dauðadómur fyrir Liverpool að fá á sig mark í þessum leik,“ segir Jón Þór Hauksson um stórleik Liverpool og Real Madrid í kvöld, í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real Madrid er 3-1 yfir eftir fyrri leik liðanna og Liverpool-menn eru því í erfiðri stöðu fyrir upphafsflautið á Anfield, kl. 19 í kvöld. „Þeir mega ekki fá á sig mark, þá þurfa þeir að skora þrjú. Það er nánast dauðadómur fyrir þá ef þeir fá á sig mark í þessum leik. Þú getur ekki gert ráð fyrir því, þó að það hafi tekist áður, að skora 3-4 mörk í hvert skipti. Þeir verða að hafa þetta í huga. Þeir verða að passa markið sitt og mega ekki fá á sig mark,“ segir Jón Þór í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en einnig er hægt að hlusta á hann í útvarpsappi Sýnar. Jón Þór segir Liverpool vissulega þurfa að fara varlega í kvöld en bætir við: „Á sama tíma þá munu þeir pressa og setja mikla orku í þennan leik, alveg klárt. Það eru teikn á lofti hjá Liverpool að liðið sé að finna gamla taktinn sinn. Við höfum séð á undanförnum árum að Klopp er algjör snillingur. Á þessum tíma tímabilsins hefur honum á einhvern ótrúlegan hátt tekist að „endurhlaða“. Að vísu er risastór faktor að núna kom þriggja leikja landsleikjatörn, í stað þess að hann hefur alltaf farið með liðið á Marbella í sólina og smá partý. Hann hefur ekki fundið tíma til þess á þessu tímabili,“ segir Jón Þór. Miðverðirnir verði að hjálpa bakvörðunum betur Kjartan Atli Kjartansson benti á hve illa vörn Liverpool hefði á köflum litið út í fyrri leiknum gegn Real: „Vörnin hjá Liverpool er eins og nýi þátturinn hans Dóra DNA, bara eitthvað skítamix. Þeir fundu eitthvað timbur og bjuggu til nokkuð burðugan stall til að standa á. Þeir hafa alveg staðið sig vel sem einstaklingar, Nathaniel Phillips kann til dæmis alveg að verjast, en á þessu stigi keppninnar, gegn bestu liðum Evrópu, þá hlýtur þetta að koma í ljós,“ segir Kjartan. „Við höfum séð vísbendingar um að þeir séu að finna einhvern takt. Það mun ráða úrslitum fyrir þá hversu langt þeir eru komnir með það,“ segir Jón Þór og telur miðvarðaparið Nat Phillips og Ozan Kabak á réttri leið: „Klopp hefur verið að spila með þetta hafsentapar í undanförnum leikjum og með hverjum leik þá myndast betra samband á milli þeirra. Við sáum það í fyrri leiknum að þeir þurfa að „kovera“ betur fyrir bakverðina sína. Hafsentar Liverpool þurfa að vinna betri varnarvinnu heldur en þeir hafa verið að gera, eins og við sáum svart á hvítu í fyrri leiknum við Real Madrid. Þar sáum við líka hversu mikilvægur Van Dijk er, hafi einhver efast um það. Þarna kom í ljós að Trent [Alexander-Arnold] hefur fengið að sinna sínum sóknarleik, eins frábærlega og hann hefur gert það, á meðan að hann hefur haft heimsklassa hafsent á bakvið sig til þess að bæta upp fyrir hversu lélegur varnarmaður hann er.“ Jón Þór og Reynir Leósson verða í hlutverki sérfræðinga á Stöð 2 Sport 2 í kvöld þar sem upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.15. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst svo kl. 19. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira
Real Madrid er 3-1 yfir eftir fyrri leik liðanna og Liverpool-menn eru því í erfiðri stöðu fyrir upphafsflautið á Anfield, kl. 19 í kvöld. „Þeir mega ekki fá á sig mark, þá þurfa þeir að skora þrjú. Það er nánast dauðadómur fyrir þá ef þeir fá á sig mark í þessum leik. Þú getur ekki gert ráð fyrir því, þó að það hafi tekist áður, að skora 3-4 mörk í hvert skipti. Þeir verða að hafa þetta í huga. Þeir verða að passa markið sitt og mega ekki fá á sig mark,“ segir Jón Þór í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en einnig er hægt að hlusta á hann í útvarpsappi Sýnar. Jón Þór segir Liverpool vissulega þurfa að fara varlega í kvöld en bætir við: „Á sama tíma þá munu þeir pressa og setja mikla orku í þennan leik, alveg klárt. Það eru teikn á lofti hjá Liverpool að liðið sé að finna gamla taktinn sinn. Við höfum séð á undanförnum árum að Klopp er algjör snillingur. Á þessum tíma tímabilsins hefur honum á einhvern ótrúlegan hátt tekist að „endurhlaða“. Að vísu er risastór faktor að núna kom þriggja leikja landsleikjatörn, í stað þess að hann hefur alltaf farið með liðið á Marbella í sólina og smá partý. Hann hefur ekki fundið tíma til þess á þessu tímabili,“ segir Jón Þór. Miðverðirnir verði að hjálpa bakvörðunum betur Kjartan Atli Kjartansson benti á hve illa vörn Liverpool hefði á köflum litið út í fyrri leiknum gegn Real: „Vörnin hjá Liverpool er eins og nýi þátturinn hans Dóra DNA, bara eitthvað skítamix. Þeir fundu eitthvað timbur og bjuggu til nokkuð burðugan stall til að standa á. Þeir hafa alveg staðið sig vel sem einstaklingar, Nathaniel Phillips kann til dæmis alveg að verjast, en á þessu stigi keppninnar, gegn bestu liðum Evrópu, þá hlýtur þetta að koma í ljós,“ segir Kjartan. „Við höfum séð vísbendingar um að þeir séu að finna einhvern takt. Það mun ráða úrslitum fyrir þá hversu langt þeir eru komnir með það,“ segir Jón Þór og telur miðvarðaparið Nat Phillips og Ozan Kabak á réttri leið: „Klopp hefur verið að spila með þetta hafsentapar í undanförnum leikjum og með hverjum leik þá myndast betra samband á milli þeirra. Við sáum það í fyrri leiknum að þeir þurfa að „kovera“ betur fyrir bakverðina sína. Hafsentar Liverpool þurfa að vinna betri varnarvinnu heldur en þeir hafa verið að gera, eins og við sáum svart á hvítu í fyrri leiknum við Real Madrid. Þar sáum við líka hversu mikilvægur Van Dijk er, hafi einhver efast um það. Þarna kom í ljós að Trent [Alexander-Arnold] hefur fengið að sinna sínum sóknarleik, eins frábærlega og hann hefur gert það, á meðan að hann hefur haft heimsklassa hafsent á bakvið sig til þess að bæta upp fyrir hversu lélegur varnarmaður hann er.“ Jón Þór og Reynir Leósson verða í hlutverki sérfræðinga á Stöð 2 Sport 2 í kvöld þar sem upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.15. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst svo kl. 19. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira