Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. apríl 2021 11:27 „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, sagði á sama vettvangi í síðustu viku að transfólk upplifði oft fordóma í sundlaugum og við aðra íþróttaiðkun en Veiga segist ekki kannast við það. „Ég var byrjuð að fara í sund áður en ég fór í aðgerð og þá fór ég yfirleitt bara afsíðis og skipti um föt og fór í sturtu í sundbol,“ segir hún. Veiga segist sjálf ekki hafa viljað að nokkur maður sæi það sem hún hefði milli fótanna. „Ég held að við transfólk skömmumst okkar öll mjög mikið fyrir það sem við erum með þarna milli lappanna,“ útskýrir hún. „Ég var búin að fara í brjóstastækkun en ekki aðgerðina þannig að mín spegilmynd... ég var aldrei sátt við hana. Þannig að ég vildi ekki sjá þetta sjálf, hvað þá að sýna öðrum. En svo hef ég upplifað eftir ferlið, sérstaklega eftir að ég var búin að róa hringinn og myndin mín komin út þannig að fólk kannaðist við mig, að fólk er að gjóa augunum og skoða.“ Með hjartað í buxunum þegar dóttirin kallaði á pabba Veiga segist telja að um sé að ræða saklausa forvitni; að minnsta kosti sé það þannig sem hún taki augngotunum. Fólk sé hreinlega forvitið um það hvernig líkaminn lítur út eftir leiðréttingaraðgerð og hún kippi sér ekkert upp við það. Hún fór fyrst í kvennaklefann í Noregi. Þá var hún byrjuð í ferlinu og vildi ekki missa af því að fara með dóttur sinni í sund. Það tók nokkrar tilraunir, nokkrar ferðir framhjá sundlauginni, áður en hún komst alla leið inn. „Af því ég var bara með hjartað í buxunum, ég var svo hrædd. Svo fór ég nokkrum sinnum og það gekk bara rosalega vel,“ segir Veiga. Hún lýsir reyndar einu augnabliki þegar dóttir hennar kallaði á pabba sinn í sturtuklefanum. „Mig langaði að gufa upp en einu viðbrögðin sem ég fékk voru að konurnar brostu til mín.“ Veiga segist hafa heyrt sögur af fordómum í garð annarra trans einstaklinga og viðurkennir að sjálf sé hún ef til vill ónæmari en aðrir. Hún minnist þess meðal annars að hafa neitað því, spurð eftir fyrirlestur, að hún yrði vör við að fólk væri að horfa á sig. „En vinkona mín sem var með mér á þessum fyrirlestri og var að hlusta, hún rétti bara upp höndina og sagði: Veistu, fyrirgefðu Veiga, en það er stundum horft á þig. Þú tekur bara ekki eftir því vegna þess að þér er alveg sama.“ Verður helst vör við fordóma í tilhugalífinu Veiga segist raunar hafa orðið fyrir mestum fordómum í tilhugalífinu, frá samkynhneigðum konum. Þar segist hún hafa hætt að segja fólki frá því fyrirfram að hún væri trans. „Ég hvar búin að spjalla við konu í dágóðan tíma sem leist vel á mig og við áttum sameiginleg áhugamál og allt að ganga upp,“ segir hún um eitt skiptið. „Ég segi henni svo að ég sé trans og hún segir: Ekkert mál. En sendir mér skilaboð fimm mínútum seinna: Ég vil ekki tala meira.“ Veiga segir að það sé sín tilfinning að ekki sé um að ræða fordóma viðkomandi gagnvart trans fólki heldur ótta við fordóma annarra. Hún segist ekki verða vör við fordóma á Ísafirði, þar sem hún býr. Þá hefur hún starfað í ferðaþjónstu um nokkurt skeið og hafa komist að því að þrátt fyrir að hún sé að ferðast með fólk víðsvegar að, þá skipti það engu að hún sé trans. „Ég hef oft sagt að mestu fordómarnir sem ég hef upplifað voru mínir eigin fordómar. Það er að segja, ég var búin að gera öðrum upp fordóma í minn garð.“ Hinsegin Sundlaugar Mannréttindi Bítið Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, sagði á sama vettvangi í síðustu viku að transfólk upplifði oft fordóma í sundlaugum og við aðra íþróttaiðkun en Veiga segist ekki kannast við það. „Ég var byrjuð að fara í sund áður en ég fór í aðgerð og þá fór ég yfirleitt bara afsíðis og skipti um föt og fór í sturtu í sundbol,“ segir hún. Veiga segist sjálf ekki hafa viljað að nokkur maður sæi það sem hún hefði milli fótanna. „Ég held að við transfólk skömmumst okkar öll mjög mikið fyrir það sem við erum með þarna milli lappanna,“ útskýrir hún. „Ég var búin að fara í brjóstastækkun en ekki aðgerðina þannig að mín spegilmynd... ég var aldrei sátt við hana. Þannig að ég vildi ekki sjá þetta sjálf, hvað þá að sýna öðrum. En svo hef ég upplifað eftir ferlið, sérstaklega eftir að ég var búin að róa hringinn og myndin mín komin út þannig að fólk kannaðist við mig, að fólk er að gjóa augunum og skoða.“ Með hjartað í buxunum þegar dóttirin kallaði á pabba Veiga segist telja að um sé að ræða saklausa forvitni; að minnsta kosti sé það þannig sem hún taki augngotunum. Fólk sé hreinlega forvitið um það hvernig líkaminn lítur út eftir leiðréttingaraðgerð og hún kippi sér ekkert upp við það. Hún fór fyrst í kvennaklefann í Noregi. Þá var hún byrjuð í ferlinu og vildi ekki missa af því að fara með dóttur sinni í sund. Það tók nokkrar tilraunir, nokkrar ferðir framhjá sundlauginni, áður en hún komst alla leið inn. „Af því ég var bara með hjartað í buxunum, ég var svo hrædd. Svo fór ég nokkrum sinnum og það gekk bara rosalega vel,“ segir Veiga. Hún lýsir reyndar einu augnabliki þegar dóttir hennar kallaði á pabba sinn í sturtuklefanum. „Mig langaði að gufa upp en einu viðbrögðin sem ég fékk voru að konurnar brostu til mín.“ Veiga segist hafa heyrt sögur af fordómum í garð annarra trans einstaklinga og viðurkennir að sjálf sé hún ef til vill ónæmari en aðrir. Hún minnist þess meðal annars að hafa neitað því, spurð eftir fyrirlestur, að hún yrði vör við að fólk væri að horfa á sig. „En vinkona mín sem var með mér á þessum fyrirlestri og var að hlusta, hún rétti bara upp höndina og sagði: Veistu, fyrirgefðu Veiga, en það er stundum horft á þig. Þú tekur bara ekki eftir því vegna þess að þér er alveg sama.“ Verður helst vör við fordóma í tilhugalífinu Veiga segist raunar hafa orðið fyrir mestum fordómum í tilhugalífinu, frá samkynhneigðum konum. Þar segist hún hafa hætt að segja fólki frá því fyrirfram að hún væri trans. „Ég hvar búin að spjalla við konu í dágóðan tíma sem leist vel á mig og við áttum sameiginleg áhugamál og allt að ganga upp,“ segir hún um eitt skiptið. „Ég segi henni svo að ég sé trans og hún segir: Ekkert mál. En sendir mér skilaboð fimm mínútum seinna: Ég vil ekki tala meira.“ Veiga segir að það sé sín tilfinning að ekki sé um að ræða fordóma viðkomandi gagnvart trans fólki heldur ótta við fordóma annarra. Hún segist ekki verða vör við fordóma á Ísafirði, þar sem hún býr. Þá hefur hún starfað í ferðaþjónstu um nokkurt skeið og hafa komist að því að þrátt fyrir að hún sé að ferðast með fólk víðsvegar að, þá skipti það engu að hún sé trans. „Ég hef oft sagt að mestu fordómarnir sem ég hef upplifað voru mínir eigin fordómar. Það er að segja, ég var búin að gera öðrum upp fordóma í minn garð.“
Hinsegin Sundlaugar Mannréttindi Bítið Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent