Mbpape er orðaður burt frá PSG í sumar en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2022. Real hefur verið nefndur sem næsti áfangastaður.
Modric segir Mbappe einn þann besta í heimi og svoleiðis leikmenn séu alltaf velkomnir til Real Madrid.
„Þú heyrir margar sögur um hverjir séu að koma og hverjir eru að fara en ég get ekki farið nánar út í það,“ sagði Modric fyrir leikinn gegn Liverpool í kvöld.
„Mbappe er frábær leikmaður og hann hefur sannað það með franska landsliðinu og PSG. Góðir leikmenn eru alltaf velkomnir til Real Madrid en það er ekki rétt af mér að tala um leikmenn i öðru félagi, sérstaklega á þessu stigi.“
„Þú verður að sjá hvað gerist á næstu leiktíð en hann er topp leikmaður og einn af þeim bestu í heimi,“ bætti Króatinn við.
'Great players are always welcome at Real Madrid'
— MailOnline Sport (@MailSport) April 14, 2021
Luka Modric gives his seal of approval to Kylian Mbappe's potential movehttps://t.co/enbs8DvYyq

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.