Southgate hvetur menn til að haga sér í aðdraganda EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 09:01 Landsliðseinvaldur Englands, Gareth Southgate, vill engin fíflalæti í aðdraganda EM. Vísir/Getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur hvatt leikmenn sína til að haga sér í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fer í sumar. Southgate er ekki hrifinn af neinum fíflagangi og mögulega gætu ummæli hans verið bein skilaboð til James Maddison, leikmanns Leicester City, sem ákvað ásamt nokkrum liðsfélögum sínum að brjóta reglur félagsins á dögunum. Í ítarlegu viðtali við Sky Sports fór Southgate um víðan völl og kom þar inn á hegðun landsliðsmanna Englands. „Það voru vandamál síðasta haus. Það er alltaf erfitt fyrir þjálfara að glíma við slík vandamál. Það setur mann í mjög erfiða stöðu,“ segir Soutghate. Þar er hann eflaust að vitna í ákveðna atburði sem áttu sér stað á Íslandi sem og atvik í Grikklandi. „Ég get aðeins borið það saman við landsliðsgluggann í mars þar sem það var ekkert drama. Það var mun betra umhverfi og auðveldara að undirbúa sig. Við þurfum aðeins að taka ákvarðanir tengdar knattspyrnu, aðeins að undir knattspyrnu og aðeins að tala um málefni tengd knattspyrnu.“ „Þegar við fórum á HM í Rússlandi var lítil sem engin truflun í aðdraganda mótsins. Ég talaði við leikmennina um það í haust. Í haust var það hegðun utan sem innan allar sem skapaði hvað mest vandamál fyrir okkur og þýddi að við komumst ekki í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, eitthvað sem okkur langaði mjög. Það pirrar mig enn þegar ég horfi á leikina í undanúrslitum: Ítalía, Spánn, Belgía og Frakkland. Þetta eru frábær lið og þetta eru leikir sem þú vilt vera hluti af.“ „Einn af aðalþáttunum var sá að við gátum ekki valið leikmenn á ákveðnum tímapunktum vegna þess sem gerðist á vellinum eða utan hans.“ „Þegar við komum saman í sumar verðum við að sjá til þess að við séum þannig í stakk búnir að við getum eingöngu einbeitt okkur að fótbolta og gefið okkur sem besta möguleika. Þurfum að skapa rólegra andrúmsloft fyrir alla í aðdraganda mótsins,“ sagði Southgate að lokum. England er í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar ásamt Skotlandi, Tékklandi og Króatíu. Fara allir leikir Englands í riðlakeppninni fram á Wembley í Lundúnum. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Southgate er ekki hrifinn af neinum fíflagangi og mögulega gætu ummæli hans verið bein skilaboð til James Maddison, leikmanns Leicester City, sem ákvað ásamt nokkrum liðsfélögum sínum að brjóta reglur félagsins á dögunum. Í ítarlegu viðtali við Sky Sports fór Southgate um víðan völl og kom þar inn á hegðun landsliðsmanna Englands. „Það voru vandamál síðasta haus. Það er alltaf erfitt fyrir þjálfara að glíma við slík vandamál. Það setur mann í mjög erfiða stöðu,“ segir Soutghate. Þar er hann eflaust að vitna í ákveðna atburði sem áttu sér stað á Íslandi sem og atvik í Grikklandi. „Ég get aðeins borið það saman við landsliðsgluggann í mars þar sem það var ekkert drama. Það var mun betra umhverfi og auðveldara að undirbúa sig. Við þurfum aðeins að taka ákvarðanir tengdar knattspyrnu, aðeins að undir knattspyrnu og aðeins að tala um málefni tengd knattspyrnu.“ „Þegar við fórum á HM í Rússlandi var lítil sem engin truflun í aðdraganda mótsins. Ég talaði við leikmennina um það í haust. Í haust var það hegðun utan sem innan allar sem skapaði hvað mest vandamál fyrir okkur og þýddi að við komumst ekki í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, eitthvað sem okkur langaði mjög. Það pirrar mig enn þegar ég horfi á leikina í undanúrslitum: Ítalía, Spánn, Belgía og Frakkland. Þetta eru frábær lið og þetta eru leikir sem þú vilt vera hluti af.“ „Einn af aðalþáttunum var sá að við gátum ekki valið leikmenn á ákveðnum tímapunktum vegna þess sem gerðist á vellinum eða utan hans.“ „Þegar við komum saman í sumar verðum við að sjá til þess að við séum þannig í stakk búnir að við getum eingöngu einbeitt okkur að fótbolta og gefið okkur sem besta möguleika. Þurfum að skapa rólegra andrúmsloft fyrir alla í aðdraganda mótsins,“ sagði Southgate að lokum. England er í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar ásamt Skotlandi, Tékklandi og Króatíu. Fara allir leikir Englands í riðlakeppninni fram á Wembley í Lundúnum.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira