Páll blæs á sögusagnir þess efnis að hann sé arftaki Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2021 10:33 Páll segist þurfa að standa í rökræðum við fólk á þinginu sem telur sig vita að hann sé á leið í ritstjórastól Moggans. En það hefur enginn hringt. vísir/vilhelm Páll Magnússon alþingismaður þvertekur fyrir það að hann sé á leið í ritstjórastól Morgunblaðsins. Páll var gestur Bítisins í morgun þar sem hann gerði upp feril sinn á þinginu en eins og fram hefur komið hefur hann tilkynnt um að hann ætli ekki að gefa kost á sér fyrir komandi alþingiskosningar. Strax í kjölfarið komu fram kenningar þess efnis að ástæðan hlyti að vera sú að honum hafi verið lofað ritstjórastóli uppi í Hádegismóum hvar Morgunblaðið hefur bækistöðvar sínar. Páll hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum sem spannar á fjórða áratug. Var hann meðal annars bæði fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar og síðar útvarpsstjóri. Davíð Oddsson ritstjóri hjá Morgunblaðinu er orðinn 73 ára gamall og þó ern sé hlýtur hann að vera farinn að líta til þess að setjast í helgan stein. Og meðritstjóri hans og framkvæmdastjóri blaðsins jafnframt, Haraldur Johannessen, mun vart sjá út úr augum vegna álags. Þarna hlyti röskur Páll að geta lagt gjörva hönd á plóg, vildu ýmsir meina sem rýndu í þessi spil. Páll var spurður út í þetta í útvarpsþættinum, hvað hann væri að fara að gera og hvort þetta væri rétt, sem sagan segði? „Neineinei, þessi saga er svo lífsseig að ég þarf að standa í rökræðum niðri í þingi út af þessu. Þar sem fólk telur sig vita. Það hefur bara enginn hringt. En þá er sagt: Ég veit nú allt um þetta,“ sagði Páll og taldi þetta af og frá. Fjölmiðlar Alþingi Vistaskipti Bítið Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Páll var gestur Bítisins í morgun þar sem hann gerði upp feril sinn á þinginu en eins og fram hefur komið hefur hann tilkynnt um að hann ætli ekki að gefa kost á sér fyrir komandi alþingiskosningar. Strax í kjölfarið komu fram kenningar þess efnis að ástæðan hlyti að vera sú að honum hafi verið lofað ritstjórastóli uppi í Hádegismóum hvar Morgunblaðið hefur bækistöðvar sínar. Páll hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum sem spannar á fjórða áratug. Var hann meðal annars bæði fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar og síðar útvarpsstjóri. Davíð Oddsson ritstjóri hjá Morgunblaðinu er orðinn 73 ára gamall og þó ern sé hlýtur hann að vera farinn að líta til þess að setjast í helgan stein. Og meðritstjóri hans og framkvæmdastjóri blaðsins jafnframt, Haraldur Johannessen, mun vart sjá út úr augum vegna álags. Þarna hlyti röskur Páll að geta lagt gjörva hönd á plóg, vildu ýmsir meina sem rýndu í þessi spil. Páll var spurður út í þetta í útvarpsþættinum, hvað hann væri að fara að gera og hvort þetta væri rétt, sem sagan segði? „Neineinei, þessi saga er svo lífsseig að ég þarf að standa í rökræðum niðri í þingi út af þessu. Þar sem fólk telur sig vita. Það hefur bara enginn hringt. En þá er sagt: Ég veit nú allt um þetta,“ sagði Páll og taldi þetta af og frá.
Fjölmiðlar Alþingi Vistaskipti Bítið Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira