Páll blæs á sögusagnir þess efnis að hann sé arftaki Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2021 10:33 Páll segist þurfa að standa í rökræðum við fólk á þinginu sem telur sig vita að hann sé á leið í ritstjórastól Moggans. En það hefur enginn hringt. vísir/vilhelm Páll Magnússon alþingismaður þvertekur fyrir það að hann sé á leið í ritstjórastól Morgunblaðsins. Páll var gestur Bítisins í morgun þar sem hann gerði upp feril sinn á þinginu en eins og fram hefur komið hefur hann tilkynnt um að hann ætli ekki að gefa kost á sér fyrir komandi alþingiskosningar. Strax í kjölfarið komu fram kenningar þess efnis að ástæðan hlyti að vera sú að honum hafi verið lofað ritstjórastóli uppi í Hádegismóum hvar Morgunblaðið hefur bækistöðvar sínar. Páll hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum sem spannar á fjórða áratug. Var hann meðal annars bæði fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar og síðar útvarpsstjóri. Davíð Oddsson ritstjóri hjá Morgunblaðinu er orðinn 73 ára gamall og þó ern sé hlýtur hann að vera farinn að líta til þess að setjast í helgan stein. Og meðritstjóri hans og framkvæmdastjóri blaðsins jafnframt, Haraldur Johannessen, mun vart sjá út úr augum vegna álags. Þarna hlyti röskur Páll að geta lagt gjörva hönd á plóg, vildu ýmsir meina sem rýndu í þessi spil. Páll var spurður út í þetta í útvarpsþættinum, hvað hann væri að fara að gera og hvort þetta væri rétt, sem sagan segði? „Neineinei, þessi saga er svo lífsseig að ég þarf að standa í rökræðum niðri í þingi út af þessu. Þar sem fólk telur sig vita. Það hefur bara enginn hringt. En þá er sagt: Ég veit nú allt um þetta,“ sagði Páll og taldi þetta af og frá. Fjölmiðlar Alþingi Vistaskipti Bítið Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Páll var gestur Bítisins í morgun þar sem hann gerði upp feril sinn á þinginu en eins og fram hefur komið hefur hann tilkynnt um að hann ætli ekki að gefa kost á sér fyrir komandi alþingiskosningar. Strax í kjölfarið komu fram kenningar þess efnis að ástæðan hlyti að vera sú að honum hafi verið lofað ritstjórastóli uppi í Hádegismóum hvar Morgunblaðið hefur bækistöðvar sínar. Páll hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum sem spannar á fjórða áratug. Var hann meðal annars bæði fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar og síðar útvarpsstjóri. Davíð Oddsson ritstjóri hjá Morgunblaðinu er orðinn 73 ára gamall og þó ern sé hlýtur hann að vera farinn að líta til þess að setjast í helgan stein. Og meðritstjóri hans og framkvæmdastjóri blaðsins jafnframt, Haraldur Johannessen, mun vart sjá út úr augum vegna álags. Þarna hlyti röskur Páll að geta lagt gjörva hönd á plóg, vildu ýmsir meina sem rýndu í þessi spil. Páll var spurður út í þetta í útvarpsþættinum, hvað hann væri að fara að gera og hvort þetta væri rétt, sem sagan segði? „Neineinei, þessi saga er svo lífsseig að ég þarf að standa í rökræðum niðri í þingi út af þessu. Þar sem fólk telur sig vita. Það hefur bara enginn hringt. En þá er sagt: Ég veit nú allt um þetta,“ sagði Páll og taldi þetta af og frá.
Fjölmiðlar Alþingi Vistaskipti Bítið Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira