Páll blæs á sögusagnir þess efnis að hann sé arftaki Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2021 10:33 Páll segist þurfa að standa í rökræðum við fólk á þinginu sem telur sig vita að hann sé á leið í ritstjórastól Moggans. En það hefur enginn hringt. vísir/vilhelm Páll Magnússon alþingismaður þvertekur fyrir það að hann sé á leið í ritstjórastól Morgunblaðsins. Páll var gestur Bítisins í morgun þar sem hann gerði upp feril sinn á þinginu en eins og fram hefur komið hefur hann tilkynnt um að hann ætli ekki að gefa kost á sér fyrir komandi alþingiskosningar. Strax í kjölfarið komu fram kenningar þess efnis að ástæðan hlyti að vera sú að honum hafi verið lofað ritstjórastóli uppi í Hádegismóum hvar Morgunblaðið hefur bækistöðvar sínar. Páll hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum sem spannar á fjórða áratug. Var hann meðal annars bæði fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar og síðar útvarpsstjóri. Davíð Oddsson ritstjóri hjá Morgunblaðinu er orðinn 73 ára gamall og þó ern sé hlýtur hann að vera farinn að líta til þess að setjast í helgan stein. Og meðritstjóri hans og framkvæmdastjóri blaðsins jafnframt, Haraldur Johannessen, mun vart sjá út úr augum vegna álags. Þarna hlyti röskur Páll að geta lagt gjörva hönd á plóg, vildu ýmsir meina sem rýndu í þessi spil. Páll var spurður út í þetta í útvarpsþættinum, hvað hann væri að fara að gera og hvort þetta væri rétt, sem sagan segði? „Neineinei, þessi saga er svo lífsseig að ég þarf að standa í rökræðum niðri í þingi út af þessu. Þar sem fólk telur sig vita. Það hefur bara enginn hringt. En þá er sagt: Ég veit nú allt um þetta,“ sagði Páll og taldi þetta af og frá. Fjölmiðlar Alþingi Vistaskipti Bítið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Páll var gestur Bítisins í morgun þar sem hann gerði upp feril sinn á þinginu en eins og fram hefur komið hefur hann tilkynnt um að hann ætli ekki að gefa kost á sér fyrir komandi alþingiskosningar. Strax í kjölfarið komu fram kenningar þess efnis að ástæðan hlyti að vera sú að honum hafi verið lofað ritstjórastóli uppi í Hádegismóum hvar Morgunblaðið hefur bækistöðvar sínar. Páll hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum sem spannar á fjórða áratug. Var hann meðal annars bæði fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar og síðar útvarpsstjóri. Davíð Oddsson ritstjóri hjá Morgunblaðinu er orðinn 73 ára gamall og þó ern sé hlýtur hann að vera farinn að líta til þess að setjast í helgan stein. Og meðritstjóri hans og framkvæmdastjóri blaðsins jafnframt, Haraldur Johannessen, mun vart sjá út úr augum vegna álags. Þarna hlyti röskur Páll að geta lagt gjörva hönd á plóg, vildu ýmsir meina sem rýndu í þessi spil. Páll var spurður út í þetta í útvarpsþættinum, hvað hann væri að fara að gera og hvort þetta væri rétt, sem sagan segði? „Neineinei, þessi saga er svo lífsseig að ég þarf að standa í rökræðum niðri í þingi út af þessu. Þar sem fólk telur sig vita. Það hefur bara enginn hringt. En þá er sagt: Ég veit nú allt um þetta,“ sagði Páll og taldi þetta af og frá.
Fjölmiðlar Alþingi Vistaskipti Bítið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira