Enski boltinn

Við vildum vera hug­rakkir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tuchel var sáttur með sína menn í dag.
Tuchel var sáttur með sína menn í dag. EPA-EFE/Ben Stansall

Thomas Tuchel hrósað liði sínu í hástert að loknum 1-0 sigri á Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins í kvöld.

„Þetta var mjög, mjög góð frammistaða. Ég er mjög hamingjusamur og mjög stoltur,“ sagði þýski þjálfarinn í leikslok.

„Við spiluðum frábærlega í 35 mínútur í fyrri hálfleik. Við þurftum að þjást í tíu mínútur. Svo spiluðum við aftur mjög góðar 30 mínútur, tókum forystuna og hefðum getað skorað annað. Ég er mjög stoltur af mínu liði.“

„Að hafa boltann og halda honum er einnig góð vörn. Við vorum alls ekki heppnir að halda hreinu, við unnum fyrir því og stóðum okkur mjög vel. Strákarnir eru tilbúnir að bakka hvorn annan upp ef einhver þeirra tapar einvígi inn á vellinum. Við vildum vera hugrakkir í dag, með boltann og án hans. Við gerðum það,“ sagði Thomas Tuchel að lokum.

Chelsea mætir Leicester City eða Southampton í úrslitum FA-bikarsins þann 15. maí næstkomandi. Allt í beinni á Stöð 2 Sport.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×