Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2021 17:45 Halla Signý Kristjánsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. Halla Signý á sæti í velferðarnefnd þingsins, en hún segir hvorki samstöðu um málið þar né í ríkisstjórninni sjálfri. Það sé þó hennar mat að mikilvægt sé að geta skyldað alla þá sem koma til landsins í sóttvarnahús. „Í gegnum þennan faraldur höfum við fylgt eftir ráðleggingum sóttvarnayfirvalda með eftirtektarverðum árangri og því er mikilvægt að sóttvarnalæknir hafi þær lagastoðir fyrir þeim aðgerðum sem hann telur mikilvægar til að tryggja líf og heilsu okkar. Það er því okkar löggjafans að tryggja þessa lagastoð, svo lengi sem við gætum meðalhófs,“ skrifar Halla Signý í stöðuuppfærslu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að ekki væri lagastoð fyrir reglugerð ráðherra um skyldudvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttvarnarhúsi. Margir hafa ýjað að óeiningu innan ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir sem skorar jafnframt á þingmenn Framsóknar að taka undir frumvarp Samfylkingarinnar sem á að renna stoðum undir skyldudvöl í sóttvarnahúsi. Fleiri úr röðum Framsóknar taka undir stöðuuppfærslu Höllu Signýjar, þar á meðal Þórarinn Ingi Pétursson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. „Tek heilshugar undir með Höllu. Allflestir fylgja reglum um sóttkví við komu til landsins en þeir örfáu sem gera það ekki, geta unnið samfélaginu ómældan skaða. Við þurfum lagastoð um sóttvarnarhús eins og Þórólfur sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir,“ skrifar Silja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Halla Signý á sæti í velferðarnefnd þingsins, en hún segir hvorki samstöðu um málið þar né í ríkisstjórninni sjálfri. Það sé þó hennar mat að mikilvægt sé að geta skyldað alla þá sem koma til landsins í sóttvarnahús. „Í gegnum þennan faraldur höfum við fylgt eftir ráðleggingum sóttvarnayfirvalda með eftirtektarverðum árangri og því er mikilvægt að sóttvarnalæknir hafi þær lagastoðir fyrir þeim aðgerðum sem hann telur mikilvægar til að tryggja líf og heilsu okkar. Það er því okkar löggjafans að tryggja þessa lagastoð, svo lengi sem við gætum meðalhófs,“ skrifar Halla Signý í stöðuuppfærslu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að ekki væri lagastoð fyrir reglugerð ráðherra um skyldudvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttvarnarhúsi. Margir hafa ýjað að óeiningu innan ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir sem skorar jafnframt á þingmenn Framsóknar að taka undir frumvarp Samfylkingarinnar sem á að renna stoðum undir skyldudvöl í sóttvarnahúsi. Fleiri úr röðum Framsóknar taka undir stöðuuppfærslu Höllu Signýjar, þar á meðal Þórarinn Ingi Pétursson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. „Tek heilshugar undir með Höllu. Allflestir fylgja reglum um sóttkví við komu til landsins en þeir örfáu sem gera það ekki, geta unnið samfélaginu ómældan skaða. Við þurfum lagastoð um sóttvarnarhús eins og Þórólfur sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir,“ skrifar Silja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07