Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 12:46 Ryan Mason mun stýra Tottenham út tímabilið. Hans fyrsti leikur er gegn Manchester City í úrslitum deildarbikarsins á sunnudag. Tottenham Hotspur Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. Í gærmorgun bárust þær fréttir að Tottenham Hotspur hefði látið José Mourinho taka poka sinn. Í kjölfarið var tilkynnt að hinn ungi Ryan Mason myndi stýra félaginu í úrslitum deildarbikarsins sem fram fer nú um helgina. Tottenham staðfesti svo í morgun að Mason myndi stýra félaginu út tímabilið. Hann gæti vart byrjað á erfiðari leik en hann þarf að teikna upp leikplan sem dugar til sigurs gegn sterku liði Manchester City. Following the departure of Jose Mourinho, we can now confirm that Ryan Mason will take charge as Interim Head Coach for the remainder of the season.#THFC #COYS— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 20, 2021 Mason er eins og áður segir aðeins 29 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 53 leiki fyrir Tottenham sem og einn A-landsleik en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir að höfuðkúpu-brotna illa í janúar 2017. Mason er með fjórtán málmplötur í höfðinu. Þeim er haldið saman með 28 skrúfum og 45 heftum. Rúmu ári eftir brotið lagði Mason skóna endanlega á hilluna. Hann fékk þjálfarastarf hjá Tottenham skömmu síðar og var mættur þangað í apríl 2018. Í júlí 2019 var Mason ráðinn þjálfari U-19 ára liðs félagsins og á síðasta ári tók hann við starfi yfirmanns yngri flokka. Í því felst að sjá um þróun og uppgang leikmanna í U-17 ára liðinu og upp í U-23 ára liðinu. Nú hefur hann tekið annað skref á annars stuttum þjálfaraferli og verður fróðlegt að sjá hvernig honum gengur með Tottenam þessar síðustu vikur tímabilsins. Tottenham mætir Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Rooney undrandi á brottrekstri Mourinho Wayne Rooney, stjóri Derby, skilur ekkert í Tottenham að reka Jose Mourinho viku fyrir úrslitaleik liðsins gegn Manchester City í enska deildarbikarnum. 19. apríl 2021 21:31 Mourinho rekinn Tottenham hefur sagt José Mourinho upp störfum. Frá þessu er greint í Telegraph. 19. apríl 2021 09:30 Óvíst hvort Kane geti spilað úrslitaleikinn Harry Kane er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Tottenham þegar þessi 27 ára framherji þurfti að fara af velli gegn Everton í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á ökkla. 17. apríl 2021 11:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Í gærmorgun bárust þær fréttir að Tottenham Hotspur hefði látið José Mourinho taka poka sinn. Í kjölfarið var tilkynnt að hinn ungi Ryan Mason myndi stýra félaginu í úrslitum deildarbikarsins sem fram fer nú um helgina. Tottenham staðfesti svo í morgun að Mason myndi stýra félaginu út tímabilið. Hann gæti vart byrjað á erfiðari leik en hann þarf að teikna upp leikplan sem dugar til sigurs gegn sterku liði Manchester City. Following the departure of Jose Mourinho, we can now confirm that Ryan Mason will take charge as Interim Head Coach for the remainder of the season.#THFC #COYS— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 20, 2021 Mason er eins og áður segir aðeins 29 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 53 leiki fyrir Tottenham sem og einn A-landsleik en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir að höfuðkúpu-brotna illa í janúar 2017. Mason er með fjórtán málmplötur í höfðinu. Þeim er haldið saman með 28 skrúfum og 45 heftum. Rúmu ári eftir brotið lagði Mason skóna endanlega á hilluna. Hann fékk þjálfarastarf hjá Tottenham skömmu síðar og var mættur þangað í apríl 2018. Í júlí 2019 var Mason ráðinn þjálfari U-19 ára liðs félagsins og á síðasta ári tók hann við starfi yfirmanns yngri flokka. Í því felst að sjá um þróun og uppgang leikmanna í U-17 ára liðinu og upp í U-23 ára liðinu. Nú hefur hann tekið annað skref á annars stuttum þjálfaraferli og verður fróðlegt að sjá hvernig honum gengur með Tottenam þessar síðustu vikur tímabilsins. Tottenham mætir Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Rooney undrandi á brottrekstri Mourinho Wayne Rooney, stjóri Derby, skilur ekkert í Tottenham að reka Jose Mourinho viku fyrir úrslitaleik liðsins gegn Manchester City í enska deildarbikarnum. 19. apríl 2021 21:31 Mourinho rekinn Tottenham hefur sagt José Mourinho upp störfum. Frá þessu er greint í Telegraph. 19. apríl 2021 09:30 Óvíst hvort Kane geti spilað úrslitaleikinn Harry Kane er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Tottenham þegar þessi 27 ára framherji þurfti að fara af velli gegn Everton í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á ökkla. 17. apríl 2021 11:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01
Rooney undrandi á brottrekstri Mourinho Wayne Rooney, stjóri Derby, skilur ekkert í Tottenham að reka Jose Mourinho viku fyrir úrslitaleik liðsins gegn Manchester City í enska deildarbikarnum. 19. apríl 2021 21:31
Mourinho rekinn Tottenham hefur sagt José Mourinho upp störfum. Frá þessu er greint í Telegraph. 19. apríl 2021 09:30
Óvíst hvort Kane geti spilað úrslitaleikinn Harry Kane er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Tottenham þegar þessi 27 ára framherji þurfti að fara af velli gegn Everton í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á ökkla. 17. apríl 2021 11:30