Enski boltinn

Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Totten­ham út tíma­bilið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ryan Mason mun stýra Tottenham út tímabilið. Hans fyrsti leikur er gegn Manchester City í úrslitum deildarbikarsins á sunnudag.
Ryan Mason mun stýra Tottenham út tímabilið. Hans fyrsti leikur er gegn Manchester City í úrslitum deildarbikarsins á sunnudag. Tottenham Hotspur

Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall.

Í gærmorgun bárust þær fréttir að Tottenham Hotspur hefði látið José Mourinho taka poka sinn. Í kjölfarið var tilkynnt að hinn ungi Ryan Mason myndi stýra félaginu í úrslitum deildarbikarsins sem fram fer nú um helgina.

Tottenham staðfesti svo í morgun að Mason myndi stýra félaginu út tímabilið. Hann gæti vart byrjað á erfiðari leik en hann þarf að teikna upp leikplan sem dugar til sigurs gegn sterku liði Manchester City.

Mason er eins og áður segir aðeins 29 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 53 leiki fyrir Tottenham sem og einn A-landsleik en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir að höfuðkúpu-brotna illa í janúar 2017. Mason er með fjórtán málmplötur í höfðinu. Þeim er haldið saman með 28 skrúfum og 45 heftum.

Rúmu ári eftir brotið lagði Mason skóna endanlega á hilluna. Hann fékk þjálfarastarf hjá Tottenham skömmu síðar og var mættur þangað í apríl 2018. Í júlí 2019 var Mason ráðinn þjálfari U-19 ára liðs félagsins og á síðasta ári tók hann við starfi yfirmanns yngri flokka. Í því felst að sjá um þróun og uppgang leikmanna í U-17 ára liðinu og upp í U-23 ára liðinu.

Nú hefur hann tekið annað skref á annars stuttum þjálfaraferli og verður fróðlegt að sjá hvernig honum gengur með Tottenam þessar síðustu vikur tímabilsins.

Tottenham mætir Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Mourinho rekinn

Tottenham hefur sagt José Mourinho upp störfum. Frá þessu er greint í Telegraph.

Óvíst hvort Kane geti spilað úrslitaleikinn

Harry Kane er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Tottenham þegar þessi 27 ára framherji þurfti að fara af velli gegn Everton í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á ökkla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×