Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 13:30 Harry Maguire í leiknum gegn Burnley á sunnudaginn sem Manchester United vann, 3-1. getty/Laurence Griffiths Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. United er eitt sex enskra félaga sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar ásamt Arsenal, Chelsea, Liverpool, Tottenham og Manchester City. Daily Mail greinir frá því að leikmenn United hafi verið ósáttir að frétta af stofnun ofurdeildarinnar og þætti félagsins í því í gegnum fjölmiðla. Woodward hélt neyðarfund með leikmönnum United í gær þar sem skýrði af hverju félagið hefði tekið þátt í að stofna ofurdeildina. Samkvæmt heimildum Daily Mail voru viðbrögð leikmanna United dræm og þeir voru ósáttir við að knattspyrnustjórinn, Ole Gunnar Solskjær, skyldi þurfa að svara fyrir gjörning eigendanna eftir leikinn. Mike Keegan, blaðamaður Daily Mail, greindi svo frá því á Twitter að Maguire hafi látið Woodward heyra það fyrir að láta leikmenn ekki vita af fyrirætlunum United. Bit more info on this from yesterday. I understand that Harry Maguire confronted Ed Woodward at the meeting over the players (who went out and played on Sky as the news broke) not knowing about the plans. Fair play to the United captain. https://t.co/Dsaon9njM8— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) April 20, 2021 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, sparaði ekki stóru orðin þegar hann ræddi um Woodward og ofurdeildina á blaðamannafundi í gær. „Ég hef séð margt á lífsleiðinni. Ég var lögmaður glæpamanna en ég hef aldrei séð fólk haga sér svona. Woodward hringdi í mig á fimmtudaginn til að segja að hann styddi breytingar á Meistaradeildinni. En hann skrifaði síðan undir eitthvað allt annað,“ sagði Ceferin. Woodward hefur verið stjórnformaður United síðan 2013. Óhætt er að segja að hann sé ekki í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins og vinsældir hans hafa væntanlega ekkert aukist eftir stofnun ofurdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
United er eitt sex enskra félaga sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar ásamt Arsenal, Chelsea, Liverpool, Tottenham og Manchester City. Daily Mail greinir frá því að leikmenn United hafi verið ósáttir að frétta af stofnun ofurdeildarinnar og þætti félagsins í því í gegnum fjölmiðla. Woodward hélt neyðarfund með leikmönnum United í gær þar sem skýrði af hverju félagið hefði tekið þátt í að stofna ofurdeildina. Samkvæmt heimildum Daily Mail voru viðbrögð leikmanna United dræm og þeir voru ósáttir við að knattspyrnustjórinn, Ole Gunnar Solskjær, skyldi þurfa að svara fyrir gjörning eigendanna eftir leikinn. Mike Keegan, blaðamaður Daily Mail, greindi svo frá því á Twitter að Maguire hafi látið Woodward heyra það fyrir að láta leikmenn ekki vita af fyrirætlunum United. Bit more info on this from yesterday. I understand that Harry Maguire confronted Ed Woodward at the meeting over the players (who went out and played on Sky as the news broke) not knowing about the plans. Fair play to the United captain. https://t.co/Dsaon9njM8— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) April 20, 2021 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, sparaði ekki stóru orðin þegar hann ræddi um Woodward og ofurdeildina á blaðamannafundi í gær. „Ég hef séð margt á lífsleiðinni. Ég var lögmaður glæpamanna en ég hef aldrei séð fólk haga sér svona. Woodward hringdi í mig á fimmtudaginn til að segja að hann styddi breytingar á Meistaradeildinni. En hann skrifaði síðan undir eitthvað allt annað,“ sagði Ceferin. Woodward hefur verið stjórnformaður United síðan 2013. Óhætt er að segja að hann sé ekki í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins og vinsældir hans hafa væntanlega ekkert aukist eftir stofnun ofurdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira