Margar leiðir til að draga úr svifryki Björgvin Jón Bjarnason skrifar 21. apríl 2021 08:00 Umræða um svifryk og uppruna þess, hreinsun gatna, umferðarstýringu og fleiri áhrifavalda hefur verið fyrirferðarmikil síðustu vikur. Það er af hinu góða, málið snertir okkur öll. Götur eru þrifnar til að viðhalda loftgæðum í umhverfinu. Slíkt hreinlæti bætir bæði ásýnd og líðan íbúa. Sumum eru gott hreinlæti lífsspursmál. Þannig áætlar Umhverfisstofnun Evrópu að á Íslandi látist 60 manns á ári af völdum svifryks. Það eru nokkuð fleiri dauðsföll en t.d. vegna brjóstakrabbameins. Þessi vandi er því mjög áþreifanlegur þótt hann fari lágt. Aðrir eru hæfari til að fjalla um uppruna svifryksins. Mér finnst hins vegar rétt að víkja fremur að því hvað er gert og hvað er hægt að gera til að draga úr þessari mengun. Hreinsitækni ehf er framkvæmdaaðli, verktaki fyrir ríki og sveitarfélög við þrif á götum og stígum. Eðli máls samkvæmt fylgjumst við því býsna vel með ástandi vega, loftgæðum og þróun í verklagi og tækni. Sé litið til höfuðborgarsvæðisins er ljóst að hægt er að vinna með ýmsar breytur til að hámarka árangur. Besta leiðin til að þrífa götur er almennt talin vera sópun – þvottur – sópun. Grófefnið er fjarlægt í fyrstu umferð, þvotturinn skolar fínefni sem situr eftir út í vegkant, seinna sópið á að fjarlægja það sem eftir situr. Misjafnt er á milli sveitarfélaga hvaða aðferðum er beitt. Sums staðar eru götur þrifnar eftir þessari aðferð, annars staðar ekki. Gæði götuþrifanna eru því misjöfn. Fleiri leiðir má nefna. Þannig hefur verið úðað rykbindiefnum til að binda óreinindi á götum. Að okkar mati er betra að fjarlægja óhreinindi en að binda þau niður. Annar búnaður er til svo sem sérstakar svifrykssugur. Þær byggja á þeirri forsendu að gatnakerfið sé í grunninn vel þrifið. (viðhaldsþrif). Auðvitað er nokkuð misjafnt hvernig er staðið að þrifum í borgum í löndum í kringum okkur. Sé litið til borga eins og Oslóar sýna gögn að allar götur hennar eru þrifnar a.m.k. á tveggja vikna fresti. Slík tíðni þýðir auðvitað að hægt er að fara hraðar yfir og beita meira aðferðum eins og götuþvotti. Frágangur samgöngumannvirkja skiptir líka máli. Frágangur vegaxla, svæði sem hægt væri nýta undir hjólastíga o.fl. Áhöld eru um hvort gerð götu sé í raun lokið með því einu að setja bundið slitlag á akreinar. Hægt væri að minnka svifryk með því að rykbinda einnig 1-2 metra út fyrir skilgreinda akbraut og um leið yrðu þrif auðveldari. Engar samhæfðar reglur eru til fyrir umgengni um framkvæmdasvæði. Þannig er mikil umferð malarflutningarbíla til og frá byggingasvæðum. Í langfæstum tilvikum eru settar kvaðir um þrifnað á dekkjum, þannig að ryk og drulla frá byggingasvæðum berist síður út í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Bylting hefur orðið í getu til að mæla umhverfisáhrif. Þannig eru í boðið ódýrar lausnir sem mæla bæði svifryk og lofttegundir sem rekja má til útblásturs frá bílvélum. Hægt er að fá þennan búnað þannig að hann geti nýtt veðurspár og reynslu til að spá fyrir um loftgæði næstu daga. Þennan búnað mætti því nota sem lið í að ástandsstýra þrifum gatna. Á þann hátt yrðu þrifin markvissari og árangursríkari. Þá myndu slíkar aðferðir draga úr svifryki og á sama tíma næðist betri nýting á þá fjármuni sem varið er til þessara mála. Þá myndu markvissar aðferðir væntanlega geta bætt heilsu þeirra sem eru viðkvæmir fyrir lélegum loftgæðum. Hámarkshraði ökutækja er ein breyta sem getur haft áhrif. Áhrif breytingar á hámarkshraða koma fram í rykmyndun, útblæstri og ferðatíma svo eitthvað sé nefnt. Þessi leið hefur því meiri jákvæð áhrif eftir því sem gatnakerfið er óhreinna. Að framansögðu má sjá að möguleikar til að tempra magn ryks í kringum umferðaræðar eru talsverðir. Bestur árangur næst með samspili þessara þátta. Sem stjórnandi í sérhæfðu hreingerningafyrirtæki hef ég mest dálæti á lausnum sem innifela aukið hreinlæti. Höfundur er framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um svifryk og uppruna þess, hreinsun gatna, umferðarstýringu og fleiri áhrifavalda hefur verið fyrirferðarmikil síðustu vikur. Það er af hinu góða, málið snertir okkur öll. Götur eru þrifnar til að viðhalda loftgæðum í umhverfinu. Slíkt hreinlæti bætir bæði ásýnd og líðan íbúa. Sumum eru gott hreinlæti lífsspursmál. Þannig áætlar Umhverfisstofnun Evrópu að á Íslandi látist 60 manns á ári af völdum svifryks. Það eru nokkuð fleiri dauðsföll en t.d. vegna brjóstakrabbameins. Þessi vandi er því mjög áþreifanlegur þótt hann fari lágt. Aðrir eru hæfari til að fjalla um uppruna svifryksins. Mér finnst hins vegar rétt að víkja fremur að því hvað er gert og hvað er hægt að gera til að draga úr þessari mengun. Hreinsitækni ehf er framkvæmdaaðli, verktaki fyrir ríki og sveitarfélög við þrif á götum og stígum. Eðli máls samkvæmt fylgjumst við því býsna vel með ástandi vega, loftgæðum og þróun í verklagi og tækni. Sé litið til höfuðborgarsvæðisins er ljóst að hægt er að vinna með ýmsar breytur til að hámarka árangur. Besta leiðin til að þrífa götur er almennt talin vera sópun – þvottur – sópun. Grófefnið er fjarlægt í fyrstu umferð, þvotturinn skolar fínefni sem situr eftir út í vegkant, seinna sópið á að fjarlægja það sem eftir situr. Misjafnt er á milli sveitarfélaga hvaða aðferðum er beitt. Sums staðar eru götur þrifnar eftir þessari aðferð, annars staðar ekki. Gæði götuþrifanna eru því misjöfn. Fleiri leiðir má nefna. Þannig hefur verið úðað rykbindiefnum til að binda óreinindi á götum. Að okkar mati er betra að fjarlægja óhreinindi en að binda þau niður. Annar búnaður er til svo sem sérstakar svifrykssugur. Þær byggja á þeirri forsendu að gatnakerfið sé í grunninn vel þrifið. (viðhaldsþrif). Auðvitað er nokkuð misjafnt hvernig er staðið að þrifum í borgum í löndum í kringum okkur. Sé litið til borga eins og Oslóar sýna gögn að allar götur hennar eru þrifnar a.m.k. á tveggja vikna fresti. Slík tíðni þýðir auðvitað að hægt er að fara hraðar yfir og beita meira aðferðum eins og götuþvotti. Frágangur samgöngumannvirkja skiptir líka máli. Frágangur vegaxla, svæði sem hægt væri nýta undir hjólastíga o.fl. Áhöld eru um hvort gerð götu sé í raun lokið með því einu að setja bundið slitlag á akreinar. Hægt væri að minnka svifryk með því að rykbinda einnig 1-2 metra út fyrir skilgreinda akbraut og um leið yrðu þrif auðveldari. Engar samhæfðar reglur eru til fyrir umgengni um framkvæmdasvæði. Þannig er mikil umferð malarflutningarbíla til og frá byggingasvæðum. Í langfæstum tilvikum eru settar kvaðir um þrifnað á dekkjum, þannig að ryk og drulla frá byggingasvæðum berist síður út í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Bylting hefur orðið í getu til að mæla umhverfisáhrif. Þannig eru í boðið ódýrar lausnir sem mæla bæði svifryk og lofttegundir sem rekja má til útblásturs frá bílvélum. Hægt er að fá þennan búnað þannig að hann geti nýtt veðurspár og reynslu til að spá fyrir um loftgæði næstu daga. Þennan búnað mætti því nota sem lið í að ástandsstýra þrifum gatna. Á þann hátt yrðu þrifin markvissari og árangursríkari. Þá myndu slíkar aðferðir draga úr svifryki og á sama tíma næðist betri nýting á þá fjármuni sem varið er til þessara mála. Þá myndu markvissar aðferðir væntanlega geta bætt heilsu þeirra sem eru viðkvæmir fyrir lélegum loftgæðum. Hámarkshraði ökutækja er ein breyta sem getur haft áhrif. Áhrif breytingar á hámarkshraða koma fram í rykmyndun, útblæstri og ferðatíma svo eitthvað sé nefnt. Þessi leið hefur því meiri jákvæð áhrif eftir því sem gatnakerfið er óhreinna. Að framansögðu má sjá að möguleikar til að tempra magn ryks í kringum umferðaræðar eru talsverðir. Bestur árangur næst með samspili þessara þátta. Sem stjórnandi í sérhæfðu hreingerningafyrirtæki hef ég mest dálæti á lausnum sem innifela aukið hreinlæti. Höfundur er framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun