ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2021 10:46 Fultrúa umhverfisnefndar Evrópuþingsins ræddu við fjölmiðla eftir viðræður um ný loftslagslög sem drógust fram á nótt. Vísir/EPA Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. Samkomulagið felur í sér að stefnt verði að í það minnsta 55% samdrætti á losun miðað við árið 1990 fyrir árið 2030. Evrópuþingið vildi upphaflega ganga enn lengra og stefna að 60% samdrætti en ekki náðist samstaða um það. Ríkjum heims ber að auka metnað í loftslagsaðgerðum sínum samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Upphaflegt markmið ESB var 40% samdráttur fyrir lok þessar áratugar. „Pólitísk skuldbinding okkar um að verða fyrsta loftslagshlutlausa álfan fyrir 2050 er núna einnig lagaleg skuldbinding. Loftslagslögin koma ESB á græna braut til næstu kynslóðar,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB í morgun eftir samningaviðræður sem stóðu yfir fram á nótt, að sögn AP-fréttastofunnar. Markmiðið er þó ekki endanlegt ennþá. Aðildarríkin og Evrópuþingið þurfa enn að samþykkja það formlega en það er þó talið aðeins formsatriði úr því sem komið er. Ekki voru allir sáttir við niðurstöðuna. Evrópuþingmenn þýskra Græningja gagnrýndu að of margar bókhaldsbrellur yrðu umbornar til að ná markmiðinu um 55%. Í raun og veru væri aðeins stefnt að 52,8% samdrætti í beinni losun gróðurhúsalofttegunda. Leiðtogar ESB ætla að fjarfunda með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem kynnir brátt hert markmið Bandaríkjastjórnar. Michael Bloss, Evrópuþingmaður þýskra Græningja og umhverfissérfræðingur þeirra, segir að aðildarríkin og þingið hafi „þvingað í gegn veikum loftslagslögum fyrir myndatækifæri með Joe Biden forseta“. Þegar íslensk stjórnvöld áttu að uppfæra landsmarkmið sitt í vetur gáfu þau út að Ísland tæki þátt í nýju sameiginlegum markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 55% samdrátt. Ekki er ljóst hver hlutdeild Íslands í því markmiði yrði. Íslensk stjórnvöld sömdu um að þau stefndu að 29% samdrætti í losun sinni á gróðurhúsalofttegundum þegar þau tóku þátt í sameiginlega markmiðinu um 40% samdrátt. Kolefnisbinding telji takmarkað upp í markmiðið Með nýju loftslagsmarkmiði ESB verður takmarkað hversu mikið kolefnisbinding telur upp í markmiðið um samdrátt í losun. Breska ríkisútvarpið BBC segir að það eigi að hvetja ríki til þess að draga frekar úr losun en að reyna að binda hana úr lofti eftir á. Óháðu ráði fimmtán fulltrúa verður komið á fót sem á að ráða sambandinu heilt um loftslagsaðgerðir og markmið. Framkvæmdastjórn ESB ætlar svo að kynna frumvarp að loftslagslögum sem eiga að styðja losunarmarkmiðið í júní. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld og helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Til þess að svo megi verða þurfa ríki heims að draga hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem er fyrst og fremst tilkomin vegna bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Vísindamenn vara við því að að hlýnun umfram 2°C fylgdi skæðari hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma, frekari veðuröfgar og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Haldi losun mannkynsins áfram óbreytt gæti hlýnunin náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Alþjóðaorkumálastofnunin spáði því í gær að sá samdráttur sem hefur orðið í losun gróðurhúsalofttegunda vegna minnkandi efnahagsumsvifa og umferðar í kórónuveiruheimsfaraldrinum gengi nær algerlega til baka á þessu ári. Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Samkomulagið felur í sér að stefnt verði að í það minnsta 55% samdrætti á losun miðað við árið 1990 fyrir árið 2030. Evrópuþingið vildi upphaflega ganga enn lengra og stefna að 60% samdrætti en ekki náðist samstaða um það. Ríkjum heims ber að auka metnað í loftslagsaðgerðum sínum samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Upphaflegt markmið ESB var 40% samdráttur fyrir lok þessar áratugar. „Pólitísk skuldbinding okkar um að verða fyrsta loftslagshlutlausa álfan fyrir 2050 er núna einnig lagaleg skuldbinding. Loftslagslögin koma ESB á græna braut til næstu kynslóðar,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB í morgun eftir samningaviðræður sem stóðu yfir fram á nótt, að sögn AP-fréttastofunnar. Markmiðið er þó ekki endanlegt ennþá. Aðildarríkin og Evrópuþingið þurfa enn að samþykkja það formlega en það er þó talið aðeins formsatriði úr því sem komið er. Ekki voru allir sáttir við niðurstöðuna. Evrópuþingmenn þýskra Græningja gagnrýndu að of margar bókhaldsbrellur yrðu umbornar til að ná markmiðinu um 55%. Í raun og veru væri aðeins stefnt að 52,8% samdrætti í beinni losun gróðurhúsalofttegunda. Leiðtogar ESB ætla að fjarfunda með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem kynnir brátt hert markmið Bandaríkjastjórnar. Michael Bloss, Evrópuþingmaður þýskra Græningja og umhverfissérfræðingur þeirra, segir að aðildarríkin og þingið hafi „þvingað í gegn veikum loftslagslögum fyrir myndatækifæri með Joe Biden forseta“. Þegar íslensk stjórnvöld áttu að uppfæra landsmarkmið sitt í vetur gáfu þau út að Ísland tæki þátt í nýju sameiginlegum markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 55% samdrátt. Ekki er ljóst hver hlutdeild Íslands í því markmiði yrði. Íslensk stjórnvöld sömdu um að þau stefndu að 29% samdrætti í losun sinni á gróðurhúsalofttegundum þegar þau tóku þátt í sameiginlega markmiðinu um 40% samdrátt. Kolefnisbinding telji takmarkað upp í markmiðið Með nýju loftslagsmarkmiði ESB verður takmarkað hversu mikið kolefnisbinding telur upp í markmiðið um samdrátt í losun. Breska ríkisútvarpið BBC segir að það eigi að hvetja ríki til þess að draga frekar úr losun en að reyna að binda hana úr lofti eftir á. Óháðu ráði fimmtán fulltrúa verður komið á fót sem á að ráða sambandinu heilt um loftslagsaðgerðir og markmið. Framkvæmdastjórn ESB ætlar svo að kynna frumvarp að loftslagslögum sem eiga að styðja losunarmarkmiðið í júní. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld og helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Til þess að svo megi verða þurfa ríki heims að draga hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem er fyrst og fremst tilkomin vegna bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Vísindamenn vara við því að að hlýnun umfram 2°C fylgdi skæðari hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma, frekari veðuröfgar og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Haldi losun mannkynsins áfram óbreytt gæti hlýnunin náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Alþjóðaorkumálastofnunin spáði því í gær að sá samdráttur sem hefur orðið í losun gróðurhúsalofttegunda vegna minnkandi efnahagsumsvifa og umferðar í kórónuveiruheimsfaraldrinum gengi nær algerlega til baka á þessu ári.
Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05