Fótbolti

For­seti PSG tekur við stöðu Agnelli hjá ECA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nasser Al-Khelaifi er nýr formaður ECA.
Nasser Al-Khelaifi er nýr formaður ECA. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT

Nasser Al-Khelaifi, forseti franska knattspyrnufélagsins París Saint-Germain, er nýr formaður ECA, samtaka knattspyrnufélaga í Evrópu. Hann tekur við stöðunni af forseta ítalska félagsins Juventus.

Andrea Agnelli, forseti Juventus, hefur verið í stjórn ECA frá árinu 2012 og gegnt hlutverki formanns samtakanna um nokkurt skeið. Agnelli sagði eins og frægt er orðið starfi sínu lausu er Juventus tilkynnti heiminum að félagið væri eitt tólf liða sem ætlaði að stofna „ofurdeild Evrópu.“

Sú hugmynd entist rétt í tvo daga en það er ljóst að Agnelli mun ekki gegna stöðu formanns á næstunni. Í gær tilkynnti ECA að Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, væri nýr formaður en félagið neitaði að ganga í „ofurdeildina.“

Al-Khelaifi er er einnig í stjórn UEFA sem og hann kemur að framkvæmdarnefnd FIFA fyrir HM 2022 í Katar.


Tengdar fréttir

Aðeins fjögur eftir í ofurdeildinni

Aðeins fjögur knattspyrnufélög hafa ekki lýst því formlega yfir að þau séu hætt við að koma á fót evrópsku ofurdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×