Fótbolti

Barcelona náði útimarki í París

Valur Páll Eiríksson skrifar
Liðin eigast við að nýju eftir viku í Barcelona.
Liðin eigast við að nýju eftir viku í Barcelona. UEFA via Getty Images/Alexander Scheuber

Paris Saint-Germain og Barcelona skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í Meistaradeild kvenna í fótbolta í dag. Útivallarmarkið gæti reynst Barcelona dýrmætt.

Spænska landsliðskonan Jennifer Hermoso kom gestunum frá Barcelona yfir á Aitönu Bonmati eftir 13 mínútna leik. Aðeins átta mínútum síðar jafnaði bandaríski varnarmaðurinn Alana Cook aftur á móti muninn fyrir PSG og þar við sat.

1-1 úrslit leiksins og verður staðan því jöfn þegar liðin eigast við öðru sinni 2. maí næstkomandi.

Liðið sem hefur betur mun mæta annað hvort Chelsea eða Bayern Munchen í undanúrslitum en fyrri viðureign þeirra fer fram síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×