Fótbolti

Fékk rautt spjald fyrir þessa glóru­lausu tæk­lingu á Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi umkringdur þremur Villareal mönnum í dag.
Messi umkringdur þremur Villareal mönnum í dag. Aitor Alcalde/Getty Images

Barcelona kom sér upp að hlið Real Madrid í öðru til þriðja sæti spænska boltans eftir 2-1 útisigur á Villareal í dag en Barcelona á þó leik til góða.

Samuel Chukwueze kom Villareal yfir en Antoine Griezmann tryggði Barcelona sigurinn með tveimur mörkunum á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Villareal menn léku einum færri frá 65. mínútu en þá fékk Manuel Trigueros beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu á Lionel Messi. Umsvifalaust sendur í sturtu.

Fleiri urðu mörkin þó ekki og Börsungar eins og áður segir í öðru til þriðja sætinu með 71 stig en Atletico er á toppnum með 73 stig.

Bæði lið eiga sex leiki eftir en Barcelona á enn möguleika á því að vinna tvennuna eftir að hafa orðið spænskur meistari á dögunum.

Tæklingu Trigueros á Messi má sjá hér að neðan.

Klippa: Rautt spjald fyrir brot á Messi

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×