Fótbolti

Atalanta niður­lægði Andra og fé­laga | At­letico mis­steig sig á Spáni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Suarez og félagar eru að gefa eftir á toppi La Liga.
Suarez og félagar eru að gefa eftir á toppi La Liga. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images

Andri Fannar Baldursson spilaði í rúman hálftíma er Bologna var niðurlægt, 5-0, af Atalanta í Seriu A á Ítalíu og Atletico Madrid missteig sig á Spáni í toppbaráttunni.

Andri Fannar byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 56. mínútu. Þá stóðu leikar 2-0 en Bologna var einum manni færri á 49. mínútu eftir að Jerdy Schouten fékk beint autt spjald.

Atalanta er í öðru sætinu með 68 stig en Bologna er í tólfta sætinu með 38 stig.

Atletico Madrid missteig sig á Spáni. Þeir töpuðu 2-1 gegn gegn Athletic Bilbao en Alex Berenguer skoraði kom Bilbao yfir strax á áttundu mínútu.

Á 77. mínútu náðu gestirnir frá Madríd að jafna metin. Markið skoraði Savic en fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Inigo Martinez heimamönnum stigin þrjú.

Atletico er þó enn á toppnum. Þeir eru með 73 stig, Real er í öðru sætinu með 71 stig og Barcelona í þriðja sætinu með 71 stig en Barcelona á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×