„Yfirleitt gert ráð fyrir því að karlmaður standi á bak við þetta“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. apríl 2021 06:00 Rakel Hlín Bergsdóttir stofnaði netverslunina Snúruna fyrir sjö árum síðan, þá nýorðin fjögurra barna móðir. Nú á hún von á sínu fimmta barni og blómstrar hún sjálf og reksturinn sem aldrei fyrr. Rakel segist vera rétt að byrja. Vísir/Vilhelm „Draumurinn er alltaf sá að stækka og gera meira. Pabbi minn, sem var svo mikil fyrirmynd fyrir mig í viðskiptum, sagði mér að svo lengi sem maður er að sprikla þá er maður að gera eitthvað rétt,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir í viðtali við Vísi. Fyrir rúmum sjö árum síðan stofnaði Rakel, þá nýorðin fjögurra barna móðir, netverslunina Snúruna. Allur lagerinn komst fyrir í bílskúrnum heima en segir Rakel að henni hafi fundist úrvalið þó hafa verið mjög mikið á þeim tíma. Búðarkonudraumurinn sem rættist Ung að árum lék Rakel sér mikið í búðarleik og segir hún drauminn alltaf hafa verið þann að verða búðarkona. Sá draumur hefur heldur betur ræst en frá því að opna litla netverslun fyrir sjö árum síðan er hún nú orðin forstjóri og eigandi glæsilegrar og farsællar 650 fermetra verslunar, með fjóra starfsmenn í fullri vinnu og þrjá til fjóra aukastarfsmenn. Það stendur ekki á svari þegar Rakel er spurð hvort að henni hafi órað fyrir því að ná svona langt í viðskiptum og greinilegt að metnaðinn og seigluna vantar ekki hjá þessari kraftmiklu, glaðlyndu og bráðum fimm barna móður. Ég hef alltaf verið sjúklega metnaðargjörn og ætlað mér stóra hluti. Ég ætla bara að vera smá eins og þeir karlmenn sem ég þekki núna og segja já, mig óraði fyrir þessu. Ég gerði það vegna þess að ég hafði þessa sýn, að byrja smátt og stækka svo. Góðir hlutir gerast hægt og ég er hvergi nærri hætt. „Ég reyndi að kveða þennan búðarkonudraum niður með því að verða endurskoðandi, en það gekk ekki alveg eftir,“ segir Rakel og glottir en áður en hún opnaði Snúruna hafði hún aðeins reynt fyrir sér í fatabransanum. „Árið 2009, þegar ég var kasólétt af þriðja barninu, stofnaði ég búð sem hét Fiðrildið sem seldi notuð barnaföt, svona sama concept og Barnaloppan er núna.“ Rakel hefur alltaf haft þann draum að verða búðarkona. Hér er hún í verslun sinni Snúrunni sem hún hefur rekið ein í sjö ár. Ævintýrið byrjaði í bílskúrnum Netverslunin Snúran fór strax mjög vel af stað og segist Rakel hafa einbeitt sér að því að bjóða upp á öðruvísi úrval af vörum og ný merki sem höfðu ekki verið áður til sölu á Íslandi. „Það er svo ótrúlega margt fallegt til og gaman að kynna fyrir Íslendingum nýjar vörur. Ég var samt fljót að átta mig á því að það er ekki nóg að versla inn vörur og opna svo heimasíðu. Það þarf að auglýsa vel og það tekur nokkur ár að koma upp rekstri sem rúllar sæmilega.“ Hvað ertu menntuð? „Ég er lærður viðskiptafræðingur með cand. oecon. gráðu frá Háskóla Íslands. Ég ætlaði mér sem sagt að verða endurskoðandi þangað til að ég fattaði að það hentaði mér bara alls ekki. En námið hefur hjálpað mér mikið í mínu starfi og algerlega sá grunnur sem er nauðsynlegur til þess að hafa skilning á fjármálum fyrirtækisins.“ Fyrsta árið í rekstri Snúrunnar rúmaðist allur lagerinn í bílskúrnum en eftir það fór fljótt að þrengja að. Svo kom að því að ég fór að yfirtaka þvottahúsið og þegar herbergi dóttur minnar var orðið lager líka, henni til mikillar gleði, þá sá ég að það var kominn tími á það að opna verslun,“ segir Rakel og bætir því við að á þessum tíma hafi flestir viljað koma og skoða vörurnar og helst sækja þær sjálfir. „Þetta var þá að sjálfsögðu eftir vinnu og það var mikil vinna að slást við börnin um að halda sér í fötunum eftir skóla þegar fólk var að koma. Á þessum tíma var ég með fjögur börn á aldrinum tveggja til níu ára og ekki búin að elda fisk í heilt ár af ótta við það að lyktin tæki á móti fólki þegar það labbaði inn,“ segir Rakel og hlær. Árið 2015 tók svo Rakel fyrsta stóra skrefið í stækkun Snúrunnar og opnaði verslun í Síðumúlanum. Það leið þó ekki á löngu þar til stækkun númer tvö varð nauðsynleg. Svona leit húsnæðið í Ármúla út árið 2017 rétt áður en að búðin stækkaði í þriðja sinn. Rakel og bróðir hennar báru út nokkur tonn af steypu eftir að veggir voru teknir niður. „Ári eftir að ég opnaði í Síðumúlanum þá stækkaði ég verslunina um helming. Búðin var svo í því húsnæði í tvö ár þangað til reksturinn var búinn að sprengja það húsnæði utan af sér líka.“ Var það stór ákvörðun fyrir þig sem fjögurra barna móður að taka þetta skref og fara úr því að reka netbúð í að leigja húsnæði og reka stóra verslun? „Það var eiginlega rökrétt ákvörðun út frá því hvernig hlutirnir voru að þróast. Ég fann strax að mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og vinna sem ég vildi vera í. Ég er frekar hvatvís og óhrædd við að taka ákvarðanir og því henti ég mér bara í þetta. Ég er á þeirri skoðun að maður verður bara að prófa hlutina til þess að sjá hvort þeir gangi upp. Það er endalaust hægt að velta sér upp úr hlutunum og oft er maður búinn að reikna út einhverja niðurstöðu sem verður svo allt önnur þegar upp er staðið. Maður getur nýtt sér reynslu annarra en þegar öllu er á botninn hvolft þá lærir maður mest af sínum eigin mistökum. Ég er alveg óhrædd við það ef hlutirnir ganga ekki upp, það er bara gangur lífsins. Það er ekkert gaman af hlutum sem eru of auðveldir, maður verður að þurfa að hafa aðeins fyrir þessu. Ég held að allir sem eru í eigin rekstri getið tekið undir með mér að þetta er gríðarlega mikil vinna og ekkert sem kemur upp í hendurnar á manni.“ Reksturinn heillaði meira en snyrtivörurnar Hvernig hefur þér gengið að samtvinna vinnuna og fjölskyldulífið? „Ég held að það sé eitthvað sem allir, sem eiga börn og vinna mikið, geta tekið undir að sé áskorun, sérstaklega þegar börnin eru lítil. Þegar maður er með eigin rekstur þá er ekkert sem heitir að vera í vinnunni frá níu til fimm. Þetta er með manni allan sólarhringinn. Ef maður er ekki á staðnum þá er maður heima með tölvuna og heldur reksturinn oft fyrir manni vöku á næturnar. Ég er samt líka ótrúlega heppin að vera ekki föst frá níu til fimm og hef því getað sinnt krökkunum þegar þau þurfa á því að halda. Ég er sjálf alin upp af foreldrum sem voru í eigin rekstri og fannst ekkert jafn skemmtilegt eins og að fá að vera með mömmu í snyrtivörubúðinni hennar sem hét Gullbrá. Það voru samt ekki snyrtivörurnar sem heilluðu, fékk alls ekki puntu-genin hennar mömmu því miður, heldur var það reksturinn sem heillaði mig.“ Þarna var ég tólf ára og langaði ekkert meira en að fá að afgreiða, algjörlega eins og mín tólf ára er í dag. Hún er svo spennt að fá að afgreiða í búðinni hjá mér. Júlíusi, Maríu, Óliver og Vilhelm börnum Rakelar finnst mjög gaman að koma í vinnuna með mömmu sinni og fá að aðstoða eða prakkarast smá inni á lager. Rakel segir börnin oft koma með sér í vinnuna og það sé mikil hjálp í þeim þegar þau vilji aðstoða mömmu sína. „Sá elsti er kominn vel inn í netpantanirnar og hjálpar til á álagstíma. Mér finnst yndislegt að hafa þau með mér en þegar ég kem kannski að þeim þegar þau eru búin að skera niður alla pappakassa á lagernum, búa sér til hús og dreifa frauðplasti yfir allt þá er ekki alveg jafn gaman að hafa þau,“segir Rakel og skellir upp úr. Árið 2017 þegar verslunin var búin að sprengja utan af sér húsnæðið í Síðumúla fluttist verslunin í nýtt húsnæði í Ármúla 38 þar sem hún er staðsett í dag. Rakel og sonur hennar yngsti sonurinn Óliver Sölvi. „Við gerðum samning við Bolia í Danmörku og í kjölfarið þurfum við að stækka. Þeir bjóða upp á svo ótrúlegt úrval af húsgögnum og var nauðsynlegt að hafa húsnæði til þess að sýna allar þær vörur. Þau eru með yfir 90.000 vörutegundir í boði og myndum við vilja sýna miklu meira. Gaman að segja frá því að á þessu ári festi ég svo kaup á húsnæðinu í Ármúlanum, en það var markmiðið frá upphafi að eignast það sjálf.“ Mikil áskorun að stækka hratt Rakel segir stækkunina í Ármúlanum hafa verið eina stærstu áskorunina þegar kemur að rekstrinum og það sé oft á tíðum flókið að stækka. „Það var mjög mikið stökk að fara úr 220 fermetrum í 500 fermetra og án viðbótar fjármagns. Ég fór í miklar endurbætur á húsnæðinu og sameinaði fjögur bil í eitt rými. Auk þess var mikil auka fjárfesting í lager og aukning á starfsfólki áskorun sem reyndi virkilega á. Við vorum að stækka svo hratt og margt sem breytist frá því að vera með litla verslun.“ Fyrstu árin þar voru mikil vinna og að finna taktinn varðandi fjölda starfsmanna og stærð lagers en árið 2020 var besta árið frá upphafi, þá finnst mér ég hafa verið búin að ná betri tökum á þessu. Maður er alltaf að læra á hlutina jafn óðum. Það eru svo ótrúlega margir snertifletir þegar kemur að svona rekstri. Ég er allt í senn forstjóri, fjármálastjóri, markaðsstjóri, innkaupastjóri, mannauðsstjóri, lagermaður og starfsmaður í verslun. Árið 2017 skilja Rakel og barnsfaðir hennar og segir Rakel það vissulega hafa reynt á að vera einstæð móðir með fjögur börn í svo stórum rekstri. „Þetta var að sjálfsögðu erfitt, margar andvökunætur þar sem maður hafði áhyggjur af því hvort hlutirnir myndu ganga upp. Þarna var ég eina fyrirvinnan og fjögur börn sem treystu á mig. Sem betur fer þá vinn ég best þegar mikið er að gera eða kreppir að.“ Annars leit ég aldrei á mig sem einstæða móður, frekar leit ég á mig sem sjálfstæða móður. Ég hef svo góða í kringum mig og svo eiga krakkarnir mínir yndislegan pabba sem deilir uppeldinu en þau eru til skiptis viku og viku hjá okkur. Rakel segir að á þessu tímabili eftir skilnaðinn hafi hún fundið það hjá sér að hún myndi ekki láta erfiðleika stoppa sig og drauma sína og hafi hún í raun tvíelfst og ákveðið að spýta í lófana. „Það var einn yndislegur vinur sem sagði við mig að maður ætti að njóta þess að vera á botninum, því þá fyrst fer maður að leita lausna á vandamálunum. Ég var alls ekki sammála honum á þessum tímapunkti en er það svo sannarlega í dag. Það var eitthvað sem triggeraðist hjá mér, ég ætlaði ekki að láta neitt buga mig. Að gefast upp er ekki til í mínum orðaforða. Það að eiga þessi yndislegu börn hvetur mig sífellt áfram til þess að gera betur og eru þau svo stór hluti af þeim árangri sem ég hef náð. Það að hafa einhvern sem treystir á mann, þá vill maður standa sig og gera ennþá betur.“ Blessað barnalánið. Rakel átti áður fjögur börn og kærasti hennar Andri þrjú. Í haust er svo von á barni númer átta, lítilli stelpu sem að sögn Rakelar mun þá jafna kynjakvótann í fjölskyldunni. Hefur tekið það að sér að fjölga íslensku þjóðinni Rakel og kærastinn hennar Andri Gunnarson lögmaður kynntust fyrir tveimur árum og segir Rakel þau hafa verið nánast óaðskiljanleg síðan. Rakel og Andri eiga samtals sjö börn og er barn númer átta væntanlegt síðsumars. „Við kynntumst í rauninni í gegnum búðina. Hann var að innrétta sumarbústaðinn sinn og ég reyndi hvað ég gat að ná athygli hans í gegnum tölvupóstsamskipti. Svo kom síðar í ljós að við vorum bæði í Versló, unnum bæði hjá Deloitte og höfum oft verið á sama staðnum en aldrei talað saman. Sem er í sjálfu sér ótrúlegt á litla Íslandi.“ Ég hef alltaf viljað stóra fjölskyldu. Ég var sjálf hálfgert einbirni að alast upp og á tvö töluvert eldri systkini. Ég nýt þess virkilega að hafa húsið fullt af börnum og hjartað stækkar bara við hvert einasta barn. Ég hef algjörlega tekið að mér það hlutverk fyrir íslensku þjóðina að fjölga henni. Rakel hefur alla tíð átt Snúruna ein og segist hún ekki hafa tölu á því hversu oft hún hafi verið spurð að því hvort að hún ætti hana virkilega „bara ein.“ „Yfirleitt er gert ráð fyrir því að það sé karlmaður sem standi á bak við þetta. Eftir að ég skildi árið 2017 þá fékk ég mjög oft að heyra það að búðin væri komin á sölu. Það særði mig þar sem fólk gerði bara ráð fyrir því að ég væri ekki ein í þessu og að ég gæti ekki haldið þessu áfram ein. Karlar og konur eru í eðli sínu ekki eins, að mínu mati. Við erum með ótrúlega ólíka eiginleika. Þegar ég var að byrja að vinna eftir háskólann þá voru konur í stjórnunarstöðum oftast einhvern veginn taldar frekar. Ef þær létu í sér heyra eða voru ákveðnar þá var það alltaf umræðan á meðan karlmenn voru bara flottir ef þeir voru að haga sér á sama hátt.“ Ég held að okkur konum hætti oft til þess að reyna að haga okkur eins og karlmennirnir til þess að fá virðingu í stað þess að stýra bara eftir okkar hætti. „Sem betur fer hefur þetta nú aðeins breyst til batnaðar en við eigum samt ennþá eitthvað í land með það að vera metin til jafns í viðskiptaumhverfinu.“ Rakel segir konur alltof oft vera feimnar við það að sýna velgengni. Vísir/Vilhelm Konur eigi oft erfiðara með að fagna velgengi sinni Við tölum um velgengni og hvernig fólk getur stundum orðið feimið við að sýna þegar það gengur vel, þá sérstaklega í viðskiptum. „Ég upplifi samt karlmenn og konur ólík þegar kemur að þessu. Flestar konur eru ekki að státa sig af afrekum og verða feimnar þegar aðrir hrósa þeim. Það er alveg merkilegt. Í stað þess að taka hrósinu þá möldum við í móinn og förum hjá okkur. Karlmenn eru hins vegar almennt allt öðruvísi, nú er ég alls ekki að alhæfa hvort sem það er varðandi konur eða karla en þetta er svona mín almenna upplifun. Karlmenn eru svo duglegir að deila þeim afrekum sem þeir hafa unnið til og láta aðra vita. Það er svo frábært „eliment“ sem ég vildi að væri meira innprentað í okkur konurnar.“ Rakel segist of velta því fyrir sér hvort að þetta sé ein af þeim ástæðum að karlmenn séu lengra komnir í viðskiptaheiminum og stjórnunarstöðum því það sé hreinlega erfiðara að vita og sjá hvað konur séu færar um þegar þær láta svo lítið fyrir sér fara eins og raun ber vitni. Almennt finnst mér svolítið þannig á Íslandi að fólki megi ekki ganga of vel. Oft er mikið um öfund í þjóðfélaginu sem held að sé eitthvað sem er innprentað í þjóðarsálina og erfitt að breyta. Finnst ég svo oft heyra það ef fólki og fyrirtækjum gengur vel og skili til dæmis góðum hagnaði að þá sé ekki allt með feldu. Samrýnd og ástfangin. Andri og Rakel eiga vona á sínu fyrsta barni saman sem verður jafnframt áttunda barnið inn á heimilið. Lánssemi en ekki heppni Rakel segir fólk oft á tíðum ekki átta sig á allri vinnunni, tímanum frá fjölskyldu og öllum fórnunum sem fólk hefur þurft að færa til þess að láta rekstur ganga upp. „Það skemmtilegasta sem ég veit er að lesa og kynna mér sögu fyrirtækja og sjá hvað þau hafa vaxið frá stofnun. Ég dáist alveg af sögum fólks sem hefur byggt upp fyrirtæki og rekstur vitandi hversu erfitt það er. Það vita það allir að það kemur ekkert upp í hendurnar á fólki, það er ekki til neitt sem heitir að vera heppinn þegar kemur að þessum málum.“ Ég hitti svo frábæran mann eitt sinn í flugvél, þekktan mann í íslensku viðskiptalífi, og við fórum að ræða viðskipti. Hann hjó eftir því að ég sagði marg oft hvað ég væri heppin. Hann sagði mér að það væri ekki til neitt sem væri heppni heldur væri það lánssemi. Lánssemi er eitthvað sem maður er búinn að vinna sér inn og gerist ekki á sjálfum sér. Keppnisskapið segir Rakel algjörlega hafa bjargað henni þegar á reynir því að auðvitað komi upp erfið tímabil sem henni langi til þess að gefast upp. „Á þessum stundum hefur mamma alltaf verið til staðar, grípa mig og peppa mig upp. Ég er ótrúlega þrjósk að eðlisfari, sem ég myndi segja að ég hefði frá pabba mínum. Þegar ég byrja á einhverju þá á ég svo erfitt með að gefast upp. Hefði aldrei getað þetta nema hún væri til staðar því þegar álagið hefur verið mikið og það hefur hvarflað að mér að hætta þessu þá er mamma minn besti stuðningsmaður. Svo á ég líka mikinn stuðning í börnunum og kærastanum mínum. Hann hefur kennt mér svo ótrúlegt margt varðandi rekstur síðustu árin og stundum tölum við varla um annað en viðskipti svo vikum skiptir. Það skiptir svo miklu máli að standa saman og styðja við hvort annað, hvort sem það er góður eða slæmur dagur.“ Bergur Jónsson og Rut Árnadóttir foreldrar Rakelar. Faðir hennar var henni mikil fyrirmynd í lífinu og segir hún móður sína vera sinn helsta stuðningsmann. Að sækja fram og vera aldrei saddur Ásamt því að sinna rekstrinum og fjölskyldunni undirbýr Rakel sig nú komu fimmta barns hennar og því áttunda á heimilið. Hún segist spennt fyrir framtíðinni og segir drauminn alltaf þann að stækka og gera meira. „Pabbi minn sem var svo mikil fyrirmynd fyrir mig í viðskiptum, sagði mér að svo lengi sem maður er að sprikla þá er maður að gera eitthvað rétt. Með því átti hann við að vera alltaf að sækjast eftir meira, að sjálfsögðu að fagna hverjum áfanga en að sækja fram og vera aldrei saddur. Minn draumur er á næstu árum að hið minnsta þre- til fjórfalda veltuna í gegnum innri vöxt og yfirtökur og ná samhliða að viðhalda ásættanlegri framlegð í rekstrinum. Ég horfi til þess að með aukinni veltu geti ég ráðið til mín stjórnendalag og með því sett aukinn fókus á vöxt félagsins í stað þess að sinna svona mörgum hlutverkum sjálf öllum stundum.“ Ég kem frá langri röð kaupmanna í báða leggi sem hvetur mig svo ótrúlega áfram í því sem ég er að gera. Þetta er eitthvað sem er innprentað í mig. Mig langar til þess að vera góð fyrirmynd fyrir börnin mín og sýna þeim að draumar geta ræst ef maður leggur á sig vinnuna. Spennandi tímar framundan hjá bráðum átta barna foreldrunum Andra og Rakel. Ástin og lífið Verslun Tíska og hönnun Hús og heimili Tengdar fréttir Veitingamenn líta sumarið björtum augum Sólin lét loks sjá sig víða um land í dag og landsmenn nýttu daginn til hins ítrasta. 26. apríl 2021 22:00 Halla Hrund skipuð orkumálastjóri til næstu fimm ára Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Höllu Hrund Logadóttur í embætti orkumálastjóra til næstu fimm ára. 19. apríl 2021 17:09 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fyrir rúmum sjö árum síðan stofnaði Rakel, þá nýorðin fjögurra barna móðir, netverslunina Snúruna. Allur lagerinn komst fyrir í bílskúrnum heima en segir Rakel að henni hafi fundist úrvalið þó hafa verið mjög mikið á þeim tíma. Búðarkonudraumurinn sem rættist Ung að árum lék Rakel sér mikið í búðarleik og segir hún drauminn alltaf hafa verið þann að verða búðarkona. Sá draumur hefur heldur betur ræst en frá því að opna litla netverslun fyrir sjö árum síðan er hún nú orðin forstjóri og eigandi glæsilegrar og farsællar 650 fermetra verslunar, með fjóra starfsmenn í fullri vinnu og þrjá til fjóra aukastarfsmenn. Það stendur ekki á svari þegar Rakel er spurð hvort að henni hafi órað fyrir því að ná svona langt í viðskiptum og greinilegt að metnaðinn og seigluna vantar ekki hjá þessari kraftmiklu, glaðlyndu og bráðum fimm barna móður. Ég hef alltaf verið sjúklega metnaðargjörn og ætlað mér stóra hluti. Ég ætla bara að vera smá eins og þeir karlmenn sem ég þekki núna og segja já, mig óraði fyrir þessu. Ég gerði það vegna þess að ég hafði þessa sýn, að byrja smátt og stækka svo. Góðir hlutir gerast hægt og ég er hvergi nærri hætt. „Ég reyndi að kveða þennan búðarkonudraum niður með því að verða endurskoðandi, en það gekk ekki alveg eftir,“ segir Rakel og glottir en áður en hún opnaði Snúruna hafði hún aðeins reynt fyrir sér í fatabransanum. „Árið 2009, þegar ég var kasólétt af þriðja barninu, stofnaði ég búð sem hét Fiðrildið sem seldi notuð barnaföt, svona sama concept og Barnaloppan er núna.“ Rakel hefur alltaf haft þann draum að verða búðarkona. Hér er hún í verslun sinni Snúrunni sem hún hefur rekið ein í sjö ár. Ævintýrið byrjaði í bílskúrnum Netverslunin Snúran fór strax mjög vel af stað og segist Rakel hafa einbeitt sér að því að bjóða upp á öðruvísi úrval af vörum og ný merki sem höfðu ekki verið áður til sölu á Íslandi. „Það er svo ótrúlega margt fallegt til og gaman að kynna fyrir Íslendingum nýjar vörur. Ég var samt fljót að átta mig á því að það er ekki nóg að versla inn vörur og opna svo heimasíðu. Það þarf að auglýsa vel og það tekur nokkur ár að koma upp rekstri sem rúllar sæmilega.“ Hvað ertu menntuð? „Ég er lærður viðskiptafræðingur með cand. oecon. gráðu frá Háskóla Íslands. Ég ætlaði mér sem sagt að verða endurskoðandi þangað til að ég fattaði að það hentaði mér bara alls ekki. En námið hefur hjálpað mér mikið í mínu starfi og algerlega sá grunnur sem er nauðsynlegur til þess að hafa skilning á fjármálum fyrirtækisins.“ Fyrsta árið í rekstri Snúrunnar rúmaðist allur lagerinn í bílskúrnum en eftir það fór fljótt að þrengja að. Svo kom að því að ég fór að yfirtaka þvottahúsið og þegar herbergi dóttur minnar var orðið lager líka, henni til mikillar gleði, þá sá ég að það var kominn tími á það að opna verslun,“ segir Rakel og bætir því við að á þessum tíma hafi flestir viljað koma og skoða vörurnar og helst sækja þær sjálfir. „Þetta var þá að sjálfsögðu eftir vinnu og það var mikil vinna að slást við börnin um að halda sér í fötunum eftir skóla þegar fólk var að koma. Á þessum tíma var ég með fjögur börn á aldrinum tveggja til níu ára og ekki búin að elda fisk í heilt ár af ótta við það að lyktin tæki á móti fólki þegar það labbaði inn,“ segir Rakel og hlær. Árið 2015 tók svo Rakel fyrsta stóra skrefið í stækkun Snúrunnar og opnaði verslun í Síðumúlanum. Það leið þó ekki á löngu þar til stækkun númer tvö varð nauðsynleg. Svona leit húsnæðið í Ármúla út árið 2017 rétt áður en að búðin stækkaði í þriðja sinn. Rakel og bróðir hennar báru út nokkur tonn af steypu eftir að veggir voru teknir niður. „Ári eftir að ég opnaði í Síðumúlanum þá stækkaði ég verslunina um helming. Búðin var svo í því húsnæði í tvö ár þangað til reksturinn var búinn að sprengja það húsnæði utan af sér líka.“ Var það stór ákvörðun fyrir þig sem fjögurra barna móður að taka þetta skref og fara úr því að reka netbúð í að leigja húsnæði og reka stóra verslun? „Það var eiginlega rökrétt ákvörðun út frá því hvernig hlutirnir voru að þróast. Ég fann strax að mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og vinna sem ég vildi vera í. Ég er frekar hvatvís og óhrædd við að taka ákvarðanir og því henti ég mér bara í þetta. Ég er á þeirri skoðun að maður verður bara að prófa hlutina til þess að sjá hvort þeir gangi upp. Það er endalaust hægt að velta sér upp úr hlutunum og oft er maður búinn að reikna út einhverja niðurstöðu sem verður svo allt önnur þegar upp er staðið. Maður getur nýtt sér reynslu annarra en þegar öllu er á botninn hvolft þá lærir maður mest af sínum eigin mistökum. Ég er alveg óhrædd við það ef hlutirnir ganga ekki upp, það er bara gangur lífsins. Það er ekkert gaman af hlutum sem eru of auðveldir, maður verður að þurfa að hafa aðeins fyrir þessu. Ég held að allir sem eru í eigin rekstri getið tekið undir með mér að þetta er gríðarlega mikil vinna og ekkert sem kemur upp í hendurnar á manni.“ Reksturinn heillaði meira en snyrtivörurnar Hvernig hefur þér gengið að samtvinna vinnuna og fjölskyldulífið? „Ég held að það sé eitthvað sem allir, sem eiga börn og vinna mikið, geta tekið undir að sé áskorun, sérstaklega þegar börnin eru lítil. Þegar maður er með eigin rekstur þá er ekkert sem heitir að vera í vinnunni frá níu til fimm. Þetta er með manni allan sólarhringinn. Ef maður er ekki á staðnum þá er maður heima með tölvuna og heldur reksturinn oft fyrir manni vöku á næturnar. Ég er samt líka ótrúlega heppin að vera ekki föst frá níu til fimm og hef því getað sinnt krökkunum þegar þau þurfa á því að halda. Ég er sjálf alin upp af foreldrum sem voru í eigin rekstri og fannst ekkert jafn skemmtilegt eins og að fá að vera með mömmu í snyrtivörubúðinni hennar sem hét Gullbrá. Það voru samt ekki snyrtivörurnar sem heilluðu, fékk alls ekki puntu-genin hennar mömmu því miður, heldur var það reksturinn sem heillaði mig.“ Þarna var ég tólf ára og langaði ekkert meira en að fá að afgreiða, algjörlega eins og mín tólf ára er í dag. Hún er svo spennt að fá að afgreiða í búðinni hjá mér. Júlíusi, Maríu, Óliver og Vilhelm börnum Rakelar finnst mjög gaman að koma í vinnuna með mömmu sinni og fá að aðstoða eða prakkarast smá inni á lager. Rakel segir börnin oft koma með sér í vinnuna og það sé mikil hjálp í þeim þegar þau vilji aðstoða mömmu sína. „Sá elsti er kominn vel inn í netpantanirnar og hjálpar til á álagstíma. Mér finnst yndislegt að hafa þau með mér en þegar ég kem kannski að þeim þegar þau eru búin að skera niður alla pappakassa á lagernum, búa sér til hús og dreifa frauðplasti yfir allt þá er ekki alveg jafn gaman að hafa þau,“segir Rakel og skellir upp úr. Árið 2017 þegar verslunin var búin að sprengja utan af sér húsnæðið í Síðumúla fluttist verslunin í nýtt húsnæði í Ármúla 38 þar sem hún er staðsett í dag. Rakel og sonur hennar yngsti sonurinn Óliver Sölvi. „Við gerðum samning við Bolia í Danmörku og í kjölfarið þurfum við að stækka. Þeir bjóða upp á svo ótrúlegt úrval af húsgögnum og var nauðsynlegt að hafa húsnæði til þess að sýna allar þær vörur. Þau eru með yfir 90.000 vörutegundir í boði og myndum við vilja sýna miklu meira. Gaman að segja frá því að á þessu ári festi ég svo kaup á húsnæðinu í Ármúlanum, en það var markmiðið frá upphafi að eignast það sjálf.“ Mikil áskorun að stækka hratt Rakel segir stækkunina í Ármúlanum hafa verið eina stærstu áskorunina þegar kemur að rekstrinum og það sé oft á tíðum flókið að stækka. „Það var mjög mikið stökk að fara úr 220 fermetrum í 500 fermetra og án viðbótar fjármagns. Ég fór í miklar endurbætur á húsnæðinu og sameinaði fjögur bil í eitt rými. Auk þess var mikil auka fjárfesting í lager og aukning á starfsfólki áskorun sem reyndi virkilega á. Við vorum að stækka svo hratt og margt sem breytist frá því að vera með litla verslun.“ Fyrstu árin þar voru mikil vinna og að finna taktinn varðandi fjölda starfsmanna og stærð lagers en árið 2020 var besta árið frá upphafi, þá finnst mér ég hafa verið búin að ná betri tökum á þessu. Maður er alltaf að læra á hlutina jafn óðum. Það eru svo ótrúlega margir snertifletir þegar kemur að svona rekstri. Ég er allt í senn forstjóri, fjármálastjóri, markaðsstjóri, innkaupastjóri, mannauðsstjóri, lagermaður og starfsmaður í verslun. Árið 2017 skilja Rakel og barnsfaðir hennar og segir Rakel það vissulega hafa reynt á að vera einstæð móðir með fjögur börn í svo stórum rekstri. „Þetta var að sjálfsögðu erfitt, margar andvökunætur þar sem maður hafði áhyggjur af því hvort hlutirnir myndu ganga upp. Þarna var ég eina fyrirvinnan og fjögur börn sem treystu á mig. Sem betur fer þá vinn ég best þegar mikið er að gera eða kreppir að.“ Annars leit ég aldrei á mig sem einstæða móður, frekar leit ég á mig sem sjálfstæða móður. Ég hef svo góða í kringum mig og svo eiga krakkarnir mínir yndislegan pabba sem deilir uppeldinu en þau eru til skiptis viku og viku hjá okkur. Rakel segir að á þessu tímabili eftir skilnaðinn hafi hún fundið það hjá sér að hún myndi ekki láta erfiðleika stoppa sig og drauma sína og hafi hún í raun tvíelfst og ákveðið að spýta í lófana. „Það var einn yndislegur vinur sem sagði við mig að maður ætti að njóta þess að vera á botninum, því þá fyrst fer maður að leita lausna á vandamálunum. Ég var alls ekki sammála honum á þessum tímapunkti en er það svo sannarlega í dag. Það var eitthvað sem triggeraðist hjá mér, ég ætlaði ekki að láta neitt buga mig. Að gefast upp er ekki til í mínum orðaforða. Það að eiga þessi yndislegu börn hvetur mig sífellt áfram til þess að gera betur og eru þau svo stór hluti af þeim árangri sem ég hef náð. Það að hafa einhvern sem treystir á mann, þá vill maður standa sig og gera ennþá betur.“ Blessað barnalánið. Rakel átti áður fjögur börn og kærasti hennar Andri þrjú. Í haust er svo von á barni númer átta, lítilli stelpu sem að sögn Rakelar mun þá jafna kynjakvótann í fjölskyldunni. Hefur tekið það að sér að fjölga íslensku þjóðinni Rakel og kærastinn hennar Andri Gunnarson lögmaður kynntust fyrir tveimur árum og segir Rakel þau hafa verið nánast óaðskiljanleg síðan. Rakel og Andri eiga samtals sjö börn og er barn númer átta væntanlegt síðsumars. „Við kynntumst í rauninni í gegnum búðina. Hann var að innrétta sumarbústaðinn sinn og ég reyndi hvað ég gat að ná athygli hans í gegnum tölvupóstsamskipti. Svo kom síðar í ljós að við vorum bæði í Versló, unnum bæði hjá Deloitte og höfum oft verið á sama staðnum en aldrei talað saman. Sem er í sjálfu sér ótrúlegt á litla Íslandi.“ Ég hef alltaf viljað stóra fjölskyldu. Ég var sjálf hálfgert einbirni að alast upp og á tvö töluvert eldri systkini. Ég nýt þess virkilega að hafa húsið fullt af börnum og hjartað stækkar bara við hvert einasta barn. Ég hef algjörlega tekið að mér það hlutverk fyrir íslensku þjóðina að fjölga henni. Rakel hefur alla tíð átt Snúruna ein og segist hún ekki hafa tölu á því hversu oft hún hafi verið spurð að því hvort að hún ætti hana virkilega „bara ein.“ „Yfirleitt er gert ráð fyrir því að það sé karlmaður sem standi á bak við þetta. Eftir að ég skildi árið 2017 þá fékk ég mjög oft að heyra það að búðin væri komin á sölu. Það særði mig þar sem fólk gerði bara ráð fyrir því að ég væri ekki ein í þessu og að ég gæti ekki haldið þessu áfram ein. Karlar og konur eru í eðli sínu ekki eins, að mínu mati. Við erum með ótrúlega ólíka eiginleika. Þegar ég var að byrja að vinna eftir háskólann þá voru konur í stjórnunarstöðum oftast einhvern veginn taldar frekar. Ef þær létu í sér heyra eða voru ákveðnar þá var það alltaf umræðan á meðan karlmenn voru bara flottir ef þeir voru að haga sér á sama hátt.“ Ég held að okkur konum hætti oft til þess að reyna að haga okkur eins og karlmennirnir til þess að fá virðingu í stað þess að stýra bara eftir okkar hætti. „Sem betur fer hefur þetta nú aðeins breyst til batnaðar en við eigum samt ennþá eitthvað í land með það að vera metin til jafns í viðskiptaumhverfinu.“ Rakel segir konur alltof oft vera feimnar við það að sýna velgengni. Vísir/Vilhelm Konur eigi oft erfiðara með að fagna velgengi sinni Við tölum um velgengni og hvernig fólk getur stundum orðið feimið við að sýna þegar það gengur vel, þá sérstaklega í viðskiptum. „Ég upplifi samt karlmenn og konur ólík þegar kemur að þessu. Flestar konur eru ekki að státa sig af afrekum og verða feimnar þegar aðrir hrósa þeim. Það er alveg merkilegt. Í stað þess að taka hrósinu þá möldum við í móinn og förum hjá okkur. Karlmenn eru hins vegar almennt allt öðruvísi, nú er ég alls ekki að alhæfa hvort sem það er varðandi konur eða karla en þetta er svona mín almenna upplifun. Karlmenn eru svo duglegir að deila þeim afrekum sem þeir hafa unnið til og láta aðra vita. Það er svo frábært „eliment“ sem ég vildi að væri meira innprentað í okkur konurnar.“ Rakel segist of velta því fyrir sér hvort að þetta sé ein af þeim ástæðum að karlmenn séu lengra komnir í viðskiptaheiminum og stjórnunarstöðum því það sé hreinlega erfiðara að vita og sjá hvað konur séu færar um þegar þær láta svo lítið fyrir sér fara eins og raun ber vitni. Almennt finnst mér svolítið þannig á Íslandi að fólki megi ekki ganga of vel. Oft er mikið um öfund í þjóðfélaginu sem held að sé eitthvað sem er innprentað í þjóðarsálina og erfitt að breyta. Finnst ég svo oft heyra það ef fólki og fyrirtækjum gengur vel og skili til dæmis góðum hagnaði að þá sé ekki allt með feldu. Samrýnd og ástfangin. Andri og Rakel eiga vona á sínu fyrsta barni saman sem verður jafnframt áttunda barnið inn á heimilið. Lánssemi en ekki heppni Rakel segir fólk oft á tíðum ekki átta sig á allri vinnunni, tímanum frá fjölskyldu og öllum fórnunum sem fólk hefur þurft að færa til þess að láta rekstur ganga upp. „Það skemmtilegasta sem ég veit er að lesa og kynna mér sögu fyrirtækja og sjá hvað þau hafa vaxið frá stofnun. Ég dáist alveg af sögum fólks sem hefur byggt upp fyrirtæki og rekstur vitandi hversu erfitt það er. Það vita það allir að það kemur ekkert upp í hendurnar á fólki, það er ekki til neitt sem heitir að vera heppinn þegar kemur að þessum málum.“ Ég hitti svo frábæran mann eitt sinn í flugvél, þekktan mann í íslensku viðskiptalífi, og við fórum að ræða viðskipti. Hann hjó eftir því að ég sagði marg oft hvað ég væri heppin. Hann sagði mér að það væri ekki til neitt sem væri heppni heldur væri það lánssemi. Lánssemi er eitthvað sem maður er búinn að vinna sér inn og gerist ekki á sjálfum sér. Keppnisskapið segir Rakel algjörlega hafa bjargað henni þegar á reynir því að auðvitað komi upp erfið tímabil sem henni langi til þess að gefast upp. „Á þessum stundum hefur mamma alltaf verið til staðar, grípa mig og peppa mig upp. Ég er ótrúlega þrjósk að eðlisfari, sem ég myndi segja að ég hefði frá pabba mínum. Þegar ég byrja á einhverju þá á ég svo erfitt með að gefast upp. Hefði aldrei getað þetta nema hún væri til staðar því þegar álagið hefur verið mikið og það hefur hvarflað að mér að hætta þessu þá er mamma minn besti stuðningsmaður. Svo á ég líka mikinn stuðning í börnunum og kærastanum mínum. Hann hefur kennt mér svo ótrúlegt margt varðandi rekstur síðustu árin og stundum tölum við varla um annað en viðskipti svo vikum skiptir. Það skiptir svo miklu máli að standa saman og styðja við hvort annað, hvort sem það er góður eða slæmur dagur.“ Bergur Jónsson og Rut Árnadóttir foreldrar Rakelar. Faðir hennar var henni mikil fyrirmynd í lífinu og segir hún móður sína vera sinn helsta stuðningsmann. Að sækja fram og vera aldrei saddur Ásamt því að sinna rekstrinum og fjölskyldunni undirbýr Rakel sig nú komu fimmta barns hennar og því áttunda á heimilið. Hún segist spennt fyrir framtíðinni og segir drauminn alltaf þann að stækka og gera meira. „Pabbi minn sem var svo mikil fyrirmynd fyrir mig í viðskiptum, sagði mér að svo lengi sem maður er að sprikla þá er maður að gera eitthvað rétt. Með því átti hann við að vera alltaf að sækjast eftir meira, að sjálfsögðu að fagna hverjum áfanga en að sækja fram og vera aldrei saddur. Minn draumur er á næstu árum að hið minnsta þre- til fjórfalda veltuna í gegnum innri vöxt og yfirtökur og ná samhliða að viðhalda ásættanlegri framlegð í rekstrinum. Ég horfi til þess að með aukinni veltu geti ég ráðið til mín stjórnendalag og með því sett aukinn fókus á vöxt félagsins í stað þess að sinna svona mörgum hlutverkum sjálf öllum stundum.“ Ég kem frá langri röð kaupmanna í báða leggi sem hvetur mig svo ótrúlega áfram í því sem ég er að gera. Þetta er eitthvað sem er innprentað í mig. Mig langar til þess að vera góð fyrirmynd fyrir börnin mín og sýna þeim að draumar geta ræst ef maður leggur á sig vinnuna. Spennandi tímar framundan hjá bráðum átta barna foreldrunum Andra og Rakel.
Ástin og lífið Verslun Tíska og hönnun Hús og heimili Tengdar fréttir Veitingamenn líta sumarið björtum augum Sólin lét loks sjá sig víða um land í dag og landsmenn nýttu daginn til hins ítrasta. 26. apríl 2021 22:00 Halla Hrund skipuð orkumálastjóri til næstu fimm ára Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Höllu Hrund Logadóttur í embætti orkumálastjóra til næstu fimm ára. 19. apríl 2021 17:09 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Veitingamenn líta sumarið björtum augum Sólin lét loks sjá sig víða um land í dag og landsmenn nýttu daginn til hins ítrasta. 26. apríl 2021 22:00
Halla Hrund skipuð orkumálastjóri til næstu fimm ára Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Höllu Hrund Logadóttur í embætti orkumálastjóra til næstu fimm ára. 19. apríl 2021 17:09