Fimm milljarða baðlón á Kársnesi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2021 19:09 Sky Lagoon opnar á Kársnesi í Kópavogi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fimm milljarða króna baðlón verður opnað á Kársnesi á morgun. Framkvæmdastjóri segir þetta stærstu fjárfestingu í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu hingað til. Lónið sem nefnist Sky lagoon stendur yst á Kársnesi. Mikið hefur verið lagt í verkið og svokallaðar klömbruhleðslur prýða bygginguna. Framkvæmdin hófst í byrjun síðasta árs og er metin á um fimm milljarða króna. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon.vísir/Egill „Og þar með stærsta fjárfesting í afþreyingarupplifun á höfuðborgarsvæðinu, þannig að við erum mjög spennt fyrir framtíðinni,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon, en fyrirtækið Nature Resort stendur að baki framkvæmdinni auk erlendra fjárfesta. Klettar umvefja lónið og þegar komið er út úr helli við innganginn blasir við laug með sjávarútsýni. „Þetta er mjög flókin framkvæmd. Hér er 3.200 fermetra bygging og þar með talið 600 fermetra tæknirými, þannig þetta er mjög flókið en er búið að ganga vel og það eru margir sem hafa þurft að koma að þessu til þess að þetta gangi allt saman upp.“ Þarna má sjá kaldan pott sem gestum er beint í áður en þeir fara í gufu.vísir/Vilhelm Ýmsar nýjungar eru í heilsulind lónsins. Regndropar falla á gesti í einu rýminu og í gufubaðinu er víst stærsta rúða landsins sem vegur um 2,2 tonn. Verðið í lónið er á bilinu um sex til tíu þúsund krónur á tilboði. Hvað skýrir þetta verð? „Framkvæmdin og fjárfestingarkostnaður gerir það. Og það er mikill kostnaður á bak við það að búa þetta allt saman til, en við ætlum að gera vel í þjónustu og öðru,“ segir Dagný. Í lóninu er bar þar sem þyrstir gestir geta nælt sér í drykki.vísir/Vilhelm Starfsmenn eru þegar orðnir sextíu en gert er ráð fyrir að þeir verði 110 þegar starfsemin eykst með ferðamannastraumi. Hún segist bjarstýn þrátt fyrir opnun í miðjum heimsfaraldri. „Við erum að vonast til þess að það séu bjartir dagar framundan. Við ætlum bara að fara rólega af stað og erum fegin að gera það næstu tvo mánuði eða svo og bjóða heimamenn bara velkomna,“ segir Dagný. Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Tengdar fréttir Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. 28. apríl 2021 12:31 Baðlónið á Kársnesi komið með nafn Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021. 11. júní 2020 08:08 Svona er aðstaðan í Sky lagoon baðlóninu á Kársnesi Á morgun opnar nýtt baðlón á höfuðborgarsvæðinu og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis kíkti við þar í dag og myndaði aðstöðuna. 29. apríl 2021 19:17 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Lónið sem nefnist Sky lagoon stendur yst á Kársnesi. Mikið hefur verið lagt í verkið og svokallaðar klömbruhleðslur prýða bygginguna. Framkvæmdin hófst í byrjun síðasta árs og er metin á um fimm milljarða króna. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon.vísir/Egill „Og þar með stærsta fjárfesting í afþreyingarupplifun á höfuðborgarsvæðinu, þannig að við erum mjög spennt fyrir framtíðinni,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon, en fyrirtækið Nature Resort stendur að baki framkvæmdinni auk erlendra fjárfesta. Klettar umvefja lónið og þegar komið er út úr helli við innganginn blasir við laug með sjávarútsýni. „Þetta er mjög flókin framkvæmd. Hér er 3.200 fermetra bygging og þar með talið 600 fermetra tæknirými, þannig þetta er mjög flókið en er búið að ganga vel og það eru margir sem hafa þurft að koma að þessu til þess að þetta gangi allt saman upp.“ Þarna má sjá kaldan pott sem gestum er beint í áður en þeir fara í gufu.vísir/Vilhelm Ýmsar nýjungar eru í heilsulind lónsins. Regndropar falla á gesti í einu rýminu og í gufubaðinu er víst stærsta rúða landsins sem vegur um 2,2 tonn. Verðið í lónið er á bilinu um sex til tíu þúsund krónur á tilboði. Hvað skýrir þetta verð? „Framkvæmdin og fjárfestingarkostnaður gerir það. Og það er mikill kostnaður á bak við það að búa þetta allt saman til, en við ætlum að gera vel í þjónustu og öðru,“ segir Dagný. Í lóninu er bar þar sem þyrstir gestir geta nælt sér í drykki.vísir/Vilhelm Starfsmenn eru þegar orðnir sextíu en gert er ráð fyrir að þeir verði 110 þegar starfsemin eykst með ferðamannastraumi. Hún segist bjarstýn þrátt fyrir opnun í miðjum heimsfaraldri. „Við erum að vonast til þess að það séu bjartir dagar framundan. Við ætlum bara að fara rólega af stað og erum fegin að gera það næstu tvo mánuði eða svo og bjóða heimamenn bara velkomna,“ segir Dagný.
Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Tengdar fréttir Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. 28. apríl 2021 12:31 Baðlónið á Kársnesi komið með nafn Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021. 11. júní 2020 08:08 Svona er aðstaðan í Sky lagoon baðlóninu á Kársnesi Á morgun opnar nýtt baðlón á höfuðborgarsvæðinu og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis kíkti við þar í dag og myndaði aðstöðuna. 29. apríl 2021 19:17 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. 28. apríl 2021 12:31
Baðlónið á Kársnesi komið með nafn Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021. 11. júní 2020 08:08
Svona er aðstaðan í Sky lagoon baðlóninu á Kársnesi Á morgun opnar nýtt baðlón á höfuðborgarsvæðinu og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis kíkti við þar í dag og myndaði aðstöðuna. 29. apríl 2021 19:17