Fyrr í dag fóru orðrómar á kreik þess efnis að Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður Start í Noregi, gæti verið á leiðinni á Hlíðarenda. Guðmundur Benediktsson spurði Heimi út í þetta fyrir leik Vals og ÍA sem hófst nú klukkan 20.00.
Gameday slúður af Hlíðarenda. Guðmundur Andri Tryggvason ku vera að semja við Íslandsmeistarana.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) April 30, 2021
Aðspurður hvort Guðmundur Andri væri á leiðinni á Hlíðarenda sagði Heimir svo ekki vera. Hann bætti við að síðast þegar hann vissi væri Guðmundur Andri leikmaður Start í Noregi þar sem Jóhannes Harðarson er þjálfari.
Guðmundur Andri var á láni hjá Víkingum sumarið 2019 og varð bikarmeistari með liðinu. Hann sneri aftur til Noregs í kjölfarið en hefur glímt við erfið meiðsli og spilaði ekkert er liðið féll úr efstu deild á síðustu leiktíð.